Flugumferðarstjórnendur í London (Nats) segja að flugumferð sé smám saman að komast í lag eftir að loftrými yfir borginni var opnað aftur í kvöld. Miklar tafir eru þó á öllum flugum til og frá borginni.
Flugvél Icelandair til London seinkaði til að mynda um 1 og ½ tíma og verður því um klukkutíma seinkun á kvöldvél flugfélagsins frá London til Keflavíkur í kvöld, að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair.
Að sama skapi er um klukkutíma seinkun á flugi WOW air frá London í kvöld en fylgjast má með komutímum vélanna á vefsíðu Keflavíkurflugvallar.
Búið að opna loftrými London
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
