Einkunnir strákanna: Aron bestur en Elmar slakastur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. nóvember 2014 22:05 Tékkar höfðu ástæðu til að fagna í kvöld. Vísir/AFP Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var besti leikmaður karlalandsliðs Íslands í 2-1 tapinu gegn Tékkum í undankeppni Evrópumótsins 2016 ytra í kvöld. Einkunnir leikmannanna má sjá hér að neðan. Ragnar Sigurðsson kom Íslandi yfir á 9. mínútu en Tékkarnir sneru við blaðinu með marki hvoru megin við hálfleikinn. Síðara markið var sjálfsmark Jóns Daða Böðvarssonar sem var sérstaklega slysalegt. Mörkin úr leiknum má sjá hér.Hannes Þór Halldórsson 4Gat lítið gert í marki Tékka í síðari hálfleik sem braut loksins ísinn í íslenska markinu. Hannes fékk svo afar klaufalegt sjálfsmark á sig í þeim síðari. Átti svo slæmt úthlaup er Kári bjargaði á línu.Theodór Elmar Bjarnason 2Tékkar herjuðu á hægri bakvarðastöðuna hjá Íslandi og Elmar var oft í miklum vandræðum. Gleymdi sér í marki Tékkanna og kom íslenska liðinu oft í stórhættu. Rétt áður en það átti að taka hann af velli bjuggu Tékkar til mark á vinstri vængnum.Kári Árnason 5 Fékk dæmda á sig aukaspyrnuna sem bjó til mark Tékka, þó það hafi verið fyrir afar litlar sakir. Byrjaði ágætlega en varð mistækur eftir því sem leið á leikinn. Bjargaði þó á línu skömmu eftir sjálfsmarkið.Ragnar Sigurðsson 6Skoraði frábært mark sem kom Íslandi yfir. Reyndu eins og aðrir í íslensku vörninni að halda skipulagi en það gekk oft illa gegn spræku tékknesku liði. Ari Freyr Skúlason 6 Ari komst ágætlega frá sínu í þessum leik. Lokaði sínu svæði vel og átti stóran þátt í að búa til dauðafærið fyrir Kolbein sem var næstum búið að koma Íslandi í 2-0 forystu. Birkir Bjarnason 5 Gerði vel í að skapa færið fyrir Kolbein en það kom annars lítið úr Birki, enda var miðjuspili Íslands oft haldið niðri. Gylfi Þór Sigurðsson 5 Erfiður fyrri hálfleikur þar sem Gylfi var í mikilli varnarvinnu og náði sjaldan að skapa usla á vallarhelmingi heimamanna. Negldi boltanum í stöng um miðjan síðari hálfleik en hafði þess fyrir utan því miður hægt um sig. Aron Einar Gunnarsson 7 Loksins sáum við Aron Einar taka langt innkast í landsleik á ný og það skilaði marki í fyrstu tilraun og stangarskoti Gylfa í því síðara. Fyrirliðinn var gríðarlega duglegur eins og ávallt og komst ágætlega frá gífurlega krefjandi hlutverki á miðjunni. Emil Hallfreðsson 4 Það lá mikið á hægri varnarvæng íslenska liðsins og Emil hafði nóg að gera. Kom því lítið sem ekkert úr sóknarleiknum hægra megin. Jón Daði Böðvarsson 4 Virtist gleyma sér í marki Tékkanna undir lok fyrri hálfleiks og skoraði svo bagalegt sjálfsmark. Þetta var erfiður dagur fyrir sóknarmanninn unga. Kolbeinn Sigþórsson 6 Styrkleiki Kolbeins í loftinu nýttist liðinu vel í fyrri hálfleik. Átti stóran þátt í marki Ragnars og var vinnusamur þess fyrir utan. Varamenn: Rúrik Gíslason (62. fyrir Emil) 5 Náði því miður að bæta litlu við sóknarleik Íslands eftir að hafa komið inn á. Birkir Már Sævarsson (62. fyrir Theodór Elmar) 5 Gerði sitt vel eftir að hann kom inn á, tók engar áhættur og lokaði svæðinu ágætlega. Jóhann Berg Guðmundsson (77. fyrir Birki Bjarnason) Var afar nálægt því að skora eftir hornspyrnu seint í leiknum en Petr Cech varði frá honum af stuttu færi. Spilaði of stutt til að fá einkunn. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Þjóðin svekkt en stolt af strákunum Sparkspekingar eru sársvekktir með 2-1 tap karlalandsliðs Íslands í Tékklandi í kvöld. EM-draumurinn lifir þó enn góðu lífi. 16. nóvember 2014 21:49 Íslendingar síðastir til að fá á sig mark í undankeppni EM Íslenska landsliðið hélt hreinu fram í uppbótartíma fyrri hálfleiks í fjórða leik sínum í undankeppni EM og sló þar með við öllum liðunum í undankeppninni. 16. nóvember 2014 20:52 Gummi Ben missti sig yfir marki Ragnars Okkar maður lýsir leiknum beint á Bylgjunni. 16. nóvember 2014 20:19 Sjáðu mörkin úr tapinu í Plzen | Myndbönd Jón Daði Böðvarsson skoraði slysalegt sjálfsmark sem tryggði Tékkum sigur gegn Ísland. 16. nóvember 2014 21:41 Umfjöllun: Strákarnir felldir í Tékklandi Íslenska liðinu var kippt niður á jörðina á ný eftir drauma byrjun í undankeppni Evrópumótsins í 1-2 tapi gegn Tékklandi í Plzen í kvöld. 16. nóvember 2014 14:12 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Fótbolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fleiri fréttir Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Í beinni: Tindastóll - Fram | Mikilvægur fallslagur á Króknum Í beinni: Víkingur - Valur | Valskonur geta unnið fjórða leikinn í röð Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var besti leikmaður karlalandsliðs Íslands í 2-1 tapinu gegn Tékkum í undankeppni Evrópumótsins 2016 ytra í kvöld. Einkunnir leikmannanna má sjá hér að neðan. Ragnar Sigurðsson kom Íslandi yfir á 9. mínútu en Tékkarnir sneru við blaðinu með marki hvoru megin við hálfleikinn. Síðara markið var sjálfsmark Jóns Daða Böðvarssonar sem var sérstaklega slysalegt. Mörkin úr leiknum má sjá hér.Hannes Þór Halldórsson 4Gat lítið gert í marki Tékka í síðari hálfleik sem braut loksins ísinn í íslenska markinu. Hannes fékk svo afar klaufalegt sjálfsmark á sig í þeim síðari. Átti svo slæmt úthlaup er Kári bjargaði á línu.Theodór Elmar Bjarnason 2Tékkar herjuðu á hægri bakvarðastöðuna hjá Íslandi og Elmar var oft í miklum vandræðum. Gleymdi sér í marki Tékkanna og kom íslenska liðinu oft í stórhættu. Rétt áður en það átti að taka hann af velli bjuggu Tékkar til mark á vinstri vængnum.Kári Árnason 5 Fékk dæmda á sig aukaspyrnuna sem bjó til mark Tékka, þó það hafi verið fyrir afar litlar sakir. Byrjaði ágætlega en varð mistækur eftir því sem leið á leikinn. Bjargaði þó á línu skömmu eftir sjálfsmarkið.Ragnar Sigurðsson 6Skoraði frábært mark sem kom Íslandi yfir. Reyndu eins og aðrir í íslensku vörninni að halda skipulagi en það gekk oft illa gegn spræku tékknesku liði. Ari Freyr Skúlason 6 Ari komst ágætlega frá sínu í þessum leik. Lokaði sínu svæði vel og átti stóran þátt í að búa til dauðafærið fyrir Kolbein sem var næstum búið að koma Íslandi í 2-0 forystu. Birkir Bjarnason 5 Gerði vel í að skapa færið fyrir Kolbein en það kom annars lítið úr Birki, enda var miðjuspili Íslands oft haldið niðri. Gylfi Þór Sigurðsson 5 Erfiður fyrri hálfleikur þar sem Gylfi var í mikilli varnarvinnu og náði sjaldan að skapa usla á vallarhelmingi heimamanna. Negldi boltanum í stöng um miðjan síðari hálfleik en hafði þess fyrir utan því miður hægt um sig. Aron Einar Gunnarsson 7 Loksins sáum við Aron Einar taka langt innkast í landsleik á ný og það skilaði marki í fyrstu tilraun og stangarskoti Gylfa í því síðara. Fyrirliðinn var gríðarlega duglegur eins og ávallt og komst ágætlega frá gífurlega krefjandi hlutverki á miðjunni. Emil Hallfreðsson 4 Það lá mikið á hægri varnarvæng íslenska liðsins og Emil hafði nóg að gera. Kom því lítið sem ekkert úr sóknarleiknum hægra megin. Jón Daði Böðvarsson 4 Virtist gleyma sér í marki Tékkanna undir lok fyrri hálfleiks og skoraði svo bagalegt sjálfsmark. Þetta var erfiður dagur fyrir sóknarmanninn unga. Kolbeinn Sigþórsson 6 Styrkleiki Kolbeins í loftinu nýttist liðinu vel í fyrri hálfleik. Átti stóran þátt í marki Ragnars og var vinnusamur þess fyrir utan. Varamenn: Rúrik Gíslason (62. fyrir Emil) 5 Náði því miður að bæta litlu við sóknarleik Íslands eftir að hafa komið inn á. Birkir Már Sævarsson (62. fyrir Theodór Elmar) 5 Gerði sitt vel eftir að hann kom inn á, tók engar áhættur og lokaði svæðinu ágætlega. Jóhann Berg Guðmundsson (77. fyrir Birki Bjarnason) Var afar nálægt því að skora eftir hornspyrnu seint í leiknum en Petr Cech varði frá honum af stuttu færi. Spilaði of stutt til að fá einkunn.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Þjóðin svekkt en stolt af strákunum Sparkspekingar eru sársvekktir með 2-1 tap karlalandsliðs Íslands í Tékklandi í kvöld. EM-draumurinn lifir þó enn góðu lífi. 16. nóvember 2014 21:49 Íslendingar síðastir til að fá á sig mark í undankeppni EM Íslenska landsliðið hélt hreinu fram í uppbótartíma fyrri hálfleiks í fjórða leik sínum í undankeppni EM og sló þar með við öllum liðunum í undankeppninni. 16. nóvember 2014 20:52 Gummi Ben missti sig yfir marki Ragnars Okkar maður lýsir leiknum beint á Bylgjunni. 16. nóvember 2014 20:19 Sjáðu mörkin úr tapinu í Plzen | Myndbönd Jón Daði Böðvarsson skoraði slysalegt sjálfsmark sem tryggði Tékkum sigur gegn Ísland. 16. nóvember 2014 21:41 Umfjöllun: Strákarnir felldir í Tékklandi Íslenska liðinu var kippt niður á jörðina á ný eftir drauma byrjun í undankeppni Evrópumótsins í 1-2 tapi gegn Tékklandi í Plzen í kvöld. 16. nóvember 2014 14:12 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Fótbolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fleiri fréttir Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Í beinni: Tindastóll - Fram | Mikilvægur fallslagur á Króknum Í beinni: Víkingur - Valur | Valskonur geta unnið fjórða leikinn í röð Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Sjá meira
Þjóðin svekkt en stolt af strákunum Sparkspekingar eru sársvekktir með 2-1 tap karlalandsliðs Íslands í Tékklandi í kvöld. EM-draumurinn lifir þó enn góðu lífi. 16. nóvember 2014 21:49
Íslendingar síðastir til að fá á sig mark í undankeppni EM Íslenska landsliðið hélt hreinu fram í uppbótartíma fyrri hálfleiks í fjórða leik sínum í undankeppni EM og sló þar með við öllum liðunum í undankeppninni. 16. nóvember 2014 20:52
Gummi Ben missti sig yfir marki Ragnars Okkar maður lýsir leiknum beint á Bylgjunni. 16. nóvember 2014 20:19
Sjáðu mörkin úr tapinu í Plzen | Myndbönd Jón Daði Böðvarsson skoraði slysalegt sjálfsmark sem tryggði Tékkum sigur gegn Ísland. 16. nóvember 2014 21:41
Umfjöllun: Strákarnir felldir í Tékklandi Íslenska liðinu var kippt niður á jörðina á ný eftir drauma byrjun í undankeppni Evrópumótsins í 1-2 tapi gegn Tékklandi í Plzen í kvöld. 16. nóvember 2014 14:12