Rannsaka hvort Norður-Kórea sé á bakvið tölvuárásina Aðalsteinn Kjartansson skrifar 4. desember 2014 22:55 Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu. Vísir/AFP Bandarísk yfirvöld telja líklegt að Norður-Kórea sé á bakvið árás sem gerð var á tölvukerfi Sony í síðustu viku. Fréttastofan Reuters hefur það eftir ónafngreindum heimildarmanni í þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna. Árásin átti sér stað þann 24. nóvember síðastliðinn og er málið til rannsóknar hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI. Tölvuþrjótarnir á bakvið árásina náðu miklu magni af upplýsingum af tölvukerfi Sony og í það minnsta hluti þeirra gagna hafa verið birtar á netinu. Heimildarmaður Reuters, sem tjáði sig með því skilyrði að nafn hans yrði ekki birt, sagði að rannsóknin beindist að fleirum en stjórnvöldum í Pyongyang og að of snemmt væri að fullyrða að norðurkóreskir hakkarar væru sökudólgarnir. Meðal gagna sem lekið hafa á netið úr innbrotinu eru óútgefnar kvikmyndir frá Sony. Þá hafa einnig verið birt laun aðalleikaranna í myndinni The Interview, en hún hefur vakið hörð viðbrögð ráðamanna í Norður-Kóreu. Söguþráður myndarinnar snýst um tilraun til að ráða Kim Jong-un einræðisherra ríkisins bana.Bandaríska tæknisíðan The Verge greindi frá því í kvöld að tölvuöryggisfyrirtækið AlienVault hafi með rannsóknum sínum á hugbúnaðinum sem notaður var í árásinni komist að þeirri niðurstöðu að hugbúnaðurinn hafi verið settur saman á tölvu sem stillt væri á kóresku. Þykir það renna stoðum undir kenningar um aðild Norður-Kóreu að innbrotinu. Sony-hakkið Tengdar fréttir Forritið sem felldi Sony var skrifað á kóreska tölvu Norðurkóreskur embættismaður segir stjórnvöld ekki hafa átt aðkomu að árásinni. 4. desember 2014 18:11 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Bandarísk yfirvöld telja líklegt að Norður-Kórea sé á bakvið árás sem gerð var á tölvukerfi Sony í síðustu viku. Fréttastofan Reuters hefur það eftir ónafngreindum heimildarmanni í þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna. Árásin átti sér stað þann 24. nóvember síðastliðinn og er málið til rannsóknar hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI. Tölvuþrjótarnir á bakvið árásina náðu miklu magni af upplýsingum af tölvukerfi Sony og í það minnsta hluti þeirra gagna hafa verið birtar á netinu. Heimildarmaður Reuters, sem tjáði sig með því skilyrði að nafn hans yrði ekki birt, sagði að rannsóknin beindist að fleirum en stjórnvöldum í Pyongyang og að of snemmt væri að fullyrða að norðurkóreskir hakkarar væru sökudólgarnir. Meðal gagna sem lekið hafa á netið úr innbrotinu eru óútgefnar kvikmyndir frá Sony. Þá hafa einnig verið birt laun aðalleikaranna í myndinni The Interview, en hún hefur vakið hörð viðbrögð ráðamanna í Norður-Kóreu. Söguþráður myndarinnar snýst um tilraun til að ráða Kim Jong-un einræðisherra ríkisins bana.Bandaríska tæknisíðan The Verge greindi frá því í kvöld að tölvuöryggisfyrirtækið AlienVault hafi með rannsóknum sínum á hugbúnaðinum sem notaður var í árásinni komist að þeirri niðurstöðu að hugbúnaðurinn hafi verið settur saman á tölvu sem stillt væri á kóresku. Þykir það renna stoðum undir kenningar um aðild Norður-Kóreu að innbrotinu.
Sony-hakkið Tengdar fréttir Forritið sem felldi Sony var skrifað á kóreska tölvu Norðurkóreskur embættismaður segir stjórnvöld ekki hafa átt aðkomu að árásinni. 4. desember 2014 18:11 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Forritið sem felldi Sony var skrifað á kóreska tölvu Norðurkóreskur embættismaður segir stjórnvöld ekki hafa átt aðkomu að árásinni. 4. desember 2014 18:11