Gísli Freyr grét í dómsal Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. nóvember 2014 11:43 Gísli Freyr og Rakel í dómsal í dag. vísir/gva Mál Gísla Freys Valdórssonar, fyrrverandi aðstoðarmanns innanríkisráðherra, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ekki var annað að sjá en að málið tæki verulega á hann, en viðstaddir tóku eftir því að á tímapunkti runnu tár niður kinnar hans. Eiginkona Gísla, Rakel Lúðvíksdóttir, sat meðferðina og þerraði tárin á hvarmi hans að meðferð lokinni. Gekk hún svo með honum úr dómsal. Verjandi hans, Ólafur Garðarsson, hafði jafnframt orð á því að málið hefði lagst þungt á hann. „Ég hef horft upp á ákærða sökkva dýpra og dýpra eftir því sem styttist í aðalmeðferðina,“ sagði Ólafur. Gísli Freyr játaði brot sitt fyrir verjanda sínum á mánudag og fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í gær. „Jafnvel þó ég verði sýknaður þá get ég ekki hugsað mér að lifa við þetta,“ hafði Ólafur eftir umbjóðanda sínum.Eins og fram hefur komið á Vísi styður Rakel þétt við bakið á eiginmanni sínum og lýsti yfir fullum stuðningi við hann á Facebook í dag. „Þessi dagur markar nýtt upphaf. Upphaf sem ég veit ekki hvað ber í skauti sér. Ég óttast ekki framtíðina, ég býð hana velkomna með öllu sem hún hefur upp á að bjóða. Gleði, sigra, sorg og áskoranir,“ sagði Rakel á Facebook seint í gær. „Í dag er ég stolt eiginkona Gísla sem gerðist maður að meiri að viðurkenna mistök sín. Það þarf kjark og þor til þess.“ Gísli Freyr var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hann sagði í samtali við fréttastofu að hann myndu una dóminum. Lekamálið Tengdar fréttir Ráðherra gerði athugasemd við haldlagningu á tölvu Gísla Freys Saksóknari fann ný gögn á tölvu Gísla Freys um helgina. 12. nóvember 2014 11:21 Verjandi Gísla Freys fékk gögnin afhent klukkan þrjú í gær Er ekki sammála því að þessi nýju gögn taki af allan vafa um að Gísli hafi lekið trúnaðargögnunum. 12. nóvember 2014 08:57 „Stolt eiginkona Gísla sem gerðist maður að meiri að viðurkenna mistök sín“ Rakel Lúðvíksdóttir, eiginkona Gísla Freys Valdórssonar, lýsir yfir fullum stuðning við eiginmann sinn á samskiptamiðlinum Facebook. 12. nóvember 2014 10:03 Gögn sýna fram á rangar staðhæfingar Gísla Freys Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, hefur viðurkennt að hafa látið fjölmiðlum í té persónuupplýsingar um hælisleitandann Tony Omos. 12. nóvember 2014 07:00 Gísli Freyr í skilorðsbundið átta mánaða fangelsi Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 12. nóvember 2014 11:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Mál Gísla Freys Valdórssonar, fyrrverandi aðstoðarmanns innanríkisráðherra, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ekki var annað að sjá en að málið tæki verulega á hann, en viðstaddir tóku eftir því að á tímapunkti runnu tár niður kinnar hans. Eiginkona Gísla, Rakel Lúðvíksdóttir, sat meðferðina og þerraði tárin á hvarmi hans að meðferð lokinni. Gekk hún svo með honum úr dómsal. Verjandi hans, Ólafur Garðarsson, hafði jafnframt orð á því að málið hefði lagst þungt á hann. „Ég hef horft upp á ákærða sökkva dýpra og dýpra eftir því sem styttist í aðalmeðferðina,“ sagði Ólafur. Gísli Freyr játaði brot sitt fyrir verjanda sínum á mánudag og fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í gær. „Jafnvel þó ég verði sýknaður þá get ég ekki hugsað mér að lifa við þetta,“ hafði Ólafur eftir umbjóðanda sínum.Eins og fram hefur komið á Vísi styður Rakel þétt við bakið á eiginmanni sínum og lýsti yfir fullum stuðningi við hann á Facebook í dag. „Þessi dagur markar nýtt upphaf. Upphaf sem ég veit ekki hvað ber í skauti sér. Ég óttast ekki framtíðina, ég býð hana velkomna með öllu sem hún hefur upp á að bjóða. Gleði, sigra, sorg og áskoranir,“ sagði Rakel á Facebook seint í gær. „Í dag er ég stolt eiginkona Gísla sem gerðist maður að meiri að viðurkenna mistök sín. Það þarf kjark og þor til þess.“ Gísli Freyr var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hann sagði í samtali við fréttastofu að hann myndu una dóminum.
Lekamálið Tengdar fréttir Ráðherra gerði athugasemd við haldlagningu á tölvu Gísla Freys Saksóknari fann ný gögn á tölvu Gísla Freys um helgina. 12. nóvember 2014 11:21 Verjandi Gísla Freys fékk gögnin afhent klukkan þrjú í gær Er ekki sammála því að þessi nýju gögn taki af allan vafa um að Gísli hafi lekið trúnaðargögnunum. 12. nóvember 2014 08:57 „Stolt eiginkona Gísla sem gerðist maður að meiri að viðurkenna mistök sín“ Rakel Lúðvíksdóttir, eiginkona Gísla Freys Valdórssonar, lýsir yfir fullum stuðning við eiginmann sinn á samskiptamiðlinum Facebook. 12. nóvember 2014 10:03 Gögn sýna fram á rangar staðhæfingar Gísla Freys Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, hefur viðurkennt að hafa látið fjölmiðlum í té persónuupplýsingar um hælisleitandann Tony Omos. 12. nóvember 2014 07:00 Gísli Freyr í skilorðsbundið átta mánaða fangelsi Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 12. nóvember 2014 11:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Ráðherra gerði athugasemd við haldlagningu á tölvu Gísla Freys Saksóknari fann ný gögn á tölvu Gísla Freys um helgina. 12. nóvember 2014 11:21
Verjandi Gísla Freys fékk gögnin afhent klukkan þrjú í gær Er ekki sammála því að þessi nýju gögn taki af allan vafa um að Gísli hafi lekið trúnaðargögnunum. 12. nóvember 2014 08:57
„Stolt eiginkona Gísla sem gerðist maður að meiri að viðurkenna mistök sín“ Rakel Lúðvíksdóttir, eiginkona Gísla Freys Valdórssonar, lýsir yfir fullum stuðning við eiginmann sinn á samskiptamiðlinum Facebook. 12. nóvember 2014 10:03
Gögn sýna fram á rangar staðhæfingar Gísla Freys Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, hefur viðurkennt að hafa látið fjölmiðlum í té persónuupplýsingar um hælisleitandann Tony Omos. 12. nóvember 2014 07:00
Gísli Freyr í skilorðsbundið átta mánaða fangelsi Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 12. nóvember 2014 11:00