Dómur kveðinn upp í dag: Farið fram á þriggja ára fangelsi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. nóvember 2014 10:11 Gísli Freyr Valdórsson játaði að hafa lekið minnisblaðinu í lekamálinu í gær. Vísir/GVA Dómur verður kveðinn upp í lekamálinu svokallaða klukkan 11 í dag. Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, játaði sekt sína í málinu í gær og endurtók þá afstöðu sína í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ákæruvaldið fer fram á þriggja ára fangelsisdóm. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sagði að játning Gísla Freys geti ekki talist til refsimildunar þar sem Gísli hafi ekki breytt afstöðu sinni fyrr en ljóst var að sönnunargögn nægðu til sakfellingar. Vísar hann þar í afrit af minnisblaði sem búið var að eiga við og fannst á tölvu Gísla Freys. Starfsmaður hjá sérstökum saksóknara hefði notað nýtt forrit um síðustu helgi til að fara yfir tölvugögn og þessar upplýsingar hefðu þá komið í ljós. „Þetta skjal var vistað á harðan disk í tölvunni og síðar eytt út,“ sagði Helgi Magnús. Hann taldi það ástæðu þess að Gísli hefði ákveðið að gangast við broti sínu. Þá sagði hann Gísla hafa lekið blaðinu til þess að hafa áhrif á umræðu um málefni Tony Omos. Máli sínu til stuðnings vísaði hann til ummæla Gísla sem hann lét falla í Kastljósi í gær þess efnis að einungis önnur hlið í málefnum hælisleitenda komi fram, og þá sú hlið sem hælisleitendur vilji að heyrist.Segir Gísla hafa játað brotið á mánudag Ólafur Garðarsson, verjandi Gísla Freys, sagðist hafa leitað til tölvusérfræðings í kjölfar framlagningar gagna ákæruvaldsins. Sérfræðingurinn hafi gefið skýrslu lögreglu falleinkunn og að breytingar á skjölum séu á veikum grunni byggðar. „Þetta mál hefur lagst gríðarlega þungt á ákærða. Ég hef horft upp á ákærða síðastliðnar tvær vikur sökkva dýpra og dýpra eftir því sem styst hefur í aðalmeðferðina,“ sagði Ólafur. Hann kvað Gísla Frey hafa játað fyrir sér brotið síðastliðinn mánudag. Þeir hafi í kjölfarið ákveðið að hittast næsta dag til að ræða málið frekar. Það hafi verið eftir það sem Helgi vararíkissaksóknari hafi hringt og tilkynnt honum það að ný gögn hefðu verið lögð fram í málinu. Því sé það ekki rétt hjá ákæruvaldinu að Gísli hafi ákveðið að gangast við brotinu í kjölfar nýrra gagna. Lekamálið Tengdar fréttir Aðalmeðferð í lekamálinu frestað Fjölmörg vitni voru boðuð í aðalmeðferðina, meðal annars Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. 11. nóvember 2014 13:42 Birgitta kallar eftir afsögn Hönnu Birnu „Þetta breytir í raun ekki neinu nema að það er komið í ljós það sem maður vissi, að þetta skjal kom frá henni eða hennar nánasta starfsliði.“ 11. nóvember 2014 21:08 Gísli Freyr játaði lekann fyrir Hönnu Birnu Þetta segir ráðherra í tilkynningu til fjölmiðla. Gísla hefur verið vikið úr starfi. 11. nóvember 2014 18:02 Tilkynning Gísla Freys til fjölmiðla: „Get ekki lengur lifað í lygavef“ Gísli Freyr Valdórsson ítrekar að hann hafi ekki vitað að gjörðir hans væru ólöglegar. 11. nóvember 2014 22:15 Verjandi Gísla Freys fékk gögnin afhent klukkan þrjú í gær Er ekki sammála því að þessi nýju gögn taki af allan vafa um að Gísli hafi lekið trúnaðargögnunum. 12. nóvember 2014 08:57 Gögn sýna fram á rangar staðhæfingar Gísla Freys Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, hefur viðurkennt að hafa látið fjölmiðlum í té persónuupplýsingar um hælisleitandann Tony Omos. 12. nóvember 2014 07:00 Segist hafa játað samviskunnar vegna Gísli Freyr Valdórsson segir engan annan hafa vitað að hann stæði að baki leka úr innanríkisráðuneytinu. 11. nóvember 2014 20:15 Skaðabótakröfum á hendur Gísla Frey vísað frá dómi Ákæra saksóknara og bótakröfur á hendur Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, skulu reknar sem sitt hvort dómsmálið. Þetta var niðurstaða héraðsdóms Reykjavíkur í morgun. 5. nóvember 2014 13:29 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Sjá meira
Dómur verður kveðinn upp í lekamálinu svokallaða klukkan 11 í dag. Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, játaði sekt sína í málinu í gær og endurtók þá afstöðu sína í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ákæruvaldið fer fram á þriggja ára fangelsisdóm. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sagði að játning Gísla Freys geti ekki talist til refsimildunar þar sem Gísli hafi ekki breytt afstöðu sinni fyrr en ljóst var að sönnunargögn nægðu til sakfellingar. Vísar hann þar í afrit af minnisblaði sem búið var að eiga við og fannst á tölvu Gísla Freys. Starfsmaður hjá sérstökum saksóknara hefði notað nýtt forrit um síðustu helgi til að fara yfir tölvugögn og þessar upplýsingar hefðu þá komið í ljós. „Þetta skjal var vistað á harðan disk í tölvunni og síðar eytt út,“ sagði Helgi Magnús. Hann taldi það ástæðu þess að Gísli hefði ákveðið að gangast við broti sínu. Þá sagði hann Gísla hafa lekið blaðinu til þess að hafa áhrif á umræðu um málefni Tony Omos. Máli sínu til stuðnings vísaði hann til ummæla Gísla sem hann lét falla í Kastljósi í gær þess efnis að einungis önnur hlið í málefnum hælisleitenda komi fram, og þá sú hlið sem hælisleitendur vilji að heyrist.Segir Gísla hafa játað brotið á mánudag Ólafur Garðarsson, verjandi Gísla Freys, sagðist hafa leitað til tölvusérfræðings í kjölfar framlagningar gagna ákæruvaldsins. Sérfræðingurinn hafi gefið skýrslu lögreglu falleinkunn og að breytingar á skjölum séu á veikum grunni byggðar. „Þetta mál hefur lagst gríðarlega þungt á ákærða. Ég hef horft upp á ákærða síðastliðnar tvær vikur sökkva dýpra og dýpra eftir því sem styst hefur í aðalmeðferðina,“ sagði Ólafur. Hann kvað Gísla Frey hafa játað fyrir sér brotið síðastliðinn mánudag. Þeir hafi í kjölfarið ákveðið að hittast næsta dag til að ræða málið frekar. Það hafi verið eftir það sem Helgi vararíkissaksóknari hafi hringt og tilkynnt honum það að ný gögn hefðu verið lögð fram í málinu. Því sé það ekki rétt hjá ákæruvaldinu að Gísli hafi ákveðið að gangast við brotinu í kjölfar nýrra gagna.
