Rannsókn á flugslysinu miðar vel 2. nóvember 2014 12:39 Rannsókn á flugslysinu við Hlíðarfjallsveg á Akureyri í fyrra miðar vel, að sögn Þorkels Ágústssonar sem stýrir rannsókn á slysinu hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. Þorkell segir hins vegar óvíst hvenær skýrsla nefndarinnar um slysið lítur dagsins ljós. Þegar TF-MYX vél Mýflugs fórst á Hlíðarfjallsvegi hinn 5. ágúst 2013 létust flugstjórinn Páll Steindór Steindórsson og sjúkraflutningamaðurinn Pétur Róbert Tryggvason. Sá eini sem lifði slysið af var flugmaðurinn Axel Albert Jensen. Þegar TF-MYX var skammt frá Akureyrarflugvelli á slysdegi sá áhöfnin til flugvallarins og lauk blindflugi. Skömmu síðar óskaði áhöfnin eftir því við flugturninn að fljúga einn hring yfir bæinn og fékk það samþykkt. Rannsóknarnefnd Samgönguslysa sendi frá sér bráðabirgðaskýrslu hinn 5. október á síðasta ári. Þar segir að þegar flugvélin hafi nálgast akstursíþróttabrautina í vinstri beygju hafi hún misst hæð. Myndband sem sýnir vélina brotlenda og birtist á Stöð 2 og Vísi á sínum tíma hefur hins vegar vakið upp spurningar um hvort vélin hafi raunverulega misst hæð. Þorkell Ágústsson, rannsóknarstjóri flugslysa hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa, stýrir rannsókn á slysinu á Hlíðarfjallsvegi. Rætt var við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.Hvernig miðar rannsókninni? „Hún hefur sinn eðlilega gang. Það er verið að skoða alla þætti,“ sagði Þorkell.Þetta myndband sem þið fenguð í hendur. Skiptir það ekki sköpum í rannsókninni? „Jú það er ágætisgangur í rannsókninni.“Varð rannsóknin mun víðfeðmri en þið áttuð von á í fyrstu, vegna þessara gagna sem nefndin hefur undir höndum? „Ég get svo sem ekki tjáð mig um það í raun og veru.“Núna er langt liðið frá slysinu. Hvers vegna hefur þetta tekið svona langan tíma? „Ég held það sé bara eðlilegur gangur á þessu. Miðað við aðrar rannsóknir.“Hvenær sjáum við síðan skýrslu nefndarinnar? „Ég get svo sem ekkert sagt til um það. Hún mun líta dagsins ljós þegar rannsókninni er lokið,“ sagði Þorkell. Eftir flugslysið við Hlíðarfjallsveg hefur komið fram gagnrýni á starfshætti Mýflugs sem átti vélina TF-MYX og annast sjúkraflug frá Akureyri. Björn Gunnarsson, fyrrverandi læknisfræðilegur forsvarsmaður sjúkraflugs á Akureyri, kveðst hafa gert margar athugasemdir við sjúkraflug Mýflugs. Þá hafi hann verið hætt kominn í lágflugi framkvæmdastjóra Mýflugs á einum tímapunkti.Afmarkast rannsóknin eingöngu við flugslysið eða rannsakaði nefndi líka starfshætti Mýflugs í aðdraganda slyssins? „Ég vil svo sem ekkert tjá mig neitt um rannsóknina á þessu stigi.,“ sagði Þorkell Ágústsson hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Myndband af flugslysinu við Hlíðarfjallsveg Fréttastofa 365 birtir nú í fyrsta sinn opinberlega myndband sem sýnir þegar TF-MYX sjúkraflugvél Mýflugs brotlendir á akstursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg á Akureyri hinn 5. ágúst 2013. Tveir létust í flugslysinu. Fréttastofan metur það svo að birting myndbandsins eigi erindi við almenning m.a vegna forvarnar- og upplýsingagildis. 6. janúar 2014 15:30 Ísland í dag: Fréttaskýring um flugslysið við Hlíðarfjallsveg Í meðfylgjandi myndskeiði má nálgast fréttaskýringu sem birtist í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld um flugslysið á akstursíþróttabrautinni við Hlíðarfjallsveg á Akureyri 5. ágúst síðastliðinn. Fjölskylda eins þeirra sem lést í slysinu hefur efasemdir um rannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa og hefur farið fram á lögreglurannsókn á slysinu. 