Lögreglustjóri hugsanlega brotið lög og gæti þurft að víkja Heimir Már Pétursson skrifar 19. nóvember 2014 19:20 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hlýtur að víkja úr embætti ákveði ríkissaksóknari að rannsaka afhendingu hennar á trúnaðargögnum til aðstoðarmanns innanríkisráðherra, eins og hann hljóti að gera að mati hæstaréttarlögmannsins Vilhjálms H. Vilhjálmssonar. Engin augljós lagastoð sé fyrir því að lögreglustjóri afhendi aðstoðarmanni ráðherra gögn um einstök mál í rannsókn. Nýskipaður lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki orðið við ítrekuðum beiðnum fréttastofunnar um viðtal vegna þessa máls og vísar til yfirlýsingar sem hún sendi fjölmiðlum í gær. En þar kemur fram að þegar hún var lögreglustjóri á Suðurnesjum sendi hún aðstoðarmanni innanríkisráðherra greinargerð um mál Tony Omos á sama tíma og mál hans voru enn til rannsóknar hjá embætti hennar. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra skipaði Sigríði Björk Guðjónsdóttur í þáverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum í embætti lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu án auglýsingar í lok júlí. Í yfirlýsingu Sigríðar Bjarkar frá í gær kemur fram að hún afhenti Gísla Frey Valdórssyni greinargerð um Omos daginn sem fréttir byggðar á leka hans birtust í fjölmiðlum.Sýnist þér eðlilegt að lögreglustjóri afhendi aðstoðarmanni ráðherra gögn með þessum hætti?„Nei það er fullkomlega óeðlilegt að mínu mati. Lögreglustjórinn þarf auðvitað að skýra það út á grundvelli hvaða lagaheimildar hann afhendir þessi gögn til pólitísks aðstoðarmanns innanríkisráðherra. Og eftir að hafa farið í gegnum lögin og skoðað þetta mál sé ég ekki hvaða lagaheimild það getur verið. Ég held að þetta sé fullkomlega ólögmætt. Án lagastoðar hafi lögreglustjórinn því hugsanlega brotið lög. „Þá verður að telja að lögreglustjórinn hafi eftir atvikum gerst sekur um brot á þagnarskyldu samkvæmt lögreglulögum og almennum hegningarlögum. Það er háalvarlegt mál,“ segir Vilhjálmur. Það geti skipt máli hvort það var aðstoðarmaðurinn eða ráðherrann sjálfur sem óskaði eftir gögnunum. Afhending þeirra virðist hafa farið fram með mjög óformlegum hætti. „Ég er ekki að segja að það sé ekki mögulegt að í einhverjum tilvikum eigi stjórnvald rétt á upplýsingum frá lögreglu um einstök mál. En það er þá gert með formlegum bréfasamskiptum og það liggur þá fyrir hver tilgangurinn er með upplýsingaöfluninni. Það er ekki þannig í þessu tilviki. Því miður,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður. Það sé almennt ekki eðlilegt að ráðherra eða aðstoðarmenn hans séu að hnýsast í mál sem séu í rannsókn. Fyrir utan að lögreglulög gerir ráð fyrri að Ríkislögreglustjóri fari með vald ráðherra varðandi yfirstjórn og eftirlit með lögreglunni. „Ég tel að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu þurfi að víkja ef ríkissaksóknari tekur þetta mál til rannsóknar eins og embættið hlýtur að gera,“ segir Vilhjálmur. Hann segir röð samskipta aðstoðarmannsins fyrrverandi og lögreglustjórans í þessum málum einnig vekja athygli. „Ef það er rétt sem fram hefur komið að lögreglustjórinn hefur haft frumkvæði að því að hringja í aðstoðarmanninn er það auðvitað ennþá alvarlega en hitt,“ segir Vilhjálmur. En það hefur einnig verið nefnt að innanríkisráðherra skipaði Sigríði Björk í embætti lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma og lekamálið bar sem hæst. „Nú erum við komin í pólitíkina sem ég er ekki endilega sérfræðingur í. En lögin eru þannig að það varðar aukna refsingu ef viðkomandi hefur haft ávinning af broti sínu,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Lekamálið Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hlýtur að víkja úr embætti ákveði ríkissaksóknari að rannsaka afhendingu hennar á trúnaðargögnum til aðstoðarmanns innanríkisráðherra, eins og hann hljóti að gera að mati hæstaréttarlögmannsins Vilhjálms H. Vilhjálmssonar. Engin augljós lagastoð sé fyrir því að lögreglustjóri afhendi aðstoðarmanni ráðherra gögn um einstök mál í rannsókn. Nýskipaður lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki orðið við ítrekuðum beiðnum fréttastofunnar um viðtal vegna þessa máls og vísar til yfirlýsingar sem hún sendi fjölmiðlum í gær. En þar kemur fram að þegar hún var lögreglustjóri á Suðurnesjum sendi hún aðstoðarmanni innanríkisráðherra greinargerð um mál Tony Omos á sama tíma og mál hans voru enn til rannsóknar hjá embætti hennar. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra skipaði Sigríði Björk Guðjónsdóttur í þáverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum í embætti lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu án auglýsingar í lok júlí. Í yfirlýsingu Sigríðar Bjarkar frá í gær kemur fram að hún afhenti Gísla Frey Valdórssyni greinargerð um Omos daginn sem fréttir byggðar á leka hans birtust í fjölmiðlum.Sýnist þér eðlilegt að lögreglustjóri afhendi aðstoðarmanni ráðherra gögn með þessum hætti?„Nei það er fullkomlega óeðlilegt að mínu mati. Lögreglustjórinn þarf auðvitað að skýra það út á grundvelli hvaða lagaheimildar hann afhendir þessi gögn til pólitísks aðstoðarmanns innanríkisráðherra. Og eftir að hafa farið í gegnum lögin og skoðað þetta mál sé ég ekki hvaða lagaheimild það getur verið. Ég held að þetta sé fullkomlega ólögmætt. Án lagastoðar hafi lögreglustjórinn því hugsanlega brotið lög. „Þá verður að telja að lögreglustjórinn hafi eftir atvikum gerst sekur um brot á þagnarskyldu samkvæmt lögreglulögum og almennum hegningarlögum. Það er háalvarlegt mál,“ segir Vilhjálmur. Það geti skipt máli hvort það var aðstoðarmaðurinn eða ráðherrann sjálfur sem óskaði eftir gögnunum. Afhending þeirra virðist hafa farið fram með mjög óformlegum hætti. „Ég er ekki að segja að það sé ekki mögulegt að í einhverjum tilvikum eigi stjórnvald rétt á upplýsingum frá lögreglu um einstök mál. En það er þá gert með formlegum bréfasamskiptum og það liggur þá fyrir hver tilgangurinn er með upplýsingaöfluninni. Það er ekki þannig í þessu tilviki. Því miður,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður. Það sé almennt ekki eðlilegt að ráðherra eða aðstoðarmenn hans séu að hnýsast í mál sem séu í rannsókn. Fyrir utan að lögreglulög gerir ráð fyrri að Ríkislögreglustjóri fari með vald ráðherra varðandi yfirstjórn og eftirlit með lögreglunni. „Ég tel að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu þurfi að víkja ef ríkissaksóknari tekur þetta mál til rannsóknar eins og embættið hlýtur að gera,“ segir Vilhjálmur. Hann segir röð samskipta aðstoðarmannsins fyrrverandi og lögreglustjórans í þessum málum einnig vekja athygli. „Ef það er rétt sem fram hefur komið að lögreglustjórinn hefur haft frumkvæði að því að hringja í aðstoðarmanninn er það auðvitað ennþá alvarlega en hitt,“ segir Vilhjálmur. En það hefur einnig verið nefnt að innanríkisráðherra skipaði Sigríði Björk í embætti lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma og lekamálið bar sem hæst. „Nú erum við komin í pólitíkina sem ég er ekki endilega sérfræðingur í. En lögin eru þannig að það varðar aukna refsingu ef viðkomandi hefur haft ávinning af broti sínu,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson.
Lekamálið Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira