Guðrún kemur frá uppeldisfélagi sínu ÍA, en hún var valin efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar á lokahófi KSÍ að tímabilinu loknu.
Guðrún, sem er fædd árið 1996, lék 17 af 18 leikjum ÍA í sumar og skoraði þrjú mörk, en liðið féll aftur í 1. deild eftir eins árs dvöl í deild þeirra bestu.
Þá hefur Guðrún, sem er dóttir Sigurðar Jónssonar, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmanns, leikið 15 leiki og skorað fjögur mörk fyrir yngri landslið Íslands.
Stjarnan vann Pepsi-deild kvenna með yfirburðum í sumar, en þetta var annað árið í röð sem liðið verður Íslandsmeistari og í þriðja sinn á síðustu fjórum árum. Liðið varð einnig bikarmeistari eftir 4-0 sigur á Selfossi í úrslitaleik.
Það er gleðilegt að fá ekki bara þennan efnilega heldur líka mjög góða leikmann í Stjörnuna. Velkomin Guðrún Karítas pic.twitter.com/prYgW33IXR
— Stjarnan FC (@FCStjarnan) November 29, 2014