Plata Ásgeirs Trausta, In the Silence, lendir á lista á vefsíðunni Norman Records yfir 25 verstu plötur ársins en platan er enska útgáfan af plötunni Dýrð í dauðaþögn sem sló öll met á Íslandi.
Greinahöfundur segir að ekkert komi á óvart á plötunni sem gæti sómað sér vel á milli platna David Gray og Ray Lamontagne.
„Það eru nokkur góð raftónlistarlög eins og King And Cross og Going Home en annars er platan frekar litlaus og átakalítil. Kannski góð í partí seint um kvöld?"
Plata Ásgeirs meðal þeirra verstu