Lekamálið Tengdar fréttir Aðalmeðferð í lekamálinu frestað Fjölmörg vitni voru boðuð í aðalmeðferðina, meðal annars Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. 11. nóvember 2014 13:42 Birgitta kallar eftir afsögn Hönnu Birnu „Þetta breytir í raun ekki neinu nema að það er komið í ljós það sem maður vissi, að þetta skjal kom frá henni eða hennar nánasta starfsliði.“ 11. nóvember 2014 21:08 Gísli Freyr játaði lekann fyrir Hönnu Birnu Þetta segir ráðherra í tilkynningu til fjölmiðla. Gísla hefur verið vikið úr starfi. 11. nóvember 2014 18:02 Tilkynning Gísla Freys til fjölmiðla: „Get ekki lengur lifað í lygavef“ Gísli Freyr Valdórsson ítrekar að hann hafi ekki vitað að gjörðir hans væru ólöglegar. 11. nóvember 2014 22:15 Verjandi Gísla Freys fékk gögnin afhent klukkan þrjú í gær Er ekki sammála því að þessi nýju gögn taki af allan vafa um að Gísli hafi lekið trúnaðargögnunum. 12. nóvember 2014 08:57 Gögn sýna fram á rangar staðhæfingar Gísla Freys Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, hefur viðurkennt að hafa látið fjölmiðlum í té persónuupplýsingar um hælisleitandann Tony Omos. 12. nóvember 2014 07:00 Segist hafa játað samviskunnar vegna Gísli Freyr Valdórsson segir engan annan hafa vitað að hann stæði að baki leka úr innanríkisráðuneytinu. 11. nóvember 2014 20:15 Skaðabótakröfum á hendur Gísla Frey vísað frá dómi Ákæra saksóknara og bótakröfur á hendur Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, skulu reknar sem sitt hvort dómsmálið. Þetta var niðurstaða héraðsdóms Reykjavíkur í morgun. 5. nóvember 2014 13:29 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Sjá meira
Aðalmeðferð í lekamálinu frestað Fjölmörg vitni voru boðuð í aðalmeðferðina, meðal annars Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. 11. nóvember 2014 13:42
Birgitta kallar eftir afsögn Hönnu Birnu „Þetta breytir í raun ekki neinu nema að það er komið í ljós það sem maður vissi, að þetta skjal kom frá henni eða hennar nánasta starfsliði.“ 11. nóvember 2014 21:08
Gísli Freyr játaði lekann fyrir Hönnu Birnu Þetta segir ráðherra í tilkynningu til fjölmiðla. Gísla hefur verið vikið úr starfi. 11. nóvember 2014 18:02
Tilkynning Gísla Freys til fjölmiðla: „Get ekki lengur lifað í lygavef“ Gísli Freyr Valdórsson ítrekar að hann hafi ekki vitað að gjörðir hans væru ólöglegar. 11. nóvember 2014 22:15
Verjandi Gísla Freys fékk gögnin afhent klukkan þrjú í gær Er ekki sammála því að þessi nýju gögn taki af allan vafa um að Gísli hafi lekið trúnaðargögnunum. 12. nóvember 2014 08:57
Gögn sýna fram á rangar staðhæfingar Gísla Freys Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, hefur viðurkennt að hafa látið fjölmiðlum í té persónuupplýsingar um hælisleitandann Tony Omos. 12. nóvember 2014 07:00
Segist hafa játað samviskunnar vegna Gísli Freyr Valdórsson segir engan annan hafa vitað að hann stæði að baki leka úr innanríkisráðuneytinu. 11. nóvember 2014 20:15
Skaðabótakröfum á hendur Gísla Frey vísað frá dómi Ákæra saksóknara og bótakröfur á hendur Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, skulu reknar sem sitt hvort dómsmálið. Þetta var niðurstaða héraðsdóms Reykjavíkur í morgun. 5. nóvember 2014 13:29