Í meðfylgjandi myndbandi má sjá blaðamannafund Tiger eftir hringinn í gær þar sem augljóst er að hann er veikur og kraftlítill.
„Þetta var ekki auðvelt. Ég barðist af krafti og gaf allt sem ég gat,“ sagði Tiger Woods á blaðamannafundinum.
„Ég var ekkert of góður í byrjun og hélt ég gæti haldið áfram og ef hitinn færi niður þá yrði þetta í lagi. Það gerðist á fyrri níu holunum.
„Ég hef ælt klukkustundum saman. Þið þekkið mig, ég vil keppa og ef ég get leikið þá geri ég það. Ég gef allt í þetta.
„Þetta var ekki sársaukafult, ég var bara slappur. Ég var með meiri hita í gær en var flökurt og ældi fyrir hringinn og á hringnum í dag. Það var ekki vandamál í gær,“ sagði Tiger meðal annars í myndbandinu hér að neðan.