Einstök jólabjór til sölu í skemmtigarði Disney Bjarki Ármannsson skrifar 11. nóvember 2014 23:00 Doppelbock er eini jólabjórinn sem Disney býður til sölu á veitingastöðum í Hollywood Studios. Doppelbock jólabjórinn frá Einstök er til sölu í skemmtigarðinum Disney’s Hollywood Studios í Flórída um þessi jól. Hann er eini jólabjórinn sem Disney býður til sölu á veitingastöðum í skemmtigarðinum vinsæla, en kvikmyndarisinn endurnýjaði samning sinn við akureysku ölgerðina eftir góða reynslu síðustu jól. „Dreifiaðilinn okkar í Flórída nálgaðist Disney fyrir um einu og hálfu ári síðan,“ segir Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri ölgerðarinnar. „Þeim leist vel á og þeir völdu Einstök í fyrra sem eina jólabjórinn sinn í Hollywood Studios. Það verður aftur þannig í ár.“ Hollywood Studios er einn allra vinsælasti skemmtigarður veraldar og í fyrra heimsóttu hann rúmlega tíu milljónir manna. Guðjón segist ekki geta greint frá því hversu mikið var keypt af Doppelbock bjórnum í fyrra en ljóst er að salan í garðinum telur talsvert fyrir ölgerðina.White Ale er á krana í sýningarskála frænda okkar Norðmanna í Epcot-garðinum.Mynd/Einstök„Fyrir okkur er þetta talsvert og ekki síður það að Epcot tók inn Einstök White Ale á krana í norska vagninum, segir Guðjón og vísar til annars skemmtigarðs á vegum Disney þar sem sýningarskála frá hinum og þessum löndum er að finna. „Þar fara þrír, fjórir kútar á dag. Það munar um fyrir litla ölgerð að selja það.“ Einstök bjór hefur verið í mikilli sókn á þeim þremur árum sem liðin eru frá því að hann kom fyrst á markað. Guðjón segir það magn bjórs sem ölgerðin flytur út árlega hafa tvöfaldast á hverju ári og í enn meiri aukningu stefni. Hann segir það ekki öruggt að Doppelbock jólabjórinn verði áfram á boðstólum í Hollywood Studios á næsta ári, það verði bara að koma í ljós. Jólafréttir Mest lesið Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Sjá meira
Doppelbock jólabjórinn frá Einstök er til sölu í skemmtigarðinum Disney’s Hollywood Studios í Flórída um þessi jól. Hann er eini jólabjórinn sem Disney býður til sölu á veitingastöðum í skemmtigarðinum vinsæla, en kvikmyndarisinn endurnýjaði samning sinn við akureysku ölgerðina eftir góða reynslu síðustu jól. „Dreifiaðilinn okkar í Flórída nálgaðist Disney fyrir um einu og hálfu ári síðan,“ segir Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri ölgerðarinnar. „Þeim leist vel á og þeir völdu Einstök í fyrra sem eina jólabjórinn sinn í Hollywood Studios. Það verður aftur þannig í ár.“ Hollywood Studios er einn allra vinsælasti skemmtigarður veraldar og í fyrra heimsóttu hann rúmlega tíu milljónir manna. Guðjón segist ekki geta greint frá því hversu mikið var keypt af Doppelbock bjórnum í fyrra en ljóst er að salan í garðinum telur talsvert fyrir ölgerðina.White Ale er á krana í sýningarskála frænda okkar Norðmanna í Epcot-garðinum.Mynd/Einstök„Fyrir okkur er þetta talsvert og ekki síður það að Epcot tók inn Einstök White Ale á krana í norska vagninum, segir Guðjón og vísar til annars skemmtigarðs á vegum Disney þar sem sýningarskála frá hinum og þessum löndum er að finna. „Þar fara þrír, fjórir kútar á dag. Það munar um fyrir litla ölgerð að selja það.“ Einstök bjór hefur verið í mikilli sókn á þeim þremur árum sem liðin eru frá því að hann kom fyrst á markað. Guðjón segir það magn bjórs sem ölgerðin flytur út árlega hafa tvöfaldast á hverju ári og í enn meiri aukningu stefni. Hann segir það ekki öruggt að Doppelbock jólabjórinn verði áfram á boðstólum í Hollywood Studios á næsta ári, það verði bara að koma í ljós.
Jólafréttir Mest lesið Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Sjá meira