Byggð sem fær göng gæti misst þjónustu Kristján Már Unnarsson skrifar 20. nóvember 2014 21:45 Þótt nýjum jarðgöngum sé jafnan fagnað innilega hafa þau einnig leitt til þess að byggðir missa margs kyns starfsemi þegar þjónustusvæði stækka. Þessa eru menn minnugir á Austfjörðum nú þegar hyllir undir ný Norðfjarðargöng. Búið er að grafa yfir fjóra kílómetra eða rúmlega helminginn af göngunum milli Eskifjarðar og Norðfjarðar en áformað er að þau verði opnuð árið 2017. Norðfirðingar gera sér grein fyrir að göngin valda byltingu sem þeir eru þegar farnir að búa sig undir.Áformað er að Norðfjarðargöng verði opnuð umferð árið 2017.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Við heyrðum Fáskrúðsfirðinga nýlega í þættinum „Um land allt" lýsa jarðgöngunum sem þeir fengu sem stórkostlegum. Og það er jafnan viðkvæðið í þeim byggðum sem fá slíka samgöngubót. En það er líka annað sem gerist þegar leiðir styttast, eins og þeir fundu fyrir á Fáskrúðsfirði. Fyrirtæki og stofnanir sáu færi á að hagræða í verslun og margskyns þjónustu. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir að á Fáskrúðsfirði hafi menn misst ákveðna þjónustu, eins og póstþjónustu, banka og apótek. Þar hafa menn reynt að mæta þessum samdrætti með því að draga fram eigin sérstöðu. Uppbygging franska spítalans og hótelsins séu liður í þessu, að mati Páls Björgvins. Vegna ganganna hafi aðrir greiðari aðgang til Fáskrúðsfjarðar.Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, með Norðfjarðarhöfn í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Við stöndum frammi fyrir því að það sé bara meira krefjandi verkefni að búa til þjónustu hér sem aðrir koma þá til með að sækja,“ segir bæjarstjórinn. Norðfirðingar hafa nú rúm tvö ár til að búa sig undir að missa hugsanlega einhverja starfsemi eða kannski bæta einhverri annarri við. Í Neskaupstað verði að hugsa um hvaða þjónustu sé hægt að bjóða þar til framtíðar, segir Páll Björgvin. „Þannig að þetta virkar í báðar áttir þegar göngin verða opnuð.“ Fjarðabyggð Samgöngur Um land allt Tengdar fréttir Norðfjarðarhöfn þyrfti að stækka enn meira Áttahundruð milljóna króna framkvæmdir við stækkun Norðfjarðarhafnar standa nú yfir. Svo mikil er skipaumferðin um höfnina að farið er að huga að enn meiri stækkun. 14. nóvember 2014 20:30 Fá urmul skrautsteina úr Norðfjarðargöngum Borun Norðfjarðarganga er nú hálfnuð. Inni í fjallinu hafa bormennirnir fundið óvæntan glaðning. 5. nóvember 2014 18:45 Austasti bær landsins lengist enn til austurs Einn lengsti bær á Íslandi, Neskaupstaður, er að lengjast enn frekar því nú er raðhúsalengja að bætast við. 6. nóvember 2014 19:00 Tonnin flæða inn og út í mestu fiskihöfn landsins Norðfjarðarhöfn er orðin umsvifamesta fiskihöfn Íslands. 29. október 2014 20:00 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Þótt nýjum jarðgöngum sé jafnan fagnað innilega hafa þau einnig leitt til þess að byggðir missa margs kyns starfsemi þegar þjónustusvæði stækka. Þessa eru menn minnugir á Austfjörðum nú þegar hyllir undir ný Norðfjarðargöng. Búið er að grafa yfir fjóra kílómetra eða rúmlega helminginn af göngunum milli Eskifjarðar og Norðfjarðar en áformað er að þau verði opnuð árið 2017. Norðfirðingar gera sér grein fyrir að göngin valda byltingu sem þeir eru þegar farnir að búa sig undir.Áformað er að Norðfjarðargöng verði opnuð umferð árið 2017.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Við heyrðum Fáskrúðsfirðinga nýlega í þættinum „Um land allt" lýsa jarðgöngunum sem þeir fengu sem stórkostlegum. Og það er jafnan viðkvæðið í þeim byggðum sem fá slíka samgöngubót. En það er líka annað sem gerist þegar leiðir styttast, eins og þeir fundu fyrir á Fáskrúðsfirði. Fyrirtæki og stofnanir sáu færi á að hagræða í verslun og margskyns þjónustu. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir að á Fáskrúðsfirði hafi menn misst ákveðna þjónustu, eins og póstþjónustu, banka og apótek. Þar hafa menn reynt að mæta þessum samdrætti með því að draga fram eigin sérstöðu. Uppbygging franska spítalans og hótelsins séu liður í þessu, að mati Páls Björgvins. Vegna ganganna hafi aðrir greiðari aðgang til Fáskrúðsfjarðar.Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, með Norðfjarðarhöfn í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Við stöndum frammi fyrir því að það sé bara meira krefjandi verkefni að búa til þjónustu hér sem aðrir koma þá til með að sækja,“ segir bæjarstjórinn. Norðfirðingar hafa nú rúm tvö ár til að búa sig undir að missa hugsanlega einhverja starfsemi eða kannski bæta einhverri annarri við. Í Neskaupstað verði að hugsa um hvaða þjónustu sé hægt að bjóða þar til framtíðar, segir Páll Björgvin. „Þannig að þetta virkar í báðar áttir þegar göngin verða opnuð.“
Fjarðabyggð Samgöngur Um land allt Tengdar fréttir Norðfjarðarhöfn þyrfti að stækka enn meira Áttahundruð milljóna króna framkvæmdir við stækkun Norðfjarðarhafnar standa nú yfir. Svo mikil er skipaumferðin um höfnina að farið er að huga að enn meiri stækkun. 14. nóvember 2014 20:30 Fá urmul skrautsteina úr Norðfjarðargöngum Borun Norðfjarðarganga er nú hálfnuð. Inni í fjallinu hafa bormennirnir fundið óvæntan glaðning. 5. nóvember 2014 18:45 Austasti bær landsins lengist enn til austurs Einn lengsti bær á Íslandi, Neskaupstaður, er að lengjast enn frekar því nú er raðhúsalengja að bætast við. 6. nóvember 2014 19:00 Tonnin flæða inn og út í mestu fiskihöfn landsins Norðfjarðarhöfn er orðin umsvifamesta fiskihöfn Íslands. 29. október 2014 20:00 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Norðfjarðarhöfn þyrfti að stækka enn meira Áttahundruð milljóna króna framkvæmdir við stækkun Norðfjarðarhafnar standa nú yfir. Svo mikil er skipaumferðin um höfnina að farið er að huga að enn meiri stækkun. 14. nóvember 2014 20:30
Fá urmul skrautsteina úr Norðfjarðargöngum Borun Norðfjarðarganga er nú hálfnuð. Inni í fjallinu hafa bormennirnir fundið óvæntan glaðning. 5. nóvember 2014 18:45
Austasti bær landsins lengist enn til austurs Einn lengsti bær á Íslandi, Neskaupstaður, er að lengjast enn frekar því nú er raðhúsalengja að bætast við. 6. nóvember 2014 19:00
Tonnin flæða inn og út í mestu fiskihöfn landsins Norðfjarðarhöfn er orðin umsvifamesta fiskihöfn Íslands. 29. október 2014 20:00