6. janúar 2014 21:48 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Rannsókn á flugslysinu við Hlíðarfjallsveg á Akureyri í fyrra miðar vel, að sögn Þorkels Ágústssonar sem stýrir rannsókn á slysinu hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. Þorkell segir hins vegar óvíst hvenær skýrsla nefndarinnar um slysið lítur dagsins ljós. Þegar TF-MYX vél Mýflugs fórst á Hlíðarfjallsvegi hinn 5. ágúst 2013 létust flugstjórinn Páll Steindór Steindórsson og sjúkraflutningamaðurinn Pétur Róbert Tryggvason. Sá eini sem lifði slysið af var flugmaðurinn Axel Albert Jensen. Þegar TF-MYX var skammt frá Akureyrarflugvelli á slysdegi sá áhöfnin til flugvallarins og lauk blindflugi. Skömmu síðar óskaði áhöfnin eftir því við flugturninn að fljúga einn hring yfir bæinn og fékk það samþykkt. Rannsóknarnefnd Samgönguslysa sendi frá sér bráðabirgðaskýrslu hinn 5. október á síðasta ári. Þar segir að þegar flugvélin hafi nálgast akstursíþróttabrautina í vinstri beygju hafi hún misst hæð. Myndband sem sýnir vélina brotlenda og birtist á Stöð 2 og Vísi á sínum tíma hefur hins vegar vakið upp spurningar um hvort vélin hafi raunverulega misst hæð. Þorkell Ágústsson, rannsóknarstjóri flugslysa hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa, stýrir rannsókn á slysinu á Hlíðarfjallsvegi. Rætt var við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.Hvernig miðar rannsókninni? „Hún hefur sinn eðlilega gang. Það er verið að skoða alla þætti,“ sagði Þorkell.Þetta myndband sem þið fenguð í hendur. Skiptir það ekki sköpum í rannsókninni? „Jú það er ágætisgangur í rannsókninni.“Varð rannsóknin mun víðfeðmri en þið áttuð von á í fyrstu, vegna þessara gagna sem nefndin hefur undir höndum? „Ég get svo sem ekki tjáð mig um það í raun og veru.“Núna er langt liðið frá slysinu. Hvers vegna hefur þetta tekið svona langan tíma? „Ég held það sé bara eðlilegur gangur á þessu. Miðað við aðrar rannsóknir.“Hvenær sjáum við síðan skýrslu nefndarinnar? „Ég get svo sem ekkert sagt til um það. Hún mun líta dagsins ljós þegar rannsókninni er lokið,“ sagði Þorkell. Eftir flugslysið við Hlíðarfjallsveg hefur komið fram gagnrýni á starfshætti Mýflugs sem átti vélina TF-MYX og annast sjúkraflug frá Akureyri. Björn Gunnarsson, fyrrverandi læknisfræðilegur forsvarsmaður sjúkraflugs á Akureyri, kveðst hafa gert margar athugasemdir við sjúkraflug Mýflugs. Þá hafi hann verið hætt kominn í lágflugi framkvæmdastjóra Mýflugs á einum tímapunkti.Afmarkast rannsóknin eingöngu við flugslysið eða rannsakaði nefndi líka starfshætti Mýflugs í aðdraganda slyssins? „Ég vil svo sem ekkert tjá mig neitt um rannsóknina á þessu stigi.,“ sagði Þorkell Ágústsson hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa.
Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Myndband af flugslysinu við Hlíðarfjallsveg Fréttastofa 365 birtir nú í fyrsta sinn opinberlega myndband sem sýnir þegar TF-MYX sjúkraflugvél Mýflugs brotlendir á akstursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg á Akureyri hinn 5. ágúst 2013. Tveir létust í flugslysinu. Fréttastofan metur það svo að birting myndbandsins eigi erindi við almenning m.a vegna forvarnar- og upplýsingagildis. 6. janúar 2014 15:30 Ísland í dag: Fréttaskýring um flugslysið við Hlíðarfjallsveg Í meðfylgjandi myndskeiði má nálgast fréttaskýringu sem birtist í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld um flugslysið á akstursíþróttabrautinni við Hlíðarfjallsveg á Akureyri 5. ágúst síðastliðinn. Fjölskylda eins þeirra sem lést í slysinu hefur efasemdir um rannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa og hefur farið fram á lögreglurannsókn á slysinu. 6. janúar 2014 21:48 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Myndband af flugslysinu við Hlíðarfjallsveg Fréttastofa 365 birtir nú í fyrsta sinn opinberlega myndband sem sýnir þegar TF-MYX sjúkraflugvél Mýflugs brotlendir á akstursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg á Akureyri hinn 5. ágúst 2013. Tveir létust í flugslysinu. Fréttastofan metur það svo að birting myndbandsins eigi erindi við almenning m.a vegna forvarnar- og upplýsingagildis. 6. janúar 2014 15:30
Ísland í dag: Fréttaskýring um flugslysið við Hlíðarfjallsveg Í meðfylgjandi myndskeiði má nálgast fréttaskýringu sem birtist í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld um flugslysið á akstursíþróttabrautinni við Hlíðarfjallsveg á Akureyri 5. ágúst síðastliðinn. Fjölskylda eins þeirra sem lést í slysinu hefur efasemdir um rannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa og hefur farið fram á lögreglurannsókn á slysinu. 6. janúar 2014 21:48