Lyftistangir hlutabréfamarkaðar Stjórnarmaðurinn skrifar 19. nóvember 2014 09:00 Íslenskur hlutabréfamarkaður má muna sinn fífil fegri. Meðalmánaðarvelta nemur 23 milljörðum króna það sem af er ári. Hærri velta en á sama tíma í fyrra, en fölleit í samanburði við miðbik síðasta áratugar þegar ekki var óalgengt að sjá slíkar veltutölur yfir einstaka daga, ekki mánuði. Hvað veldur samdrættinum? Nokkrir þættir hafa þar mest áhrif: a) Félögum hefur fækkað um meira en helming frá því er mest var. b) 43% af skráðum hlutabréfum eru í beinni eða óbeinni eigu lífeyrissjóðanna og skipta því sjaldnar um hendur. c) Umsvif annarra fjárfesta á markaðnum, annarra fyrirtækja, en ekki síður einstaklinga, hafa dregist verulega saman. Forsvarsmenn Kauphallarinnar vita vel af þessum vanda. Í síðustu viku stóðu þeir, ásamt markaðsaðilum, að útgáfu skýrslu sem meðal annars inniheldur tíu tillögur að aukinni virkni og gagnsemi íslensks verðbréfamarkaðar. Vert er að staldra sérstaklega við tvær tillögur. Lagt er til að setja upp sérstakan sjóð sem styður við rannsóknir á sviði verðbréfamarkaðar. Nú, átta árum eftir hrun, leggja greiningardeildir bankanna megináherslu á greiningu og spár um þróun hagvísa. Óhætt er því að fullyrða að lítið er um hágæðagreiningu á rekstri skráðra fyrirtækja. Stjórnarmaðurinn fagnar því að leggja eigi áherslu á að mennta markaðinn en furðar sig jafnframt á því að enginn af bönkunum eða öðrum markaðsaðilum sjái sér hag í því að vera með slíka útgáfu. Í skýrslunni er einnig sett fram tillaga þess efnis að veita einstaklingum skattaafslátt til hlutabréfakaupa. Stjórnarmanninum þykir þessi tillaga sérstaklega varhugaverð. Meginástæða lystarleysis einstaklinga á hlutabréfamarkaði er sú að traust þeirra á markaðnum er í sögulegu lágmarki. Ekki verður að því hlaupið að auka þetta traust, þó betra og tímanlegra upplýsingaflæði frá fyrirtækjum, innleiðing bestu starfshátta, almennt gagnsæi og aukin umræða og greining á fjárfestingarkostum séu allt liðir í því. Skattaafsláttur myndi vafalítið auka þátttöku á markaðnum svo einhverju næmi: Sérstaklega þó í formi spákaupmennsku, enda erfitt að stunda vel ígrunduð verðbréfaviðskipti án fyrrnefndra skilyrða. Varhugavert er að hvetja almenning til viðskipta við slíkar aðstæður, einkum með fjárhagslegum hvata. Væri þá betur heima setið en af stað farið.Tweets by @stjornarmadur Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Hjakkað í sama farinu Mótmæli á Austurvelli, fréttir af sekt eða sakleysi Kaupþingsmanna, furðulegar yfirlýsingar seðlabankastjóra, flugvallarmálið og umræður um forsendubrest og leiðréttingu á skuldamálum heimilanna. Hér er ekki verið að lýsa seinni hluta október 2008, heldur fyrstu dögum nóvembermánaðar árið 2014. 12. nóvember 2014 09:00 Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
Íslenskur hlutabréfamarkaður má muna sinn fífil fegri. Meðalmánaðarvelta nemur 23 milljörðum króna það sem af er ári. Hærri velta en á sama tíma í fyrra, en fölleit í samanburði við miðbik síðasta áratugar þegar ekki var óalgengt að sjá slíkar veltutölur yfir einstaka daga, ekki mánuði. Hvað veldur samdrættinum? Nokkrir þættir hafa þar mest áhrif: a) Félögum hefur fækkað um meira en helming frá því er mest var. b) 43% af skráðum hlutabréfum eru í beinni eða óbeinni eigu lífeyrissjóðanna og skipta því sjaldnar um hendur. c) Umsvif annarra fjárfesta á markaðnum, annarra fyrirtækja, en ekki síður einstaklinga, hafa dregist verulega saman. Forsvarsmenn Kauphallarinnar vita vel af þessum vanda. Í síðustu viku stóðu þeir, ásamt markaðsaðilum, að útgáfu skýrslu sem meðal annars inniheldur tíu tillögur að aukinni virkni og gagnsemi íslensks verðbréfamarkaðar. Vert er að staldra sérstaklega við tvær tillögur. Lagt er til að setja upp sérstakan sjóð sem styður við rannsóknir á sviði verðbréfamarkaðar. Nú, átta árum eftir hrun, leggja greiningardeildir bankanna megináherslu á greiningu og spár um þróun hagvísa. Óhætt er því að fullyrða að lítið er um hágæðagreiningu á rekstri skráðra fyrirtækja. Stjórnarmaðurinn fagnar því að leggja eigi áherslu á að mennta markaðinn en furðar sig jafnframt á því að enginn af bönkunum eða öðrum markaðsaðilum sjái sér hag í því að vera með slíka útgáfu. Í skýrslunni er einnig sett fram tillaga þess efnis að veita einstaklingum skattaafslátt til hlutabréfakaupa. Stjórnarmanninum þykir þessi tillaga sérstaklega varhugaverð. Meginástæða lystarleysis einstaklinga á hlutabréfamarkaði er sú að traust þeirra á markaðnum er í sögulegu lágmarki. Ekki verður að því hlaupið að auka þetta traust, þó betra og tímanlegra upplýsingaflæði frá fyrirtækjum, innleiðing bestu starfshátta, almennt gagnsæi og aukin umræða og greining á fjárfestingarkostum séu allt liðir í því. Skattaafsláttur myndi vafalítið auka þátttöku á markaðnum svo einhverju næmi: Sérstaklega þó í formi spákaupmennsku, enda erfitt að stunda vel ígrunduð verðbréfaviðskipti án fyrrnefndra skilyrða. Varhugavert er að hvetja almenning til viðskipta við slíkar aðstæður, einkum með fjárhagslegum hvata. Væri þá betur heima setið en af stað farið.Tweets by @stjornarmadur
Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Hjakkað í sama farinu Mótmæli á Austurvelli, fréttir af sekt eða sakleysi Kaupþingsmanna, furðulegar yfirlýsingar seðlabankastjóra, flugvallarmálið og umræður um forsendubrest og leiðréttingu á skuldamálum heimilanna. Hér er ekki verið að lýsa seinni hluta október 2008, heldur fyrstu dögum nóvembermánaðar árið 2014. 12. nóvember 2014 09:00 Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
Hjakkað í sama farinu Mótmæli á Austurvelli, fréttir af sekt eða sakleysi Kaupþingsmanna, furðulegar yfirlýsingar seðlabankastjóra, flugvallarmálið og umræður um forsendubrest og leiðréttingu á skuldamálum heimilanna. Hér er ekki verið að lýsa seinni hluta október 2008, heldur fyrstu dögum nóvembermánaðar árið 2014. 12. nóvember 2014 09:00