Íslendingar á meðal útnefndu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. desember 2014 14:09 Fólk er að leggja sig í gífurlega hættu á hverjum einasta degi,“ segir Þórir Guðmundsson. Fimm Íslendingar eru á meðal þeirra þeirra sem bandaríska tímaritið TIME hefur útnefnt sem fólk ársins. Þeir sem útnefndir eru eru allir þeir sem barist hafa gegn útbreiðslu ebóluveirunnar í Vestur-Afríku, en sá hópur skiptir þúsundum. TIME veitir á ári hverju þeim manni eða hópi sem hefur haft mikil áhrif á heiminn og fréttirnar á árinu viðurkenningu, hvort sem það hafi verið til góðs eða ills. Frans Páfi var á síðasta ári valinn maður ársins. Íslendingarnir fimm eru Gunnhildur Árnadóttir, Magna Björk Ólafsdóttir, Elín Jónsdóttir, Gísli Rafn Ólafsson og Hlín Baldvinsdóttir. Fjórir þessara starfsmanna héldu utan á vegum Rauða krossins. „Mér finnst þetta frábær niðurstaða hjá þeim. Þá er ég ekki bara að hugsa um Íslendingana heldur alla sem hafa lagt sitt af mörgum þarna úti. Fólk er að leggja sig í gífurlega hættu á hverjum einasta degi,“ segir Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarstarfssviðs. „Þetta er mikill heiður fyrir Rauða krossinn og aðra sem hafa unnið að ebólu frá upphafi,“ bætir hann við.Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarstarfssviðs.vísir/hariVísir náði tali af Gunnhildi Árnadóttur hjúkrunarfræðingi sem starfað hefur í Vestur-Afríku síðustu mánuði, en hún er nú stödd í Genf. „Ég kenni á námskeiðum fyrir fólk sem er á leiðinni út að vinna í ebólu fyrir alþjóðasamband Rauða krossins í Genf. En það er gott að þeir sem hafa unnið hörðum höndum fái þennan heiður fyrir sín verk,“ segir hún. Stjórn Rauða krossins ákvað á 90 ára afmæli samtakanna í gær að auka framlag sitt til baráttunnar gegn ebólu um áttatíu milljónir. Samtökin hafa þá alls veitt 135 milljónir króna í baráttuna. Ebólaveiran geisar enn í Vestur-Afríku þar sem rúmlega 17 þúsund tilfelli hafa komið upp og rúmlega sex þúsund látist. Þó er talið að raunverulegur fjöldi sé mun hærri. Innlegg frá Gisli Rafn Olafsson. Fréttir ársins 2014 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Fimm Íslendingar eru á meðal þeirra þeirra sem bandaríska tímaritið TIME hefur útnefnt sem fólk ársins. Þeir sem útnefndir eru eru allir þeir sem barist hafa gegn útbreiðslu ebóluveirunnar í Vestur-Afríku, en sá hópur skiptir þúsundum. TIME veitir á ári hverju þeim manni eða hópi sem hefur haft mikil áhrif á heiminn og fréttirnar á árinu viðurkenningu, hvort sem það hafi verið til góðs eða ills. Frans Páfi var á síðasta ári valinn maður ársins. Íslendingarnir fimm eru Gunnhildur Árnadóttir, Magna Björk Ólafsdóttir, Elín Jónsdóttir, Gísli Rafn Ólafsson og Hlín Baldvinsdóttir. Fjórir þessara starfsmanna héldu utan á vegum Rauða krossins. „Mér finnst þetta frábær niðurstaða hjá þeim. Þá er ég ekki bara að hugsa um Íslendingana heldur alla sem hafa lagt sitt af mörgum þarna úti. Fólk er að leggja sig í gífurlega hættu á hverjum einasta degi,“ segir Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarstarfssviðs. „Þetta er mikill heiður fyrir Rauða krossinn og aðra sem hafa unnið að ebólu frá upphafi,“ bætir hann við.Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarstarfssviðs.vísir/hariVísir náði tali af Gunnhildi Árnadóttur hjúkrunarfræðingi sem starfað hefur í Vestur-Afríku síðustu mánuði, en hún er nú stödd í Genf. „Ég kenni á námskeiðum fyrir fólk sem er á leiðinni út að vinna í ebólu fyrir alþjóðasamband Rauða krossins í Genf. En það er gott að þeir sem hafa unnið hörðum höndum fái þennan heiður fyrir sín verk,“ segir hún. Stjórn Rauða krossins ákvað á 90 ára afmæli samtakanna í gær að auka framlag sitt til baráttunnar gegn ebólu um áttatíu milljónir. Samtökin hafa þá alls veitt 135 milljónir króna í baráttuna. Ebólaveiran geisar enn í Vestur-Afríku þar sem rúmlega 17 þúsund tilfelli hafa komið upp og rúmlega sex þúsund látist. Þó er talið að raunverulegur fjöldi sé mun hærri. Innlegg frá Gisli Rafn Olafsson.
Fréttir ársins 2014 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira