Hefur aðeins horft á fyrsta tapið einu sinni á myndbandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. desember 2014 12:00 Gunnar Nelson varð undir gegn Rick Story. vísir/getty Gunnar Nelson hefur tekið því rólega síðan hann tapaði fyrsta MMA-bardaganum á ferlinum gegn Rick Story í október. Hann hefur eytt tímanum með fjölskyldunni og verið duglegur að æfa, en á dögunum var hann í Danmörku að kenna á MMA-námskeiði fyrir UFC-bardagasambandið. „Ég tók mér kannski smá frí, en ég hef mætt í æfingasalinn nánast daglega. Þetta hefur verið rólegur tími þar sem það er ekkert á dagskránni. Ég hef getað eytt tímanum með fjölskyldunni, æft á mínum hraða og unnið í nýjum hlutum,“ segir Gunnar í viðtali við tímaritið Fighters Only.vísir/gettyGunnar segist aðeins hafa horft á myndband af fyrsta tapinu einu sinni, en segist nógu snjall þegar kemur að blönduðum bardagalistum til að vita hann þurfi að læra sína lexíu. „Ég lærði mikið af síðasta bardaga. Þetta var langur og erfiður bardagi og það er ýmislegt sem ég get tekið með mér úr honum. Það eru líka hlutir sem ég verð að skilja eftir,“ segir Gunnar, en hvað hefði hann átt að gera betur gegn Story? „Ég festist í ákveðnum hreyfingum - ég hefði getað hreyft mig mun frjálslegar. Það er eitthvað sem ég hef vanalega gert mjög vel því ég er með gott jafnvægi. Mér fannst ég nokkuð stífur í þessum bardaga.“ Enginn bardagi er á dagskránni hjá Gunnari á næstunni, en hann mun hjálpa vini sínum og verðandi ofurstjörnunni Conor McGregor að æfa fyrir risabardaga hans gegn Dennis Siver í janúar. „Ég held að Conor komi kannski til Íslands til að æfa. Ef ekki þá skrepp ég yfir tl Dyflinnar og hjálpa strákunum. Það er engin spurning. Þetta er mitt lið og þar eiga menn stóra bardaga í janúar. Ég mun klárlega hjálpa þeim,“ segir Gunnar. Aðspurður hvenær hann sjálfur ætli að snúa aftur stefnir Gunnar á endurkomu í janúar og hann sé þá tilbúinn til að berjast við hvern sem er. MMA Tengdar fréttir Gunnar tapaði á stigum Gunnar Nelson tapaði sínum fyrsta bardaga í blönduðum bardagalistum á stigum gegn Rick Story. 4. október 2014 17:07 Fyrsta tap Gunnars Nelson | Myndir Rick Story hafði betur í bardaganum í Stokkhólmi. 4. október 2014 21:13 Ótrúlegur ferill Gunnars Nelson Augu Íslands verða á Stokkhólmi annað kvöld þar sem okkar maður stígur í búrið og mætir Bandaríkjamanninum Rick Story. 3. október 2014 07:00 Gunnar á leið í sneiðmyndatöku Haraldur Nelson faðir Gunnars Nelson var í viðtali á Bylgjunni strax eftir tap Gunnars gegn Rick Story í UFC í Stokkhólmi í kvöld. 4. október 2014 21:30 Sjáðu bardaga Gunnars í heild sinni í lýsingu Bubba og Dóra DNA Gunnar Nelson tapaði í fyrsta skipti á ferlinum fyrir Bandaríkjamanninum Rick Story í Stokkhólmi í gærkvöldi. 5. október 2014 10:51 Story: Vildi ekki hlaupa inn í eldinn með Gunnari Það var mjög sérstakt að sjá Rick Story á blaðamannafundinum eftir bardagann við Gunnar Nelson. Þar fór ekki maður sem leit út fyrir að hafa lagt andstæðing sinn. 4. október 2014 23:01 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira
Gunnar Nelson hefur tekið því rólega síðan hann tapaði fyrsta MMA-bardaganum á ferlinum gegn Rick Story í október. Hann hefur eytt tímanum með fjölskyldunni og verið duglegur að æfa, en á dögunum var hann í Danmörku að kenna á MMA-námskeiði fyrir UFC-bardagasambandið. „Ég tók mér kannski smá frí, en ég hef mætt í æfingasalinn nánast daglega. Þetta hefur verið rólegur tími þar sem það er ekkert á dagskránni. Ég hef getað eytt tímanum með fjölskyldunni, æft á mínum hraða og unnið í nýjum hlutum,“ segir Gunnar í viðtali við tímaritið Fighters Only.vísir/gettyGunnar segist aðeins hafa horft á myndband af fyrsta tapinu einu sinni, en segist nógu snjall þegar kemur að blönduðum bardagalistum til að vita hann þurfi að læra sína lexíu. „Ég lærði mikið af síðasta bardaga. Þetta var langur og erfiður bardagi og það er ýmislegt sem ég get tekið með mér úr honum. Það eru líka hlutir sem ég verð að skilja eftir,“ segir Gunnar, en hvað hefði hann átt að gera betur gegn Story? „Ég festist í ákveðnum hreyfingum - ég hefði getað hreyft mig mun frjálslegar. Það er eitthvað sem ég hef vanalega gert mjög vel því ég er með gott jafnvægi. Mér fannst ég nokkuð stífur í þessum bardaga.“ Enginn bardagi er á dagskránni hjá Gunnari á næstunni, en hann mun hjálpa vini sínum og verðandi ofurstjörnunni Conor McGregor að æfa fyrir risabardaga hans gegn Dennis Siver í janúar. „Ég held að Conor komi kannski til Íslands til að æfa. Ef ekki þá skrepp ég yfir tl Dyflinnar og hjálpa strákunum. Það er engin spurning. Þetta er mitt lið og þar eiga menn stóra bardaga í janúar. Ég mun klárlega hjálpa þeim,“ segir Gunnar. Aðspurður hvenær hann sjálfur ætli að snúa aftur stefnir Gunnar á endurkomu í janúar og hann sé þá tilbúinn til að berjast við hvern sem er.
MMA Tengdar fréttir Gunnar tapaði á stigum Gunnar Nelson tapaði sínum fyrsta bardaga í blönduðum bardagalistum á stigum gegn Rick Story. 4. október 2014 17:07 Fyrsta tap Gunnars Nelson | Myndir Rick Story hafði betur í bardaganum í Stokkhólmi. 4. október 2014 21:13 Ótrúlegur ferill Gunnars Nelson Augu Íslands verða á Stokkhólmi annað kvöld þar sem okkar maður stígur í búrið og mætir Bandaríkjamanninum Rick Story. 3. október 2014 07:00 Gunnar á leið í sneiðmyndatöku Haraldur Nelson faðir Gunnars Nelson var í viðtali á Bylgjunni strax eftir tap Gunnars gegn Rick Story í UFC í Stokkhólmi í kvöld. 4. október 2014 21:30 Sjáðu bardaga Gunnars í heild sinni í lýsingu Bubba og Dóra DNA Gunnar Nelson tapaði í fyrsta skipti á ferlinum fyrir Bandaríkjamanninum Rick Story í Stokkhólmi í gærkvöldi. 5. október 2014 10:51 Story: Vildi ekki hlaupa inn í eldinn með Gunnari Það var mjög sérstakt að sjá Rick Story á blaðamannafundinum eftir bardagann við Gunnar Nelson. Þar fór ekki maður sem leit út fyrir að hafa lagt andstæðing sinn. 4. október 2014 23:01 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira
Gunnar tapaði á stigum Gunnar Nelson tapaði sínum fyrsta bardaga í blönduðum bardagalistum á stigum gegn Rick Story. 4. október 2014 17:07
Fyrsta tap Gunnars Nelson | Myndir Rick Story hafði betur í bardaganum í Stokkhólmi. 4. október 2014 21:13
Ótrúlegur ferill Gunnars Nelson Augu Íslands verða á Stokkhólmi annað kvöld þar sem okkar maður stígur í búrið og mætir Bandaríkjamanninum Rick Story. 3. október 2014 07:00
Gunnar á leið í sneiðmyndatöku Haraldur Nelson faðir Gunnars Nelson var í viðtali á Bylgjunni strax eftir tap Gunnars gegn Rick Story í UFC í Stokkhólmi í kvöld. 4. október 2014 21:30
Sjáðu bardaga Gunnars í heild sinni í lýsingu Bubba og Dóra DNA Gunnar Nelson tapaði í fyrsta skipti á ferlinum fyrir Bandaríkjamanninum Rick Story í Stokkhólmi í gærkvöldi. 5. október 2014 10:51
Story: Vildi ekki hlaupa inn í eldinn með Gunnari Það var mjög sérstakt að sjá Rick Story á blaðamannafundinum eftir bardagann við Gunnar Nelson. Þar fór ekki maður sem leit út fyrir að hafa lagt andstæðing sinn. 4. október 2014 23:01