Microsoft og Sony neita því að upplýsingum hafi verið stolið Bjarki Ármannsson skrifar 24. nóvember 2014 21:03 Sony neitar því að leyninlegum upplýsingum Xbox-notenda hafi verið stolið. Vísir/AP Bæði Sony og Microsoft hafa nú neitað því að persónuupplýsingum notenda leikjaþjónustu þeirra hafi verið stolið og lekið á netið. Meðlimir nethópsins DerpTrolling héldu því fram á fimmtudag að þeir hefðu með tölvuhakki komist yfir póstföng og lykilorð rúmlega 3,500 notenda Xbox Live og PlayStation Network.Vefurinn Gamespot greinir frá. Sony, sem á PlayStation, sendi frá sér tilkynningu á sunnudaginn þar sem þvertekið var fyrir það að upplýsingunum hefði verið stolið. Microsoft, sem á Xbox, gerði slíkt hið sama í dag. Fyrirtækin segjast hafa rannsakað málið samstundis og komist að þeirri niðurstöðu að ekkert sé til í fullyrðingum DerpTrolling. Hópurinn sagðist einnig hafa komist yfir leynilegar upplýsingar notenda 2K Games, sem hafa ekki sent frá sér tilkynningu um málið. DerpTrolling hefur verið hent út af Twitter, þar sem þeir gortuðu sig af hakkinu. Leikjavísir Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið
Bæði Sony og Microsoft hafa nú neitað því að persónuupplýsingum notenda leikjaþjónustu þeirra hafi verið stolið og lekið á netið. Meðlimir nethópsins DerpTrolling héldu því fram á fimmtudag að þeir hefðu með tölvuhakki komist yfir póstföng og lykilorð rúmlega 3,500 notenda Xbox Live og PlayStation Network.Vefurinn Gamespot greinir frá. Sony, sem á PlayStation, sendi frá sér tilkynningu á sunnudaginn þar sem þvertekið var fyrir það að upplýsingunum hefði verið stolið. Microsoft, sem á Xbox, gerði slíkt hið sama í dag. Fyrirtækin segjast hafa rannsakað málið samstundis og komist að þeirri niðurstöðu að ekkert sé til í fullyrðingum DerpTrolling. Hópurinn sagðist einnig hafa komist yfir leynilegar upplýsingar notenda 2K Games, sem hafa ekki sent frá sér tilkynningu um málið. DerpTrolling hefur verið hent út af Twitter, þar sem þeir gortuðu sig af hakkinu.
Leikjavísir Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið