Sex rétta jólaævintýri fyrir 4900 krónur 11. desember 2014 09:57 Ylfa Helgadóttir meistarakokkur er eigandi veitingahússins Kopar sem er staðsettur í gömlu verbúðunum við höfnina. Mynd/Stefán Veitingahúsið Kopar er á fallegum stað við hafnarbakkann á Geirsgötu. Þar ræður ríkjum Ylfa Helgadóttir landsliðskokkur. Hún býður upp á sannkallað jólaævintýri í hádeginu og á kvöldin til áramóta. Kopar sérhæfir sig í fiskréttum og jólaævintýrið ber keim af því. „Ég vil sérstaklega mæla með hádegis jólaævintýrinu okkar. Í boði er sex rétta veisla fyrir aðeins 4900 krónur. Í forrétt eru djúpsteiktar gellur í orly-deigi, grilluð grafin önd með confit andalæri með döðlusósu og íslensk hörpuskel úr Breiðafirði með dillkremi og salati. Í aðalrétt er boðið upp á blálöngu úr Atlantshafinu með humar- og kampavínsósu og síðan karfi með hnetusmjörsósu og mangó. Loks er Daim-ostakaka í eftirrétt,“ segir Ylfa og bætir því við að þetta sé styttri útgáfa af kvöldseðlinum. „Við bjóðum þessa ódýru veislu í hádeginu alla daga nema sunnudaga frá kl. 11.30 - 14. Við leggjum mikla áherslu á að hráefnið sé ferskt og gott en við eigum marga fastagesti. Í hádeginu er til dæmis alltaf fiskréttur dagsins sem er mjög vinsæll,“ segir Ylfa sem er nýkomin heim frá Lúxemborg þar sem Íslenska kokkalandsliðið náði 5. sæti á Heimsmeistaramóti. Í fyrri hluta keppninnar fékk liðið gullverðlaun fyrir heita rétti. Þetta er besti árangur sem Ísland hefur náð í þessari keppni. „Við erum varla komin niður á jörðina eftir þessa upplifun,“ segir meistarakokkurinn. Nú er í boði að kaupa gjafabréf á Kopar með 15% afslætti til 20. desember. Hægt er að velja um að kaupa bréf fyrir ákveðna upphæð eða gjafabréf á ævintýraferð sem er smakkseðill með eða án víns. „Gjafabréf frá okkur er ævintýraleg gjöf, enda bjóðum við upp á yndislegt útsýni á frábærum stað. Við erum í gömlu verbúðunum, grænu húsunum við höfnina. Staðurinn verður tveggja ára í maí á næsta ári og þá verður örugglega haldið upp á það með góðu partíi. Mottóið mitt er að ef tilefni gefst til samveru skal nýta það.“ Hægt er að skoða matseðil Kopar á heimasíðunni koparrestaurant.is og fylgjast með tilboðum og fleiru á Facebook-síðu staðarins. Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Fleiri fréttir Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu „Við eigum meira blóð en blóðbankinn!“ Flytja alla Springsteen slagarana í Hörpu Frábær árangur í meðferðarstarfi Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Dineout gjafabréf er jólagjöfin í ár Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Þarf alltaf að vera vín? Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Eldhúspartý KVIK er á laugardaginn Hug-A-Lums þyngdarbangsar sem allir elska The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Sjá meira
Veitingahúsið Kopar er á fallegum stað við hafnarbakkann á Geirsgötu. Þar ræður ríkjum Ylfa Helgadóttir landsliðskokkur. Hún býður upp á sannkallað jólaævintýri í hádeginu og á kvöldin til áramóta. Kopar sérhæfir sig í fiskréttum og jólaævintýrið ber keim af því. „Ég vil sérstaklega mæla með hádegis jólaævintýrinu okkar. Í boði er sex rétta veisla fyrir aðeins 4900 krónur. Í forrétt eru djúpsteiktar gellur í orly-deigi, grilluð grafin önd með confit andalæri með döðlusósu og íslensk hörpuskel úr Breiðafirði með dillkremi og salati. Í aðalrétt er boðið upp á blálöngu úr Atlantshafinu með humar- og kampavínsósu og síðan karfi með hnetusmjörsósu og mangó. Loks er Daim-ostakaka í eftirrétt,“ segir Ylfa og bætir því við að þetta sé styttri útgáfa af kvöldseðlinum. „Við bjóðum þessa ódýru veislu í hádeginu alla daga nema sunnudaga frá kl. 11.30 - 14. Við leggjum mikla áherslu á að hráefnið sé ferskt og gott en við eigum marga fastagesti. Í hádeginu er til dæmis alltaf fiskréttur dagsins sem er mjög vinsæll,“ segir Ylfa sem er nýkomin heim frá Lúxemborg þar sem Íslenska kokkalandsliðið náði 5. sæti á Heimsmeistaramóti. Í fyrri hluta keppninnar fékk liðið gullverðlaun fyrir heita rétti. Þetta er besti árangur sem Ísland hefur náð í þessari keppni. „Við erum varla komin niður á jörðina eftir þessa upplifun,“ segir meistarakokkurinn. Nú er í boði að kaupa gjafabréf á Kopar með 15% afslætti til 20. desember. Hægt er að velja um að kaupa bréf fyrir ákveðna upphæð eða gjafabréf á ævintýraferð sem er smakkseðill með eða án víns. „Gjafabréf frá okkur er ævintýraleg gjöf, enda bjóðum við upp á yndislegt útsýni á frábærum stað. Við erum í gömlu verbúðunum, grænu húsunum við höfnina. Staðurinn verður tveggja ára í maí á næsta ári og þá verður örugglega haldið upp á það með góðu partíi. Mottóið mitt er að ef tilefni gefst til samveru skal nýta það.“ Hægt er að skoða matseðil Kopar á heimasíðunni koparrestaurant.is og fylgjast með tilboðum og fleiru á Facebook-síðu staðarins.
Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Fleiri fréttir Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu „Við eigum meira blóð en blóðbankinn!“ Flytja alla Springsteen slagarana í Hörpu Frábær árangur í meðferðarstarfi Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Dineout gjafabréf er jólagjöfin í ár Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Þarf alltaf að vera vín? Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Eldhúspartý KVIK er á laugardaginn Hug-A-Lums þyngdarbangsar sem allir elska The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Sjá meira