Jóhann Berg: Dapurt ef ég hefði ekki samglaðst
„Það var ömurlegt að missa af þessum leikjum en svona er fótboltinn. Ég samgladdist auðvitað með strákunum - annað hefði verið dapur af minni hálfu,“ sagði hann en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Belgía teflir fram öflugu liði í leiknum á morgun og Jóhann Berg reiknar með erfiðum leik.
„Þeir verða eflaust meira með boltann en við höfum áður náð að stríða stórum þjóðum eins og Hollandi og það verður örugglega svipað uppi á teningnum á morgun.“
„Það vilja allir spila í leiknum gegn Tékklandi á sunnudag og þeir sem fá tækifæri á morgun vilja sýna þjálfurunum að þeir eigi heima í byrjunarliðinu. Ég á von á mikilli samkeppni um stöður.“
Sjálfur er Jóhann Berg í góðu formi en hann skoraði á dögunum tvívegis er lið hans, Charlton, gerði 2-2 jafntefli gegn Leeds í síðustu viku.
„Ég er með fínt sjálfstraust og vonandi fæ ég mínútur til að sýna mig á morgun.“
Tengdar fréttir

Kompany spilar ekki gegn Íslandi
Fyrirliði Manchester City að glíma við meiðsli í kálfa.

Þessir söngvar verða sungnir í stúkunni í Plzen
Ísland og Tékkland mætast í toppslag riðilsins í undankeppni EM á sunnudaginn kemur og það verður nóg af íslenskum stuðningsmönnum í stúkunni enda seldust upp 600 miðar sem KSÍ fékk á leikinn.

Ógnarsterkt byrjunarlið hjá Belgum gegn Íslandi
Marc Wilmots, landsliðsþjálfari Belga, tilkynnti nú í hádeginu byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Íslandi á morgun.

Alfreð: Moyes örugglega góður kostur
Það hefur á ýmsu gengið hjá Real Sociedad, liði Alfreðs Finnbogasonar á Spáni. Jagoba Arrasate var rekinn úr stöðu knattspyrnustjóra á dögunum og var David Moyes, fyrrum stjóri Man. Utd, ráðinn í starfið í gærkvöldi. Það lá þó ekki fyrir er Fréttablaðið hitti á Alfreð í gær.

Emil og Sölvi hvíldu á æfingunni
Landsliðið tók rólega æfingu á Heysel-leikvanginum í Brussel í dag.

Gummi Ben lýsir leik Tékklands og Íslands á Bylgjunni
Útvarpslýsingar Gumma Ben slógu í gegn fyrr á árinu og nú verður framhald á.

Kennslustund Bales nýttist landsliðinu okkar vel
Íslenska landsliðið hefur haldið hreinu í 422 mínútur eða í níu síðustu hálfleikjum sem liðið hefur spilað. Á sama tíma hefur íslenska liðið skorað tíu mörk í röð án þess að mótherjarnir hafi svarað.

Kári með landsliðinu til Belgíu
Íslensku landsliðsmennirnir eru á leið til Brussel þar sem liðið æfir síðdegis.

Hólmar Örn: Áttum að setjast niður í dag
Var rokinn af stað í Noregi aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hann fékk símtalið frá KSÍ.

Kári: Líklega heppinn að deyja ekki í þessum leik
Kári Árnason, leikmaður Rotherham í Englandi, reiknar ekki með öðru en að verða klár í slaginn þegar Ísland mætir Tékklandi í undankeppni EM 2016 á sunnudagskvöld. Hann verður þó ekki með er strákarnir mæta Belgíu í vináttulandsleik ytra annað kvöld.

Ólafur Ingi veiktist í nótt
Er tæpur fyrir leikinn gegn Belgíu á morgun sem og Sölvi Geir Ottesen.

Strákarnir gista á besta stað í miðbæ Brussel
Íslenska landsliðið í knattspyrnu kom saman hér í Brussel í Belgíu í dag fyrir vináttulandsleik við heimamenn á hinum sögufræga Heysel-leikvangi á miðvikdagskvöld.

Viðar: Heitu pottarnir seljast eins og heitar lummur
Sló í gegn í norsku úrvalsdeildinni í vetur en veit ekki hvað tekur við.