Fjolla Shala hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við lið Breiðabliks í Pepsi-deild kvenna í fótbolta.
Fjolla, sem er 21 árs, gekk til liðs við Breiðabliks frá Fylki fyrir þremur árum og hefur síðan þá leikið 42 leiki í deild og bikar fyrir Kópavogsliðið. Fjolla hefur einnig leikið fyrir Fjölni og Leikni R.
Þá lék hún á sínum tíma 19 leiki fyrir U-19 ára landslið Íslands og tólf leiki fyrir U-17 ára landsliðið.
Breiðablik endaði í 2. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar, en þjálfaraskipti urðu hjá liðinu eftir tímabilið þegar Þorsteinn Halldórsson tók við af Hlyni Svan Eiríkssyni.
Fjolla áfram í Kópavoginum

Tengdar fréttir

Ólína yfirgefur Val eins og Hallbera
Valsmenn halda áfram að missa reynslumikla bakverði úr kvennaliðinu sínu en Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir skrifaði í dag undir samning við Fylki eins og kemur fram á fótbolti.net.

Kvennalið Breiðabliks búið að finna þjálfara
Þorsteinn Halldórsson verður næsti þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild kvenna.

Hlynur Svan hættir hjá Breiðabliki
Komist að samkomulagi um starfslok þjálfarans hjá Kópavogsliðinu.

Hallbera valdi Breiðablik frekar en atvinnumennsku í Englandi
Landsliðsbakvörðurinn Hallbera Guðný Gísladóttir gerði í gær þriggja ára samning við Breiðablik í Pepsi-deild kvenna í fótbolta en hún vildi frekar spila með Blikum en fara aftur út í atvinnumennsku.