Skemmdi hljóðkerfi Gauksins og flúði svo land Jakob Bjarnar skrifar 10. nóvember 2014 13:23 Biðröð fyrir utan Gaukinn. Framganga norsks hljóðmanns varpaði skugga á annars vel heppnaða tónlistarhátíð. visir/andri marinó Ekki er allt gott sem frá Noregi kemur, en þannig var að norskur hljóðmaður gerði sér það að leik að eyðileggja hátalarabox Gauksins í lok tónleika Tremoro Tarantura á fimmtudagskvöldið. Eru áhöld um hvort þessi hljóðmaður hljómsveitarinnar getur kallast Íslandsvinur eftir þessa vafasömu framgöngu. Iceland Airwaves lauk í gærkvöldi með tónleikum Flaming Lips í Vodafonehöllinni og er sem tónlistarhátíðin hafi farið fram úr björtustu vonum manna; fullt var á flesta tónleika og hefur umfjöllun gagnrýnanda verið afar lofsamleg. Ekki gekk þetta þó með öllu áfallalaust fyrir sig. Á fimmtudagskvöldið voru tónleikar á Gauknum, þar sem nokkrar hljómsveitir komu fram. Þegar hljómsveitin Tremoro Tarantura frá Noregi var að ljúka leik sínum, á hátíðnitóni keyrði hljóðmaður hljómsveitarinnar volume-takka mixerborðsins í botn með þeim afleiðingum að ellefu hátalarabox, svokallaðir „tvíterar“, sem hreinlega sprungu. Samkvæmt heimildum Vísis forðaði hljóðmaðurinn sér við svo búið af vettvangi og mun hann hafa flogið af landi brott strax þá um morguninn. Sömu heimildir herma að ómögulegt sé að ætla annað en að hann hafi vitað nákvæmlega hvað hann var að gera. Staðarhaldarar lentu í miklum vandræðum vegna þessa. Þá ættu tvær hljómsveitir eftir að stíga á stokk; Dimma og Odonis Odonis frá Bandaríkjunum, og var þeim tónleikum bjargað fyrir horn með því að beina mónitorhátölurum staðarins fram í sal. Að sögn Hróbjarts Róbertssonar hljóðmeistara Gauksins er það svo að það voru 12 „tvíterer“ sem fóru, en þrír slíkir eru í hverju hátalaraboxi um sig. Hann veit ekki alveg hvernig ber að meta stjónið, gerir ráð fyrir því að það sé á bilinu þrjú til fjögur hundruð þúsund. „Við notuðum part af mónitor-kerfinu okkar og náðum að bjarga Dimmu þannig, svo dagskráin gæti haldið áfram. Svo var farið í það strax næsta morgun að útvega nýja hátalara.“ Airwaves Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Ekki er allt gott sem frá Noregi kemur, en þannig var að norskur hljóðmaður gerði sér það að leik að eyðileggja hátalarabox Gauksins í lok tónleika Tremoro Tarantura á fimmtudagskvöldið. Eru áhöld um hvort þessi hljóðmaður hljómsveitarinnar getur kallast Íslandsvinur eftir þessa vafasömu framgöngu. Iceland Airwaves lauk í gærkvöldi með tónleikum Flaming Lips í Vodafonehöllinni og er sem tónlistarhátíðin hafi farið fram úr björtustu vonum manna; fullt var á flesta tónleika og hefur umfjöllun gagnrýnanda verið afar lofsamleg. Ekki gekk þetta þó með öllu áfallalaust fyrir sig. Á fimmtudagskvöldið voru tónleikar á Gauknum, þar sem nokkrar hljómsveitir komu fram. Þegar hljómsveitin Tremoro Tarantura frá Noregi var að ljúka leik sínum, á hátíðnitóni keyrði hljóðmaður hljómsveitarinnar volume-takka mixerborðsins í botn með þeim afleiðingum að ellefu hátalarabox, svokallaðir „tvíterar“, sem hreinlega sprungu. Samkvæmt heimildum Vísis forðaði hljóðmaðurinn sér við svo búið af vettvangi og mun hann hafa flogið af landi brott strax þá um morguninn. Sömu heimildir herma að ómögulegt sé að ætla annað en að hann hafi vitað nákvæmlega hvað hann var að gera. Staðarhaldarar lentu í miklum vandræðum vegna þessa. Þá ættu tvær hljómsveitir eftir að stíga á stokk; Dimma og Odonis Odonis frá Bandaríkjunum, og var þeim tónleikum bjargað fyrir horn með því að beina mónitorhátölurum staðarins fram í sal. Að sögn Hróbjarts Róbertssonar hljóðmeistara Gauksins er það svo að það voru 12 „tvíterer“ sem fóru, en þrír slíkir eru í hverju hátalaraboxi um sig. Hann veit ekki alveg hvernig ber að meta stjónið, gerir ráð fyrir því að það sé á bilinu þrjú til fjögur hundruð þúsund. „Við notuðum part af mónitor-kerfinu okkar og náðum að bjarga Dimmu þannig, svo dagskráin gæti haldið áfram. Svo var farið í það strax næsta morgun að útvega nýja hátalara.“
Airwaves Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira