Líklegra að jólin verði rauð Kjartan Atli Kjartansson skrifar 19. nóvember 2014 14:33 Rauð jól líklegri segir Páll Bergþórsson Líklegra er að jólin hér á landi verði rauð, frekar en hvít. Þetta segir Páll Bergþórsson, veðurfræðingur og fyrrum veðurstofustjóri. Hann segir að erfitt sé að segja til um það með neinni vissu hvernig veðri verði yfir jólahátíðina í ár. En með því að rýna í þær vísbendingar sem fyrir liggja megi segja að líkur séu á rauðum jólum. „Það eru engin sambönd svo langt inn í framtíðina,“ segir hann þegar hann er spurður að því hvernig veðrið verði um jólin og heldur áfram: „Alnmennt séð getum við litið á sjávarhitann. Við landið er ábyggilega tiltölulega hlýr sjór, eftir mestu hlýindi síðan mælingar hófust. Það bendir til þess að veðrið verði mildara en oftast áður. Það gæti þýtt það að það verði meiri líkur til þess að það verði rauð jól en hvít. En það er auðvitað mismunandi, eftir því hvaða stað á landinu maður horfir á.“ Páll segir að kalt loft úr norðri gæti haft áhrif og tryggt það að jólin verði hvít. Um veðrið næstu daga segir Páll að líklega fari að kólna aftur. „Eftir níu til tíu daga er búist við því að það verði dálítið frost hér og þar, að minnsta kosti inn til landsins. Undanfarnar vikur hafa verið mikil hlýindi; hitinn hefur verið fjórum gráðum yfir því sem venjulegt.“ Páll segist vonast til þess að hlýindin haldi áfram og að jólin verði rauð. „Ég vil helst hafa þau rauð og hef alltaf viljað það. Áhugi minn á landbúnaði hefur ráðið því. Ég var uppalinn við hann.“ Jólafréttir Veður Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Líklegra er að jólin hér á landi verði rauð, frekar en hvít. Þetta segir Páll Bergþórsson, veðurfræðingur og fyrrum veðurstofustjóri. Hann segir að erfitt sé að segja til um það með neinni vissu hvernig veðri verði yfir jólahátíðina í ár. En með því að rýna í þær vísbendingar sem fyrir liggja megi segja að líkur séu á rauðum jólum. „Það eru engin sambönd svo langt inn í framtíðina,“ segir hann þegar hann er spurður að því hvernig veðrið verði um jólin og heldur áfram: „Alnmennt séð getum við litið á sjávarhitann. Við landið er ábyggilega tiltölulega hlýr sjór, eftir mestu hlýindi síðan mælingar hófust. Það bendir til þess að veðrið verði mildara en oftast áður. Það gæti þýtt það að það verði meiri líkur til þess að það verði rauð jól en hvít. En það er auðvitað mismunandi, eftir því hvaða stað á landinu maður horfir á.“ Páll segir að kalt loft úr norðri gæti haft áhrif og tryggt það að jólin verði hvít. Um veðrið næstu daga segir Páll að líklega fari að kólna aftur. „Eftir níu til tíu daga er búist við því að það verði dálítið frost hér og þar, að minnsta kosti inn til landsins. Undanfarnar vikur hafa verið mikil hlýindi; hitinn hefur verið fjórum gráðum yfir því sem venjulegt.“ Páll segist vonast til þess að hlýindin haldi áfram og að jólin verði rauð. „Ég vil helst hafa þau rauð og hef alltaf viljað það. Áhugi minn á landbúnaði hefur ráðið því. Ég var uppalinn við hann.“
Jólafréttir Veður Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira