Hugsanlegt að Gísli verði krafinn um endurgreiðslu Hjörtur Hjartarson skrifar 14. nóvember 2014 19:45 Frá því að Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, gerðist brotlegur í starfi sem aðstoðarmaður innanríkisráðherra og þar til honum var vikið frá störfum fékk hann rétt ríflega 10 milljónir króna í laun. Til greina kemur að krefja Gísla um endurgreiðslu þessara launa. Gísli sendi fjölmiðlum upplýsingar um hælisleitandann, Tony Omos þann 19.nóvember 2013 og braut þar með af sér í starfi sem leiddi til brottvikningu hans, þann 11.nóvember síðastliðinn, rétt tæpu ári síðar. Allan þann tíma var Gísli á fullum launum, einnig frá 15.ágúst þegar hann var leystur tímabundið frá störfum eftir að hann var ákærður. Mánaðarlaun Gísla hjá innaríkisráðuneytinu voru 893.368 krónur. Á þessu rétt tæplega 12 mánaða tímabili fékk Gísli þar af leiðandi í laun 10 milljónir, 482 þúsund og 185 krónur. Ef við leggjum ofan á þessa tölu launatengd gjöld sem ríkið greiðir fer hún upp í ríflega 14 milljónir króna.Kostnaður saksóknaraembættisins vegna málaferlanna er um hálf milljón króna samkvæmt þeim upplýsingum sem fréttastofan aflaði sér en erfitt er þó að henda reiður á nákvæman kostnað í þeim efnum. Þá er ótalinn sá tími og fjármunir sem fóru í rannsókn málsins en óhætt er meta þann kostnað á nokkrar milljónir króna. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fengust frá innanríkisráðuneytinu er til skoðunar hvort leggja eigi fram kröfu á hendur Gísla um að hann endurgreiði þau laun sem hann þáði á umræddu tímabili. Verið er að fara yfir það í ráðuneytinu hvort slíkt standist lög og reglugerðir. Lekamálið Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira
Frá því að Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, gerðist brotlegur í starfi sem aðstoðarmaður innanríkisráðherra og þar til honum var vikið frá störfum fékk hann rétt ríflega 10 milljónir króna í laun. Til greina kemur að krefja Gísla um endurgreiðslu þessara launa. Gísli sendi fjölmiðlum upplýsingar um hælisleitandann, Tony Omos þann 19.nóvember 2013 og braut þar með af sér í starfi sem leiddi til brottvikningu hans, þann 11.nóvember síðastliðinn, rétt tæpu ári síðar. Allan þann tíma var Gísli á fullum launum, einnig frá 15.ágúst þegar hann var leystur tímabundið frá störfum eftir að hann var ákærður. Mánaðarlaun Gísla hjá innaríkisráðuneytinu voru 893.368 krónur. Á þessu rétt tæplega 12 mánaða tímabili fékk Gísli þar af leiðandi í laun 10 milljónir, 482 þúsund og 185 krónur. Ef við leggjum ofan á þessa tölu launatengd gjöld sem ríkið greiðir fer hún upp í ríflega 14 milljónir króna.Kostnaður saksóknaraembættisins vegna málaferlanna er um hálf milljón króna samkvæmt þeim upplýsingum sem fréttastofan aflaði sér en erfitt er þó að henda reiður á nákvæman kostnað í þeim efnum. Þá er ótalinn sá tími og fjármunir sem fóru í rannsókn málsins en óhætt er meta þann kostnað á nokkrar milljónir króna. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fengust frá innanríkisráðuneytinu er til skoðunar hvort leggja eigi fram kröfu á hendur Gísla um að hann endurgreiði þau laun sem hann þáði á umræddu tímabili. Verið er að fara yfir það í ráðuneytinu hvort slíkt standist lög og reglugerðir.
Lekamálið Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira