Endurheimti jólagjafir með hjálp Facebook Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. desember 2014 20:15 Eyrún Fríða lætur Mikael Andrason hafa gjafirnar. Andri Lúthersson, faðir drengsins og eiginmaður eiganda gjafanna, stendur hjá. vísir/ernir „Það er rétt, gjafirnar eru komnar í hendur þeirra sem keyptu þær,“ segir Eyrún Fríða Árnadóttir. Í gær fann hún á Laufásvegi innpakkaðar gjafir sem einhver hafði glatað. Hún lýsti í kjölfarið eftir eigandanum á Facebook og innan sólarhring voru gjafirnar komnar í réttar hendur á ný. „Þetta er í raun nokkuð skondið hvernig þetta gerðist. Sú sem týndi gjöfunum vissi ekki að hún hefði tapað þeim og notar ekki Facebook í þokkabót. Þannig það var ekki hún bar kennsl á þá,“ segir Eyrún. Sú sem týndi gjöfunum heitir Sigríður Laufey Gunnarsdóttir. Hún hafði verið að koma af Laugaveginum með fjöldann allan af pokum er sími hennar hringdi. Hún lagði pokana frá sér meðan hún talaði í símann en er hún hélt af stað á nýjan leik gleymdist pokinn með þessum gjöfum. „Pokinn innihélt jólagjöf og fimmtugsafmælisgjöf til systur minnar,“ segir Sigríður Laufey. Gjafirnar hafi verið í glærum, ómerktum poka og ekki verið mjög merkilegar á að líta. Líkt og áður segir notar Sigríður ekki Facebook og það var ekki hún sem kannaðist við gjafirnar. Aðspurð segist hún í raun ekki hafa haft hugmynd um að þær hafi verið týndar fyrr en hún fékk símtal og var spurð út í þær! Starfsfólk Spark Design á Klapparstíg kannaðist hins vegar við gjafapappírinn. Gjafirnar höfðu verið keyptar þar og pakkað inn af starfsmanni sem kannaðist við þær á myndinni. Starfsfólk fletti í kjölfarið upp færslum gærdagsins, hringdi í greiðslukortafyrirtækið og í kjölfarið fannst réttur eigandi. „Á gjöfunum var einkennandi slaufa sem er víst eingöngu hægt að fá í Spark Design. Þau púsluðu því saman að það hefði sennilega verið ég sem týndi þessu,“ segir Sigríður. „Mér finnst ótrúlega gott að gjafirnar séu þar sem þær eiga að vera og ég er þakklát öllum þeim sem deildu myndinni,“ segir Eyrún og bætir við að það sé ánægjulegt hve margir hafi aðstoðað. Ríflega 1.600 manns deildu myndinni á samskiptamiðlinum Facebook. „Þetta er í raun yndisleg jólasaga. Ég skil ekkert í henni [Eyrúnu] að nenna að standa í þessu, það hefði ekki hver sem er gert þetta. Þarna er á ferð sannur jólaandi og náungakærleikur,“ segir Sigríður. Hún segir að hún hafi ekki komist til að sækja pokann sjálf en sonur hennar og eiginmaður hafi gert það fyrir hana. Hún ætli sér þó að heimsækja Eyrúnu á næstu dögum og þakka henni fyrir. „Ætli ég fái mér samt ekki aðgang á Facebook úr þessu. Ég íhuga það allavega alvarlega,“ segir Sigríður að lokum. Jólafréttir Tengdar fréttir Þekkir þú þessar jólagjafir? Eyrún Fríða Árnadóttir lýsir á Facebook eftir eiganda þriggja jólagjafa sem hún fann á Laufásvegi. 18. desember 2014 21:23 Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fleiri fréttir Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Sjá meira
„Það er rétt, gjafirnar eru komnar í hendur þeirra sem keyptu þær,“ segir Eyrún Fríða Árnadóttir. Í gær fann hún á Laufásvegi innpakkaðar gjafir sem einhver hafði glatað. Hún lýsti í kjölfarið eftir eigandanum á Facebook og innan sólarhring voru gjafirnar komnar í réttar hendur á ný. „Þetta er í raun nokkuð skondið hvernig þetta gerðist. Sú sem týndi gjöfunum vissi ekki að hún hefði tapað þeim og notar ekki Facebook í þokkabót. Þannig það var ekki hún bar kennsl á þá,“ segir Eyrún. Sú sem týndi gjöfunum heitir Sigríður Laufey Gunnarsdóttir. Hún hafði verið að koma af Laugaveginum með fjöldann allan af pokum er sími hennar hringdi. Hún lagði pokana frá sér meðan hún talaði í símann en er hún hélt af stað á nýjan leik gleymdist pokinn með þessum gjöfum. „Pokinn innihélt jólagjöf og fimmtugsafmælisgjöf til systur minnar,“ segir Sigríður Laufey. Gjafirnar hafi verið í glærum, ómerktum poka og ekki verið mjög merkilegar á að líta. Líkt og áður segir notar Sigríður ekki Facebook og það var ekki hún sem kannaðist við gjafirnar. Aðspurð segist hún í raun ekki hafa haft hugmynd um að þær hafi verið týndar fyrr en hún fékk símtal og var spurð út í þær! Starfsfólk Spark Design á Klapparstíg kannaðist hins vegar við gjafapappírinn. Gjafirnar höfðu verið keyptar þar og pakkað inn af starfsmanni sem kannaðist við þær á myndinni. Starfsfólk fletti í kjölfarið upp færslum gærdagsins, hringdi í greiðslukortafyrirtækið og í kjölfarið fannst réttur eigandi. „Á gjöfunum var einkennandi slaufa sem er víst eingöngu hægt að fá í Spark Design. Þau púsluðu því saman að það hefði sennilega verið ég sem týndi þessu,“ segir Sigríður. „Mér finnst ótrúlega gott að gjafirnar séu þar sem þær eiga að vera og ég er þakklát öllum þeim sem deildu myndinni,“ segir Eyrún og bætir við að það sé ánægjulegt hve margir hafi aðstoðað. Ríflega 1.600 manns deildu myndinni á samskiptamiðlinum Facebook. „Þetta er í raun yndisleg jólasaga. Ég skil ekkert í henni [Eyrúnu] að nenna að standa í þessu, það hefði ekki hver sem er gert þetta. Þarna er á ferð sannur jólaandi og náungakærleikur,“ segir Sigríður. Hún segir að hún hafi ekki komist til að sækja pokann sjálf en sonur hennar og eiginmaður hafi gert það fyrir hana. Hún ætli sér þó að heimsækja Eyrúnu á næstu dögum og þakka henni fyrir. „Ætli ég fái mér samt ekki aðgang á Facebook úr þessu. Ég íhuga það allavega alvarlega,“ segir Sigríður að lokum.
Jólafréttir Tengdar fréttir Þekkir þú þessar jólagjafir? Eyrún Fríða Árnadóttir lýsir á Facebook eftir eiganda þriggja jólagjafa sem hún fann á Laufásvegi. 18. desember 2014 21:23 Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fleiri fréttir Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Sjá meira
Þekkir þú þessar jólagjafir? Eyrún Fríða Árnadóttir lýsir á Facebook eftir eiganda þriggja jólagjafa sem hún fann á Laufásvegi. 18. desember 2014 21:23