Enski boltinn

Nasri: Hreinsanir væntanlegar hjá City ef liðið fer ekki áfram

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Samir Nasri,
Samir Nasri, Vísir/Getty
Samir Nasri, franski miðjumaðurinn hjá Manchester City, telur að leikmannahópurinn verði tekinn til gagngerrar endurskoðunar takist liðinu ekki að komast áfram upp úr sínum riðli í Meistaradeildinni.

Manchester City er í botnsæti síns riðils þegar aðeins tvær umferðir eru eftir og í kvöld kemur topplið Bayern München í heimsókn á Etihad-leikvanginn þar sem City verður helst að vinna til að eiga raunhæfa möguleika á sæti í sextán liða úrslitunum.

„Við verðum að gera eitthvað því annars verða komnir hingað nýir leikmenn á næsta ári," sagði Samir Nasri við BBC.

Manchester City hefur aldrei komist lengra í Meistaradeildinni en í sextán liða úrslit og hefur tvisvar sinnum setið eftir í riðlinum á síðustu þremur árum.

City-liðið gæti verið úr leik eftir kvöldið, tapi liðið og CSKA Moskva eða Roma vinna þegar þau mætast í Rússlandi.

„Verum bara hreinskilnir. Miðað við launin hjá leikmönnum okkar og þá staðreynd að 90 prósent leikmannahópsins eru í heimsklassa þá væri það mikið áfall fyrir félagið ef liðið kæmist ekki í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar," sagði Nasri við blaðamenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×