Dortmund á botninum | Versta byrjun í sögu félagsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. nóvember 2014 22:30 Það var þungt yfir Klopp eftir leikinn í dag. vísir/getty Staða Borussia Dortmund í þýsku Bundesligunni í fótbolta versnaði enn frekar þegar liðið tapaði fyrir Frankfurt á útivelli í dag. Dortmund situr nú í 18. og neðsta sæti Bundesligunnar með 11 stig, en þetta er versta byrjun í sögu félagsins. Dortmund hefur aðeins unnið þrjá af 13 leikjum sínum í deildinni og ljóst er einhver breyting þarf að verða á ef ekki á illa að fara. Aðeins tvö ár eru síðan liðið varð tvöfaldur meistari í Þýskalandi og fyrir ári lék liðið til úrslita í Meistaradeild Evrópu. Fall liðsins er því talsvert á skömmum tíma.Klopp hughreystir sína menn.vísir/gettyJürgen Klopp, knattspyrnustjóri Dortmund, sagðist í viðtali eftir leikinn gegn Frankfurt taka fulla ábyrgð á slöku gengi liðsins. Hann sagði ennfremur að hann væri ekki á förum. „Það verður ekki skipt um þjálfara. Ég get stokkið frá borði. Ég get ekki farið fyrr en það finnst betri lausn,“ sagði Klopp sem hefur stýrt Dortmund frá árinu 2008. Undir hans stjórn varð liðið þýskur meistari 2011 og 2012 og bikarmeistari 2012. Þá komst Dortmund alla leið í úrslit Meistaradeildarinnar 2013, eins og áður sagði. Síðustu tvö tímabil hefur Dortmund endað í 2. sæti Bundesligunnar á eftir Bayern München.Shinji Kagawa og félagar komust lítt áleiðis gegn Frankfurt í dag.vísir/gettyLiðið varð hins vegar fyrir miklu áfalli þegar pólski framherjinn Robert Lewandowski gekk til liðsins við Bayern í sumar, en Dortmund hefur ekki tekist að fylla það skarð. Tveir framherjar voru keyptir í stað Lewandowskis, Adrian Ramos og Ciro Immobile, en þeir hafa aðeins skorað fjögur mörk samtals í deildinni. Þá hafa meiðsli lykilmanna á borð við Marco Reus og Mats Hummels ekki hjálpað til, en þeir hafa báðir verið orðaðir við brotthvarf frá félaginu. Þrátt fyrir hörmungargengið gengur Dortmund flest í haginn í Meistaradeildinni, en liðið er þegar búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitunum. Dortmund tekur á móti Hoffenheim í næsta leik sínum í þýsku deildinni á föstudaginn. Þýski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Í beinni: Fram - Breiðablik | Fátt stöðvar Blikana þessa dagana Í beinni: Þór/KA - Valur | Pressa á Valskonum Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Stjarnan hoppar upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Sjá meira
Staða Borussia Dortmund í þýsku Bundesligunni í fótbolta versnaði enn frekar þegar liðið tapaði fyrir Frankfurt á útivelli í dag. Dortmund situr nú í 18. og neðsta sæti Bundesligunnar með 11 stig, en þetta er versta byrjun í sögu félagsins. Dortmund hefur aðeins unnið þrjá af 13 leikjum sínum í deildinni og ljóst er einhver breyting þarf að verða á ef ekki á illa að fara. Aðeins tvö ár eru síðan liðið varð tvöfaldur meistari í Þýskalandi og fyrir ári lék liðið til úrslita í Meistaradeild Evrópu. Fall liðsins er því talsvert á skömmum tíma.Klopp hughreystir sína menn.vísir/gettyJürgen Klopp, knattspyrnustjóri Dortmund, sagðist í viðtali eftir leikinn gegn Frankfurt taka fulla ábyrgð á slöku gengi liðsins. Hann sagði ennfremur að hann væri ekki á förum. „Það verður ekki skipt um þjálfara. Ég get stokkið frá borði. Ég get ekki farið fyrr en það finnst betri lausn,“ sagði Klopp sem hefur stýrt Dortmund frá árinu 2008. Undir hans stjórn varð liðið þýskur meistari 2011 og 2012 og bikarmeistari 2012. Þá komst Dortmund alla leið í úrslit Meistaradeildarinnar 2013, eins og áður sagði. Síðustu tvö tímabil hefur Dortmund endað í 2. sæti Bundesligunnar á eftir Bayern München.Shinji Kagawa og félagar komust lítt áleiðis gegn Frankfurt í dag.vísir/gettyLiðið varð hins vegar fyrir miklu áfalli þegar pólski framherjinn Robert Lewandowski gekk til liðsins við Bayern í sumar, en Dortmund hefur ekki tekist að fylla það skarð. Tveir framherjar voru keyptir í stað Lewandowskis, Adrian Ramos og Ciro Immobile, en þeir hafa aðeins skorað fjögur mörk samtals í deildinni. Þá hafa meiðsli lykilmanna á borð við Marco Reus og Mats Hummels ekki hjálpað til, en þeir hafa báðir verið orðaðir við brotthvarf frá félaginu. Þrátt fyrir hörmungargengið gengur Dortmund flest í haginn í Meistaradeildinni, en liðið er þegar búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitunum. Dortmund tekur á móti Hoffenheim í næsta leik sínum í þýsku deildinni á föstudaginn.
Þýski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Í beinni: Fram - Breiðablik | Fátt stöðvar Blikana þessa dagana Í beinni: Þór/KA - Valur | Pressa á Valskonum Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Stjarnan hoppar upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Sjá meira