Mikil völd en engin ábyrgð Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 22. nóvember 2014 22:46 Aðstoðarmenn ráðherra hafa enga heimild til að óska eftir gögnum um einstök mál sem heyra undir ráðherra sem stjórnvaldshafa heldur einungis um pólitísk mál og mál sem varða stefnumótun, samkvæmt upplýsingum frá Ragnhildi Hjaltadóttur, ráðuneytisstjóra í innanríkisráðuneytinu, til fréttastofu Stöðvar 2. Sú stjórnsýsluvenja hefur þó myndast að starfsfólk ráðuneytisins geti komið fram fyrir hönd ráðherra. Þetta virðist þó ekki hafa verið skilningur lögreglustjóra Suðurnesja þegar hún sendi aðstoðarmanni ráðherra greinargerð um Tony Omos og mál sem tengdust hælisumsókn hans. „Innanríkisráðherra er æðsti yfirmaður lögreglu. Ef ráðuneytið biður um eitthvað fær ráðuneytið það sem það biður um. Í fyrsta lagi vissi ég ekki að hann hefði ekki rétt á að fá þetta. Hann hringir fyrir ráðherra, hann hringir fyrir ráðuneytið,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir í viðtali við RÚV í hádeginu. Ráðherra hefur almenna heimild til að afla gagna frá stjórnvöldum til að sinna eftirlitshlutverki sínu. Rannsókn lögreglu á sakamálum og meðferð ákæruvalds lýtur hins vegar ekki eftirliti ráðherra heldur ríkissaksóknara. „Eftirlitshlutverk ráðuneytisins snýr að því að hafa almennt eftirlit og almennt eftirlit með því hvernig málið gekk fyrir sig og málsmeðferð. Það eru þær upplýsingar sem ráðuneytið getur kallað eftir en ekki upplýsingar í mjög persónulegum málum til þess að nota í almennri afgreiðslu mála inni í ráðuneytinu.“ Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur, segir aðstoðarmenn ráðherra hafa gríðarleg völd í skjóli ráðherrans en þau séu einungis óformleg. Þeir beri enga pólitíska ábyrgð. Það þurfi að skoða þetta alveg upp á nýtt. „Þegar aðstoðarmaður ráðherra snýr sér beint til embættismanna eða forstöðumanna úti í bæ, þá geta þeir forstöðumenn og embættismenn litið svo á að hann sé að tala fyrir hönd ráðherrans og biðja um upplýsingar fyrir ráðherrann. Það sem er afleitt í þessu máli er það að þessi upplýsingabeiðni skyldi ekki hafa farið eftir formlegum leiðum ráðuneytisins þar sem búið er að filtera hverjir eiga að hafa aðgang að hvaða málum og hvers kyns upplýsingum. Það er alvarleiki málsins sem gerir það að verkum að þarna hafnar embættismaður í vondri og erfiðri stöðu.“ Lekamálið Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Sjá meira
Aðstoðarmenn ráðherra hafa enga heimild til að óska eftir gögnum um einstök mál sem heyra undir ráðherra sem stjórnvaldshafa heldur einungis um pólitísk mál og mál sem varða stefnumótun, samkvæmt upplýsingum frá Ragnhildi Hjaltadóttur, ráðuneytisstjóra í innanríkisráðuneytinu, til fréttastofu Stöðvar 2. Sú stjórnsýsluvenja hefur þó myndast að starfsfólk ráðuneytisins geti komið fram fyrir hönd ráðherra. Þetta virðist þó ekki hafa verið skilningur lögreglustjóra Suðurnesja þegar hún sendi aðstoðarmanni ráðherra greinargerð um Tony Omos og mál sem tengdust hælisumsókn hans. „Innanríkisráðherra er æðsti yfirmaður lögreglu. Ef ráðuneytið biður um eitthvað fær ráðuneytið það sem það biður um. Í fyrsta lagi vissi ég ekki að hann hefði ekki rétt á að fá þetta. Hann hringir fyrir ráðherra, hann hringir fyrir ráðuneytið,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir í viðtali við RÚV í hádeginu. Ráðherra hefur almenna heimild til að afla gagna frá stjórnvöldum til að sinna eftirlitshlutverki sínu. Rannsókn lögreglu á sakamálum og meðferð ákæruvalds lýtur hins vegar ekki eftirliti ráðherra heldur ríkissaksóknara. „Eftirlitshlutverk ráðuneytisins snýr að því að hafa almennt eftirlit og almennt eftirlit með því hvernig málið gekk fyrir sig og málsmeðferð. Það eru þær upplýsingar sem ráðuneytið getur kallað eftir en ekki upplýsingar í mjög persónulegum málum til þess að nota í almennri afgreiðslu mála inni í ráðuneytinu.“ Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur, segir aðstoðarmenn ráðherra hafa gríðarleg völd í skjóli ráðherrans en þau séu einungis óformleg. Þeir beri enga pólitíska ábyrgð. Það þurfi að skoða þetta alveg upp á nýtt. „Þegar aðstoðarmaður ráðherra snýr sér beint til embættismanna eða forstöðumanna úti í bæ, þá geta þeir forstöðumenn og embættismenn litið svo á að hann sé að tala fyrir hönd ráðherrans og biðja um upplýsingar fyrir ráðherrann. Það sem er afleitt í þessu máli er það að þessi upplýsingabeiðni skyldi ekki hafa farið eftir formlegum leiðum ráðuneytisins þar sem búið er að filtera hverjir eiga að hafa aðgang að hvaða málum og hvers kyns upplýsingum. Það er alvarleiki málsins sem gerir það að verkum að þarna hafnar embættismaður í vondri og erfiðri stöðu.“
Lekamálið Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Sjá meira