Þessi 24 lið komust áfram í Evrópudeildinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. desember 2014 11:46 Napoli-menn fagna. vísir/getty Fyrri hluta leikja kvöldsins í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildar UEFA í knattspyrnu er lokið og hafa tólf lið unnið sér inn farseðil í 32 liða úrslitin. Í A-riðli tryggði Borussia Mönchengladbach sér sigur í riðlinum með því að leggja FC Zürich, 3-0, á heimavelli í kvöld. Villareal þurfti að treysta á að Borussia myndi misstíga sig, en það gerðist ekki. Spænska liðið vann sinn leik gegn Apollon, 2-0, og hafnar í öðru sæti. Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi FCK sem fékk skell á heimavelli gegn Tórínó, 1-5. FCK endaði í neðsta sæti riðilsins en Club Brugge vinnur hann. Belgarnir lögðu HJK frá Finnlandi, 2-1, í kvöld. Tórínó fer einnig í 16 liða úrslitin sem liðið í öðru sæti B-riðils. Tottenham varð af fyrsta sæti C-riðils þegar það tapaði fyrir Besiktas, 1-0, á útivelli í kvöld. Sá leikur endaði seinna en hinir vegna bilunnar í flóðljósakerfi vallarins. Besiktas tryggði sér sigur í riðlinum með sigrinum í kvöld. Red Bull Salzburg vann 5-1 sigur á Astra í kvöld og rúllaði yfir D-riðilinn. Austuríska liðið innbyrti 16 stig af 18 mögulegum, en skoska liðið Celtic náði öðru sætinu. Celtic tapaði í kvöld en það kom ekki að sök. Rússneska liðið Dinamo Mosvka vinnur E-riðilinn, en það hafði betur gegn PSV á útivelli í kvöld. Rússarnir fengu fullt hús eða 18 stig þrátt fyrir að skora aðeins níu mörk. PSV var öruggt um annað sætið fyrir leikinn. Inter er svo sigurvegari F-riðils eins og var ljóst fyrir kvöldið, en liðið gerði markalaust jafntefli við Karabakh í kvöld á útivell. Dnipropetrovsk vann 1-0 heimasigur á St. Étienne í úrslitaleik um annað sætið og fer í 16 liða úrslitin. Hægt er að smella á leikina hér fyrir neðan til að sjá markaskorara.Liðin sem komust áfram úr leikjunum sem hófust klukkan 18:00 Borussia Mönchengladbach, Villareal, Tórínó, Club Brugge, Tottenham, Besiktas, Red Bull Salzburg, Celtic, Dinamo Mosvka, PSV Eindhoven, Inter, og Dnipropetrovsk. Feyenoord og Sevilla fara upp úr G-riðlinum, en hollenska liðið vann riðilinn með því að leggja Rikjeka, 1-0, að velli í kvöld. Feyenoord vann Standard Liege á útivelli og hafnar í öðru sætinu. Everton var búið að tryggja sér sigur í H-riðli fyrir kvöldið og tapaði fyrir Krasnodar, 1-0. Wolfsburg vann Lille, 3-0, á útivelli í úrslitaleik um annað sætið. Í I-riðli fagnaði Napoli sigri með því að leggja Slovan Bratislava, 3-0, á heimavelli og Young Boys frá Sviss fylgja Ítölunum í 32 liða úrslitin, en það vann Spörtu frá Prag, 2-0. Allt var klárt í J-riðli fyrir kvöldið þar sem Dynamo Kiev fer áfram sem sigurvegari riðilsins en það innbyrti 15 stig af 18. Danmerkurmeistarar Álaborgar komust áfram á níu stigum þrátt fyrir 2-0 tap í Portúgal í kvöld. Fiorentina vinnur K-riðilinn þrátt fyrir tap gegn Dinamo Minsk, 1-2, í kvöld og Guingamp fylgir því í 32 liða úrslitin, en franska liðið vann PAOK, 2-1, á útivelli í úrslitaleik. Legía Varsjá vann svo Trabzonspor frá Tyrklandi, 2-0, í kvöld og fagnar sigri í L-riðli. Tyrkirnir voru öruggir með annað sætið þannig Lokeren og Metalist sitja eftir.Liðin sem eru komin áfram eftir riðlakeppnina: Borussia Mönchengladbach, Villareal, Tórínó, Club Brugge, Tottenham, Besiktas, Red Bull Salzburg, Celtic, Dinamo Mosvka, PSV Eindhoven, Inter, Dnipropetrovsk, Feyenoord, Sevilla, Everton, Wolfsburg, Napoli, Young Boys, Dynamo Kiev, Álaborg, Fiorentina, Guingamp, Legía Varsjá og Trabzonspor.Liðin átta sem koma úr Meistaradeildinni: Olympiacos, Liverpool, Zenit, Anderlecht, Roma, Ajax, Sporting og Athletic Bilbao. Evrópudeild UEFA Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Fyrri hluta leikja kvöldsins í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildar UEFA í knattspyrnu er lokið og hafa tólf lið unnið sér inn farseðil í 32 liða úrslitin. Í A-riðli tryggði Borussia Mönchengladbach sér sigur í riðlinum með því að leggja FC Zürich, 3-0, á heimavelli í kvöld. Villareal þurfti að treysta á að Borussia myndi misstíga sig, en það gerðist ekki. Spænska liðið vann sinn leik gegn Apollon, 2-0, og hafnar í öðru sæti. Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi FCK sem fékk skell á heimavelli gegn Tórínó, 1-5. FCK endaði í neðsta sæti riðilsins en Club Brugge vinnur hann. Belgarnir lögðu HJK frá Finnlandi, 2-1, í kvöld. Tórínó fer einnig í 16 liða úrslitin sem liðið í öðru sæti B-riðils. Tottenham varð af fyrsta sæti C-riðils þegar það tapaði fyrir Besiktas, 1-0, á útivelli í kvöld. Sá leikur endaði seinna en hinir vegna bilunnar í flóðljósakerfi vallarins. Besiktas tryggði sér sigur í riðlinum með sigrinum í kvöld. Red Bull Salzburg vann 5-1 sigur á Astra í kvöld og rúllaði yfir D-riðilinn. Austuríska liðið innbyrti 16 stig af 18 mögulegum, en skoska liðið Celtic náði öðru sætinu. Celtic tapaði í kvöld en það kom ekki að sök. Rússneska liðið Dinamo Mosvka vinnur E-riðilinn, en það hafði betur gegn PSV á útivelli í kvöld. Rússarnir fengu fullt hús eða 18 stig þrátt fyrir að skora aðeins níu mörk. PSV var öruggt um annað sætið fyrir leikinn. Inter er svo sigurvegari F-riðils eins og var ljóst fyrir kvöldið, en liðið gerði markalaust jafntefli við Karabakh í kvöld á útivell. Dnipropetrovsk vann 1-0 heimasigur á St. Étienne í úrslitaleik um annað sætið og fer í 16 liða úrslitin. Hægt er að smella á leikina hér fyrir neðan til að sjá markaskorara.Liðin sem komust áfram úr leikjunum sem hófust klukkan 18:00 Borussia Mönchengladbach, Villareal, Tórínó, Club Brugge, Tottenham, Besiktas, Red Bull Salzburg, Celtic, Dinamo Mosvka, PSV Eindhoven, Inter, og Dnipropetrovsk. Feyenoord og Sevilla fara upp úr G-riðlinum, en hollenska liðið vann riðilinn með því að leggja Rikjeka, 1-0, að velli í kvöld. Feyenoord vann Standard Liege á útivelli og hafnar í öðru sætinu. Everton var búið að tryggja sér sigur í H-riðli fyrir kvöldið og tapaði fyrir Krasnodar, 1-0. Wolfsburg vann Lille, 3-0, á útivelli í úrslitaleik um annað sætið. Í I-riðli fagnaði Napoli sigri með því að leggja Slovan Bratislava, 3-0, á heimavelli og Young Boys frá Sviss fylgja Ítölunum í 32 liða úrslitin, en það vann Spörtu frá Prag, 2-0. Allt var klárt í J-riðli fyrir kvöldið þar sem Dynamo Kiev fer áfram sem sigurvegari riðilsins en það innbyrti 15 stig af 18. Danmerkurmeistarar Álaborgar komust áfram á níu stigum þrátt fyrir 2-0 tap í Portúgal í kvöld. Fiorentina vinnur K-riðilinn þrátt fyrir tap gegn Dinamo Minsk, 1-2, í kvöld og Guingamp fylgir því í 32 liða úrslitin, en franska liðið vann PAOK, 2-1, á útivelli í úrslitaleik. Legía Varsjá vann svo Trabzonspor frá Tyrklandi, 2-0, í kvöld og fagnar sigri í L-riðli. Tyrkirnir voru öruggir með annað sætið þannig Lokeren og Metalist sitja eftir.Liðin sem eru komin áfram eftir riðlakeppnina: Borussia Mönchengladbach, Villareal, Tórínó, Club Brugge, Tottenham, Besiktas, Red Bull Salzburg, Celtic, Dinamo Mosvka, PSV Eindhoven, Inter, Dnipropetrovsk, Feyenoord, Sevilla, Everton, Wolfsburg, Napoli, Young Boys, Dynamo Kiev, Álaborg, Fiorentina, Guingamp, Legía Varsjá og Trabzonspor.Liðin átta sem koma úr Meistaradeildinni: Olympiacos, Liverpool, Zenit, Anderlecht, Roma, Ajax, Sporting og Athletic Bilbao.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira