Árásin á Grundarfirði: „Hann ögraði okkur allan tímann“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. nóvember 2014 15:45 Mennirnir tveir voru skipverjar á togaranum Baldvin NC100 sem lagst hafði að höfn á Grundarfirði umrætt kvöld. Vísir/Vilhelm „Hann var verulega drukkinn og var allan tímann að reyna að stofna til slagsmála. Við vildum það ekki og ég veit ekki hvað kom til þess að svona fór,“ sagði annar þeirra sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás í Grundarfirði í júlí síðastliðnum. Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara á hendur tveimur mönnum, Íslendings og Þjóðverja, hófst Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þeim er gefið að sök að hafa ráðist á íslenskan karlmann aðfaranótt 17. júlí með þeim afleiðingum að maðurinn slasaðist lífshættulega. Hlaut maðurinn heilaskaða sem leiddi til verulegrar minnisskerðingar. Neita mennirnir báðir sök í málinu en myndbandsupptaka staðfestir hluta árásarinnar. Mennirnir tveir voru skipverjar á togaranum Baldvin NC100 sem lagst hafði að höfn í Grundarfirði umrætt kvöld. Skipverjarnir höfðu ákveðið að setjast að sumbli á veitingastaðnum Rúben áður en haldið var aftur til vinnu. Að sögn ákærðu voru þeir tólf saman á veitingastaðnum en einn þeirra þekkti til fórnarlambsins, heimamanns, sem einnig var á fyrrnefndum veitingastað. „Hann var allan tímann að reyna að „pikka fight“ og ögraði okkur allan tímann,“ sagði Íslendingurinn í vitnaleiðslum.Braut gleraugu skipverja Báðir ákærðu gátu gefið nokkuð greinargóða lýsingu á kvöldinu. Sá þýski mundi hana nokkuð vel frá upphafi til enda en Íslendingurinn mundi allt fram að slagsmálunum. „Starfsmaður eða eigandi Rúben hafði reynt að róa hann (fórnarlambið) niður og bauðst svo til þess að hafa ofan af honum á meðan við kæmum okkur út af staðnum. Við ákváðum að þiggja það og ganga saman að bryggjunni þegar hann (fórnarlambið) kom rakleitt að okkur. Þá var hann orðinn agressívur og pirraður yfir að við skyldum fara á undan sér. Ég spurði hvað gangi að honum og hann fór þá að hóta okkur handrukkurum. Kýldi svo Sigga [skipverji] í andlitið þannig að gleraugun hans brotnuðu,“ sagði Íslendingurinn. „Við spjölluðum síðan við hann og hann baðst afsökunar.“ Mennirnir héldu ferð sinni í togarann áfram og fórnarlambið hélt sinnar leiðar. „Eftir einhverja stund, fimm til tíu mínútur, kom hann aftur og ætlaði að koma í bátinn. Við stóðum fyrir og sögðum að það væru skýr skilaboð frá skipstjóranum að það færi enginn um borð sem ekki væri að vinna.“Þjóðverjinn trúnaðarmaður starfsmanna Þjóðverjinn kvaðst hafa heyrt hávaða í mönnunum og ákvað að kanna hvað um var að vera. Fram kom að hann væri nokkurs konar trúnaðarmaður starfsmanna og því hafi það verið hans hlutverk að sjá til þess að allt væri með felldu. Þegar hann hafi komist að því að óviðkomandi hafi reynt að komast um borð hafi það verið hans skylda að ganga úr skugga um að svo færi ekki. Ákvað hann því að gefa sig á tal við fórnarlambið sem þó var komið nokkurn spöl frá togaranum. „Ég vildi: a) að hann kæmist ekki um borð og b) að hann myndi greiða fyrir gleraugun sem brotnuðu. Þegar ég kom að honum vildi hann strax slást, lyfti hnefa og sló mig í andlitið,“ sagði Þjóðverjinn. Til ryskinga hafi komið og í kjölfarið hafi Íslendingurinn komið hlaupandi til þess að reyna að stöðva slagsmálin af. Skömmu síðar hafi hann séð manninn liggjandi meðvitundarlausan í jörðinni.Aldrei skammast sín jafnmikið Maður á lyftara kom að átökunum og sá Íslendinginn standa yfir manninum meðvitundarlausum og slá hann tveimur hnefahöggum. Íslendingurinn kveðst ekki muna eftir því en fékk það staðfest á myndbandsupptöku. „Ég hef aldrei skammast mín eins mikið á ævinni og þegar ég horfði á þetta. Mér varð bara óglatt, þetta var mjög ljótt og fékk mikið á mig. Ég er hreinlega reiður og sár og skil ekki hvað í ósköpunum fékk mig til að bregðast svona við. Ég kom þangað í einum tilgangi og það var til að stöðva slagsmálin,“ sagði hann. Mennirnir sögðust báðir harma atburðarrásina virkilega og báðust fyrirgefningar á verknaðinum. Sá sem fyrir árásinni varð hlaut meðal annars heilaskaða sem leiddi til verulegrar minnisskerðingar og hæfni til skilnings og tjáningar, auk máttminnkunnar og skertrar líkamlegrar getu. Læknir sem bar vitni í málinu sagði hverfandi líkur á að maðurinn myndi ná fyrri getu og lifa eðlilegu lífi á ný. Þá muni hann aldrei öðlast langtíma- né skammtímaminni aftur. Tengdar fréttir Fólskuleg líkamsárás í Grundarfirði Þolandinn liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild, meðvitundarlaus. 17. júlí 2014 06:15 Líkamsárásin í Grundarfirði: Mennirnir í fjögurra vikna gæsluvarðhald Mennirnir tveir sem eru sakaðir um alvarlega líkamsárás á Grundarfirði voru í Héraðsdómi Vesturlands í dag úrskurðaðir í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 24. júlí 2014 16:32 Áframhaldandi gæsluvarðhald vegna árásarinnar á Grundarfirði Héraðsdómur Vesturlands hefur úrskurðað tvo karlmenn í áframhaldandi gæsluvarðhald í allt að fjórar vikur, á grundvelli almannahagsmuna. 25. júlí 2014 07:04 Líkamsárásin í Grundarfirði: Maðurinn enn í öndunarvél Lögreglan telur að áhöfn Baldvins NC 100 hafi orðið vitni að árásinni. 17. júlí 2014 11:16 Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur Mennirnir tveir sem grunaðir eru fyrir líkamsárásina á Grundarfirði eru nú í gæsluvarðhaldi. 28. júlí 2014 15:45 Líkamsárásin í Grundarfirði: Framburður sakborninga samræmist ekki upptöku Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Vesturlands um að annar sakborninga í líkamsárás í Grundarfirði skuli sæta gæsluvarðhaldi. 23. júlí 2014 12:03 Árásin á Grundarfirði: Haldið sofandi í öndunarvél Tveir karlmenn úrskurðaðir í allt að viku gæsluvarðhald vegna rannsóknar á fólskulegri líkamsárás á karlmann á þrítugsaldri á hafnarsvæðinu í Grundarfirði í fyrrinótt. 18. júlí 2014 07:53 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin: Markmið Sundabrautar náist að mestu með brú Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Sjá meira
„Hann var verulega drukkinn og var allan tímann að reyna að stofna til slagsmála. Við vildum það ekki og ég veit ekki hvað kom til þess að svona fór,“ sagði annar þeirra sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás í Grundarfirði í júlí síðastliðnum. Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara á hendur tveimur mönnum, Íslendings og Þjóðverja, hófst Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þeim er gefið að sök að hafa ráðist á íslenskan karlmann aðfaranótt 17. júlí með þeim afleiðingum að maðurinn slasaðist lífshættulega. Hlaut maðurinn heilaskaða sem leiddi til verulegrar minnisskerðingar. Neita mennirnir báðir sök í málinu en myndbandsupptaka staðfestir hluta árásarinnar. Mennirnir tveir voru skipverjar á togaranum Baldvin NC100 sem lagst hafði að höfn í Grundarfirði umrætt kvöld. Skipverjarnir höfðu ákveðið að setjast að sumbli á veitingastaðnum Rúben áður en haldið var aftur til vinnu. Að sögn ákærðu voru þeir tólf saman á veitingastaðnum en einn þeirra þekkti til fórnarlambsins, heimamanns, sem einnig var á fyrrnefndum veitingastað. „Hann var allan tímann að reyna að „pikka fight“ og ögraði okkur allan tímann,“ sagði Íslendingurinn í vitnaleiðslum.Braut gleraugu skipverja Báðir ákærðu gátu gefið nokkuð greinargóða lýsingu á kvöldinu. Sá þýski mundi hana nokkuð vel frá upphafi til enda en Íslendingurinn mundi allt fram að slagsmálunum. „Starfsmaður eða eigandi Rúben hafði reynt að róa hann (fórnarlambið) niður og bauðst svo til þess að hafa ofan af honum á meðan við kæmum okkur út af staðnum. Við ákváðum að þiggja það og ganga saman að bryggjunni þegar hann (fórnarlambið) kom rakleitt að okkur. Þá var hann orðinn agressívur og pirraður yfir að við skyldum fara á undan sér. Ég spurði hvað gangi að honum og hann fór þá að hóta okkur handrukkurum. Kýldi svo Sigga [skipverji] í andlitið þannig að gleraugun hans brotnuðu,“ sagði Íslendingurinn. „Við spjölluðum síðan við hann og hann baðst afsökunar.“ Mennirnir héldu ferð sinni í togarann áfram og fórnarlambið hélt sinnar leiðar. „Eftir einhverja stund, fimm til tíu mínútur, kom hann aftur og ætlaði að koma í bátinn. Við stóðum fyrir og sögðum að það væru skýr skilaboð frá skipstjóranum að það færi enginn um borð sem ekki væri að vinna.“Þjóðverjinn trúnaðarmaður starfsmanna Þjóðverjinn kvaðst hafa heyrt hávaða í mönnunum og ákvað að kanna hvað um var að vera. Fram kom að hann væri nokkurs konar trúnaðarmaður starfsmanna og því hafi það verið hans hlutverk að sjá til þess að allt væri með felldu. Þegar hann hafi komist að því að óviðkomandi hafi reynt að komast um borð hafi það verið hans skylda að ganga úr skugga um að svo færi ekki. Ákvað hann því að gefa sig á tal við fórnarlambið sem þó var komið nokkurn spöl frá togaranum. „Ég vildi: a) að hann kæmist ekki um borð og b) að hann myndi greiða fyrir gleraugun sem brotnuðu. Þegar ég kom að honum vildi hann strax slást, lyfti hnefa og sló mig í andlitið,“ sagði Þjóðverjinn. Til ryskinga hafi komið og í kjölfarið hafi Íslendingurinn komið hlaupandi til þess að reyna að stöðva slagsmálin af. Skömmu síðar hafi hann séð manninn liggjandi meðvitundarlausan í jörðinni.Aldrei skammast sín jafnmikið Maður á lyftara kom að átökunum og sá Íslendinginn standa yfir manninum meðvitundarlausum og slá hann tveimur hnefahöggum. Íslendingurinn kveðst ekki muna eftir því en fékk það staðfest á myndbandsupptöku. „Ég hef aldrei skammast mín eins mikið á ævinni og þegar ég horfði á þetta. Mér varð bara óglatt, þetta var mjög ljótt og fékk mikið á mig. Ég er hreinlega reiður og sár og skil ekki hvað í ósköpunum fékk mig til að bregðast svona við. Ég kom þangað í einum tilgangi og það var til að stöðva slagsmálin,“ sagði hann. Mennirnir sögðust báðir harma atburðarrásina virkilega og báðust fyrirgefningar á verknaðinum. Sá sem fyrir árásinni varð hlaut meðal annars heilaskaða sem leiddi til verulegrar minnisskerðingar og hæfni til skilnings og tjáningar, auk máttminnkunnar og skertrar líkamlegrar getu. Læknir sem bar vitni í málinu sagði hverfandi líkur á að maðurinn myndi ná fyrri getu og lifa eðlilegu lífi á ný. Þá muni hann aldrei öðlast langtíma- né skammtímaminni aftur.
