Skemmdi hljóðkerfi Gauksins og flúði svo land Jakob Bjarnar skrifar 10. nóvember 2014 13:23 Biðröð fyrir utan Gaukinn. Framganga norsks hljóðmanns varpaði skugga á annars vel heppnaða tónlistarhátíð. visir/andri marinó Ekki er allt gott sem frá Noregi kemur, en þannig var að norskur hljóðmaður gerði sér það að leik að eyðileggja hátalarabox Gauksins í lok tónleika Tremoro Tarantura á fimmtudagskvöldið. Eru áhöld um hvort þessi hljóðmaður hljómsveitarinnar getur kallast Íslandsvinur eftir þessa vafasömu framgöngu. Iceland Airwaves lauk í gærkvöldi með tónleikum Flaming Lips í Vodafonehöllinni og er sem tónlistarhátíðin hafi farið fram úr björtustu vonum manna; fullt var á flesta tónleika og hefur umfjöllun gagnrýnanda verið afar lofsamleg. Ekki gekk þetta þó með öllu áfallalaust fyrir sig. Á fimmtudagskvöldið voru tónleikar á Gauknum, þar sem nokkrar hljómsveitir komu fram. Þegar hljómsveitin Tremoro Tarantura frá Noregi var að ljúka leik sínum, á hátíðnitóni keyrði hljóðmaður hljómsveitarinnar volume-takka mixerborðsins í botn með þeim afleiðingum að ellefu hátalarabox, svokallaðir „tvíterar“, sem hreinlega sprungu. Samkvæmt heimildum Vísis forðaði hljóðmaðurinn sér við svo búið af vettvangi og mun hann hafa flogið af landi brott strax þá um morguninn. Sömu heimildir herma að ómögulegt sé að ætla annað en að hann hafi vitað nákvæmlega hvað hann var að gera. Staðarhaldarar lentu í miklum vandræðum vegna þessa. Þá ættu tvær hljómsveitir eftir að stíga á stokk; Dimma og Odonis Odonis frá Bandaríkjunum, og var þeim tónleikum bjargað fyrir horn með því að beina mónitorhátölurum staðarins fram í sal. Að sögn Hróbjarts Róbertssonar hljóðmeistara Gauksins er það svo að það voru 12 „tvíterer“ sem fóru, en þrír slíkir eru í hverju hátalaraboxi um sig. Hann veit ekki alveg hvernig ber að meta stjónið, gerir ráð fyrir því að það sé á bilinu þrjú til fjögur hundruð þúsund. „Við notuðum part af mónitor-kerfinu okkar og náðum að bjarga Dimmu þannig, svo dagskráin gæti haldið áfram. Svo var farið í það strax næsta morgun að útvega nýja hátalara.“ Airwaves Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Ekki er allt gott sem frá Noregi kemur, en þannig var að norskur hljóðmaður gerði sér það að leik að eyðileggja hátalarabox Gauksins í lok tónleika Tremoro Tarantura á fimmtudagskvöldið. Eru áhöld um hvort þessi hljóðmaður hljómsveitarinnar getur kallast Íslandsvinur eftir þessa vafasömu framgöngu. Iceland Airwaves lauk í gærkvöldi með tónleikum Flaming Lips í Vodafonehöllinni og er sem tónlistarhátíðin hafi farið fram úr björtustu vonum manna; fullt var á flesta tónleika og hefur umfjöllun gagnrýnanda verið afar lofsamleg. Ekki gekk þetta þó með öllu áfallalaust fyrir sig. Á fimmtudagskvöldið voru tónleikar á Gauknum, þar sem nokkrar hljómsveitir komu fram. Þegar hljómsveitin Tremoro Tarantura frá Noregi var að ljúka leik sínum, á hátíðnitóni keyrði hljóðmaður hljómsveitarinnar volume-takka mixerborðsins í botn með þeim afleiðingum að ellefu hátalarabox, svokallaðir „tvíterar“, sem hreinlega sprungu. Samkvæmt heimildum Vísis forðaði hljóðmaðurinn sér við svo búið af vettvangi og mun hann hafa flogið af landi brott strax þá um morguninn. Sömu heimildir herma að ómögulegt sé að ætla annað en að hann hafi vitað nákvæmlega hvað hann var að gera. Staðarhaldarar lentu í miklum vandræðum vegna þessa. Þá ættu tvær hljómsveitir eftir að stíga á stokk; Dimma og Odonis Odonis frá Bandaríkjunum, og var þeim tónleikum bjargað fyrir horn með því að beina mónitorhátölurum staðarins fram í sal. Að sögn Hróbjarts Róbertssonar hljóðmeistara Gauksins er það svo að það voru 12 „tvíterer“ sem fóru, en þrír slíkir eru í hverju hátalaraboxi um sig. Hann veit ekki alveg hvernig ber að meta stjónið, gerir ráð fyrir því að það sé á bilinu þrjú til fjögur hundruð þúsund. „Við notuðum part af mónitor-kerfinu okkar og náðum að bjarga Dimmu þannig, svo dagskráin gæti haldið áfram. Svo var farið í það strax næsta morgun að útvega nýja hátalara.“
Airwaves Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira