LG G3 síminn leysir G2 símann af hólmi en er þó langt frá því að vera einhver minniháttar uppfærsla að sögn Bjarka Guðmundssonar, sölumanns hjá Emobi.is. „Nánast allir þættir G3 símans eru endurbættir eða uppfærðir. Þar má fyrst nefna Snapdragon 801 fjórkjarna 2,5GHz örgjörva og 2 GB vinnsluminni auk þess sem hann styður allt að 128 GB microSD minniskort. Rafhlaðan á LG G3 símanum er líka mjög góð eða 3.000mAh.“
LG G3 síminn hefur líka frábæran QUAD HD skjá að sögn Bjarka. „Hann er mjög skýr og bjartur enda með upplausn upp á 2560 x 1440. Einnig er umgjörð símans mjög þunn svo að hann falli vel í hendi því þó skjárinn sé 5,5 tommur virkar hann alls ekki of stór. Einnig má nefna að síminn er með Knock Code skjálæsingu, Smart lyklaborð og svo styður hann QI þráðlausa hleðslu.“

Stutt er síðan tilkynnt var að LG G3 fengi Android 5.0 „Lollipop” uppfærsluna. „En það eru vitanlega mjög sterk skilaboð til þeirra viðskiptavina sem eiga LG G3 símann, vitandi að þeir munu fyrstir njóta ýmissa nýjunga og uppfærslna.“
LG G3 er á flottu tilboði hjá Emobi.is á einungis 79.900 kr.
Allar nánari upplýsingar má finna á www.emobi.is.