UFC 181: Hvað gerir Pettis gegn Melendez? Pétur Marinó Jónsson skrifar 5. desember 2014 22:45 UFC 181 fer fram annað kvöld og eru tveir titilbardagar á dagskrá. Anthony Pettis og Johny Hendricks munu báðir verja belti sitt í fyrsta sinn en bardagakvöldið hefst kl 3 aðfaranótt sunnudags á Stöð 2 Sport. Aðalbardagi kvöldsins er titilbardagi í veltivigtinni þar sem Johny Hendricks mætir Robbie Lawler. Áður en sá bardagi fer fram er gríðarlega spennandi titilbardagi í léttvigtinni þar sem meistarinn Anthony Pettis mætir Gilbert Melendez. Anthony Pettis er einn hæfileikaríkasti bardagamaður heims um þessar mundir og gríðarlega spennandi áhorfs. Hann er með flott og óhefðbundin spörk en á sama tíma hitta þessi spörk ótrúlega vel. Hann er þekktur fyrir hið svo kallaða „Showtime kick” eftir að hann stökk á búrið og sparkaði í höfuð Ben Henderson í fyrsta bardaga þeirra (sjá í myndbandinu hér að ofan). Hann leyfir sér að taka óhefðbundin spörk sem geta komið honum í erfiða stöðu á bakinu en því miður fyrir andstæðinga hans er hann líka hættulegur þar. Það kom bersýnilega í ljós þegar hann sigraði léttvigtartitilinn í ágúst í fyrra. Eftir að hafa sparkað þáverandi meistara, Ben Henderson, sundur og saman tók hann handahlaupsspark sem hitti ekki og endaði hann á bakinu fyrir vikið. Af bakinu náði hann Henderson í „armbar” með þeim afleiðingum að hönd Henderson brotnaði áður en hann gafst upp. Aðdáendur Pettis bíða í ofvæni eftir að sjá hann en því miður hafa tækifærin á að sjá hann verið af skornum skammti. Meiðsli og upptökur á þættinum The Ultimate Fighter hafa haldið honum frá keppni síðan í ágúst 2013. Nú fá aðdáendur loks tækifæri á að sjá þennan frábæra bardagamann sína listir sínar á UFC 181. Andstæðingur hans er hugsanlega sá erfiðasti hingað til, Gilbert Melendez. Pettis er þekktur fyrir að klára andstæðinga en það gæti reynst erfitt gegn Melendez enda hefur hann aldrei tapað eftir rothögg eða uppgjafartök. Nánar má lesa um Gilbert Melendez á síðu MMA Frétta hér. Bardaginn annað kvöld ætti að verða frábær skemmtun sem bardagaaðdáendur mega ekki missa af! MMA Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Fleiri fréttir Þurfa stelpurnar okkar kannski bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Sjá meira
UFC 181 fer fram annað kvöld og eru tveir titilbardagar á dagskrá. Anthony Pettis og Johny Hendricks munu báðir verja belti sitt í fyrsta sinn en bardagakvöldið hefst kl 3 aðfaranótt sunnudags á Stöð 2 Sport. Aðalbardagi kvöldsins er titilbardagi í veltivigtinni þar sem Johny Hendricks mætir Robbie Lawler. Áður en sá bardagi fer fram er gríðarlega spennandi titilbardagi í léttvigtinni þar sem meistarinn Anthony Pettis mætir Gilbert Melendez. Anthony Pettis er einn hæfileikaríkasti bardagamaður heims um þessar mundir og gríðarlega spennandi áhorfs. Hann er með flott og óhefðbundin spörk en á sama tíma hitta þessi spörk ótrúlega vel. Hann er þekktur fyrir hið svo kallaða „Showtime kick” eftir að hann stökk á búrið og sparkaði í höfuð Ben Henderson í fyrsta bardaga þeirra (sjá í myndbandinu hér að ofan). Hann leyfir sér að taka óhefðbundin spörk sem geta komið honum í erfiða stöðu á bakinu en því miður fyrir andstæðinga hans er hann líka hættulegur þar. Það kom bersýnilega í ljós þegar hann sigraði léttvigtartitilinn í ágúst í fyrra. Eftir að hafa sparkað þáverandi meistara, Ben Henderson, sundur og saman tók hann handahlaupsspark sem hitti ekki og endaði hann á bakinu fyrir vikið. Af bakinu náði hann Henderson í „armbar” með þeim afleiðingum að hönd Henderson brotnaði áður en hann gafst upp. Aðdáendur Pettis bíða í ofvæni eftir að sjá hann en því miður hafa tækifærin á að sjá hann verið af skornum skammti. Meiðsli og upptökur á þættinum The Ultimate Fighter hafa haldið honum frá keppni síðan í ágúst 2013. Nú fá aðdáendur loks tækifæri á að sjá þennan frábæra bardagamann sína listir sínar á UFC 181. Andstæðingur hans er hugsanlega sá erfiðasti hingað til, Gilbert Melendez. Pettis er þekktur fyrir að klára andstæðinga en það gæti reynst erfitt gegn Melendez enda hefur hann aldrei tapað eftir rothögg eða uppgjafartök. Nánar má lesa um Gilbert Melendez á síðu MMA Frétta hér. Bardaginn annað kvöld ætti að verða frábær skemmtun sem bardagaaðdáendur mega ekki missa af!
MMA Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Fleiri fréttir Þurfa stelpurnar okkar kannski bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Sjá meira