Tengdar fréttir Fólskuleg líkamsárás í Grundarfirði Þolandinn liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild, meðvitundarlaus. 17. júlí 2014 06:15 Líkamsárásin í Grundarfirði: Mennirnir í fjögurra vikna gæsluvarðhald Mennirnir tveir sem eru sakaðir um alvarlega líkamsárás á Grundarfirði voru í Héraðsdómi Vesturlands í dag úrskurðaðir í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 24. júlí 2014 16:32 Áframhaldandi gæsluvarðhald vegna árásarinnar á Grundarfirði Héraðsdómur Vesturlands hefur úrskurðað tvo karlmenn í áframhaldandi gæsluvarðhald í allt að fjórar vikur, á grundvelli almannahagsmuna. 25. júlí 2014 07:04 Líkamsárásin í Grundarfirði: Maðurinn enn í öndunarvél Lögreglan telur að áhöfn Baldvins NC 100 hafi orðið vitni að árásinni. 17. júlí 2014 11:16 Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur Mennirnir tveir sem grunaðir eru fyrir líkamsárásina á Grundarfirði eru nú í gæsluvarðhaldi. 28. júlí 2014 15:45 Líkamsárásin í Grundarfirði: Framburður sakborninga samræmist ekki upptöku Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Vesturlands um að annar sakborninga í líkamsárás í Grundarfirði skuli sæta gæsluvarðhaldi. 23. júlí 2014 12:03 Árásin á Grundarfirði: Haldið sofandi í öndunarvél Tveir karlmenn úrskurðaðir í allt að viku gæsluvarðhald vegna rannsóknar á fólskulegri líkamsárás á karlmann á þrítugsaldri á hafnarsvæðinu í Grundarfirði í fyrrinótt. 18. júlí 2014 07:53 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin: Markmið Sundabrautar náist að mestu með brú Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Sjá meira
Fólskuleg líkamsárás í Grundarfirði Þolandinn liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild, meðvitundarlaus. 17. júlí 2014 06:15
Líkamsárásin í Grundarfirði: Mennirnir í fjögurra vikna gæsluvarðhald Mennirnir tveir sem eru sakaðir um alvarlega líkamsárás á Grundarfirði voru í Héraðsdómi Vesturlands í dag úrskurðaðir í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 24. júlí 2014 16:32
Áframhaldandi gæsluvarðhald vegna árásarinnar á Grundarfirði Héraðsdómur Vesturlands hefur úrskurðað tvo karlmenn í áframhaldandi gæsluvarðhald í allt að fjórar vikur, á grundvelli almannahagsmuna. 25. júlí 2014 07:04
Líkamsárásin í Grundarfirði: Maðurinn enn í öndunarvél Lögreglan telur að áhöfn Baldvins NC 100 hafi orðið vitni að árásinni. 17. júlí 2014 11:16
Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur Mennirnir tveir sem grunaðir eru fyrir líkamsárásina á Grundarfirði eru nú í gæsluvarðhaldi. 28. júlí 2014 15:45
Líkamsárásin í Grundarfirði: Framburður sakborninga samræmist ekki upptöku Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Vesturlands um að annar sakborninga í líkamsárás í Grundarfirði skuli sæta gæsluvarðhaldi. 23. júlí 2014 12:03
Árásin á Grundarfirði: Haldið sofandi í öndunarvél Tveir karlmenn úrskurðaðir í allt að viku gæsluvarðhald vegna rannsóknar á fólskulegri líkamsárás á karlmann á þrítugsaldri á hafnarsvæðinu í Grundarfirði í fyrrinótt. 18. júlí 2014 07:53