Ingvar: Hef aldrei lent undir í samkeppni Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. nóvember 2014 10:39 Ingvar Jónsson í leik gegn pólska stórliðinu Lech Poznan í sumar. vísir/afp „Aðdragandinn hefur verið nokkuð hraður, ég heyrði bara fyrst af áhuga Start fyrir 7-10 dögum síðan,“ segir markvörðurinn Ingvar Jónsson við Vísi sem er búinn að semja við norska úrvalsdeildarliðið Start til þriggja ára. „Þeir hafa verið í leit að markverði og skoðað mig undanfarnar vikur og séð einhverja leiki. Þeir voru bara mjög áhugasamir.“ Start kom upp úr 1. deildinni fyrir tveimur árum og hefur haldið sæti sínu í úrvalsdeildinni tvö tímabil í röð. Félagið er nokkuð stórt og ætlar sér stærri hluti. „Þetta er alveg frábært félag - algjört draumafélag. Það er með ágætis sögu og hefur allt til að ná lengra. Þetta er alveg frábært næsta skref fyrir mig,“ segir Ingvar. „Ég hef ekkert hitt þá en heyrði í þjálfaranum fyrst í morgun og spjallaði við hann. Ég veit ekki alveg hvert næsta skref er, en ég er mjög spenntur.“Ingvar kveður Stjörnuna.vísir/vilhelmIngvar hafnaði tilboði frá sænska liðinu Åtvidaberg á dögunum og fleiri lið hafa verið á höttunum eftir honum. „Fleiri lið voru inn í myndinni eins og Åtvidaberg. Málið er bara að þjálfarinn þar hætti á dögunum. Svo var annað lið úr efstu deild í Noregi sem hafði áhgua, en mér fannst Start mun meira heillandi,“ segir Ingvar sem hefur spjallað við Matthías Vilhjálmsson um félagið undanfarna daga. „Ég hef verið í fínu sambandi við Matta og hann hefur ekkert nema góða hluti um félagið að segja. Mágur minn, Haraldur Guðmundsson, spilaði líka þarna og ber lofi á félagið. Svo spilar Robert Sandnes, fyrrverandi liðsfélagi minn úr Stjörnunni, með Start og ég þekki Guðmund Kristjánsson ágætlega. Maður þekkir því nokkra þarna.“ Markvörður Start á eitt ár eftir af samningi sínum og ætlar Ingvar að slá hann úr liðinu og tryggja sér byrjunarliðssætið. „Stefnan er að vera númer eitt. Ég er að fara í samkeppni, en ég hef aldrei verið undir í samkeppni á mínum meistaraflokksferli,“ segir Ingvar sem er að upplifa draum sinn að rætast. „Maður hefur hugsað um hversu gaman það væri að hafa atvinnu af því að spila fótbolta síðan maður var lítill krakki. Ég er enn að meðtaka að þetta er að gerast núna. Þetta er bara fullkominn endir á tímabilinu með Stjörnunni eftir fullkominn lokaleik,“ segir Ingvar Jónsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ingvar Jónsson samdi við Start Besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu heldur í atvinnumennsku til Noregs. 28. nóvember 2014 10:15 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fleiri fréttir Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Sjá meira
„Aðdragandinn hefur verið nokkuð hraður, ég heyrði bara fyrst af áhuga Start fyrir 7-10 dögum síðan,“ segir markvörðurinn Ingvar Jónsson við Vísi sem er búinn að semja við norska úrvalsdeildarliðið Start til þriggja ára. „Þeir hafa verið í leit að markverði og skoðað mig undanfarnar vikur og séð einhverja leiki. Þeir voru bara mjög áhugasamir.“ Start kom upp úr 1. deildinni fyrir tveimur árum og hefur haldið sæti sínu í úrvalsdeildinni tvö tímabil í röð. Félagið er nokkuð stórt og ætlar sér stærri hluti. „Þetta er alveg frábært félag - algjört draumafélag. Það er með ágætis sögu og hefur allt til að ná lengra. Þetta er alveg frábært næsta skref fyrir mig,“ segir Ingvar. „Ég hef ekkert hitt þá en heyrði í þjálfaranum fyrst í morgun og spjallaði við hann. Ég veit ekki alveg hvert næsta skref er, en ég er mjög spenntur.“Ingvar kveður Stjörnuna.vísir/vilhelmIngvar hafnaði tilboði frá sænska liðinu Åtvidaberg á dögunum og fleiri lið hafa verið á höttunum eftir honum. „Fleiri lið voru inn í myndinni eins og Åtvidaberg. Málið er bara að þjálfarinn þar hætti á dögunum. Svo var annað lið úr efstu deild í Noregi sem hafði áhgua, en mér fannst Start mun meira heillandi,“ segir Ingvar sem hefur spjallað við Matthías Vilhjálmsson um félagið undanfarna daga. „Ég hef verið í fínu sambandi við Matta og hann hefur ekkert nema góða hluti um félagið að segja. Mágur minn, Haraldur Guðmundsson, spilaði líka þarna og ber lofi á félagið. Svo spilar Robert Sandnes, fyrrverandi liðsfélagi minn úr Stjörnunni, með Start og ég þekki Guðmund Kristjánsson ágætlega. Maður þekkir því nokkra þarna.“ Markvörður Start á eitt ár eftir af samningi sínum og ætlar Ingvar að slá hann úr liðinu og tryggja sér byrjunarliðssætið. „Stefnan er að vera númer eitt. Ég er að fara í samkeppni, en ég hef aldrei verið undir í samkeppni á mínum meistaraflokksferli,“ segir Ingvar sem er að upplifa draum sinn að rætast. „Maður hefur hugsað um hversu gaman það væri að hafa atvinnu af því að spila fótbolta síðan maður var lítill krakki. Ég er enn að meðtaka að þetta er að gerast núna. Þetta er bara fullkominn endir á tímabilinu með Stjörnunni eftir fullkominn lokaleik,“ segir Ingvar Jónsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ingvar Jónsson samdi við Start Besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu heldur í atvinnumennsku til Noregs. 28. nóvember 2014 10:15 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fleiri fréttir Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Sjá meira
Ingvar Jónsson samdi við Start Besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu heldur í atvinnumennsku til Noregs. 28. nóvember 2014 10:15