Segir gjaldeyrishöftin hafa verið mistök 2. nóvember 2014 15:40 Vísir/Anton Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur og rektor Háskólans á Bifröst, segir að staða lífeyrissjóðanna og margra annarra væri mun betri í dag hefðu gjaldeyrishöftin ekki verið sett á og að þau hafi verið mikil mistök. Verði þeim aflétt í dag muni fátt breytast. Verði höftin þó á mikið lengur verði kostnaðurinn jafn mikill á endanum og vegna efnahagshrunsins. Vilhjálmur var gestur Sigurjóns Egilssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Vilhjálmur sem einnig er fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þetta meðal annars í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og án haftanna væri hér mun meiri hagvöxtur en raunin er og sprotafyrirtækin færu ekki úr landi. Vilhjálmur nefndi til að mynda kostnaðinn við að halda kerfi gjaldeyrishaftanna við. Hann segir að stjórnvöld hefðu átt að leyfa krónunni að falla nægilega mikið svo það kæmi að ákveðnum náttúrulegum botni. „Á þeim botni gætu mjög mörg viðskipti gerst. Til dæmis áttu lífeyrissjóðirnir heilmikið að erlendum fjármunum sem þeir máttu ekki nota.“ Þá segir hann að mögulegt hefði verið að kaupa upp eignir eins og ríkisskuldabréf fyrir tiltölulega litla peninga. „Í stað þess að leysa það og láta gengið ná þessum náttúrulega botni og búa svo til stöðugleika þar sem væri alveg ljóst að það myndi hækka aftur. Því um leið og það var komið og gengið færi að hækka aftur væri allt að vinna með krónunni. Þannig að hún hefði hækkað tiltölulega hratt upp og gengið jafnvel hærra en það síðan varð á þessum tíma.“ Vilhjálmur sneri tali sínu einnig að kröfuhöfum föllnu bankanna. „Allar þessar kröfur geta gengið kaupum og sölum og hafa gengið kaupum og sölum. Það eru um 300 þúsund manns sem að mega ekki versla þessar kröfur, plús einhverjar milljónir í Norður-Kóreu og Kúbu. En það er eitthvað um sjö milljarðar manna sem að geta bara keypt og selt þessar eignir eins og þeim sýnist.“ Hann nefndi einnig kostnaðinn við að halda kerfi gjaldeyrishafta við. „Hvað eru margir að vinna við þetta í Seðlabankanum? Hvað eru margir að vinna við gjaldeyrishöftin og framkvæmd þeirra í bönkunum. Hvað eru margir að vinna við framkvæmd þessara hafta út um allt í atvinnulífinu og í stofnunum og öðru?“ Vilhjálmur sagði þessi störf vera algerlega óþörf og að þau sköpuðu engin verðmæti. „Ef þú leggur þetta saman yfir tíu til fimmtán ára tímabil þá er kostnaðurinn við gjaldeyrishöftin orðinn sá sami og kostnaðurinn við hrunið. Ef það yrði sagt á morgun að höftin væru farin, ég er viss um að það myndi mjög lítið gerast.“ Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Sjá meira
Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur og rektor Háskólans á Bifröst, segir að staða lífeyrissjóðanna og margra annarra væri mun betri í dag hefðu gjaldeyrishöftin ekki verið sett á og að þau hafi verið mikil mistök. Verði þeim aflétt í dag muni fátt breytast. Verði höftin þó á mikið lengur verði kostnaðurinn jafn mikill á endanum og vegna efnahagshrunsins. Vilhjálmur var gestur Sigurjóns Egilssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Vilhjálmur sem einnig er fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þetta meðal annars í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og án haftanna væri hér mun meiri hagvöxtur en raunin er og sprotafyrirtækin færu ekki úr landi. Vilhjálmur nefndi til að mynda kostnaðinn við að halda kerfi gjaldeyrishaftanna við. Hann segir að stjórnvöld hefðu átt að leyfa krónunni að falla nægilega mikið svo það kæmi að ákveðnum náttúrulegum botni. „Á þeim botni gætu mjög mörg viðskipti gerst. Til dæmis áttu lífeyrissjóðirnir heilmikið að erlendum fjármunum sem þeir máttu ekki nota.“ Þá segir hann að mögulegt hefði verið að kaupa upp eignir eins og ríkisskuldabréf fyrir tiltölulega litla peninga. „Í stað þess að leysa það og láta gengið ná þessum náttúrulega botni og búa svo til stöðugleika þar sem væri alveg ljóst að það myndi hækka aftur. Því um leið og það var komið og gengið færi að hækka aftur væri allt að vinna með krónunni. Þannig að hún hefði hækkað tiltölulega hratt upp og gengið jafnvel hærra en það síðan varð á þessum tíma.“ Vilhjálmur sneri tali sínu einnig að kröfuhöfum föllnu bankanna. „Allar þessar kröfur geta gengið kaupum og sölum og hafa gengið kaupum og sölum. Það eru um 300 þúsund manns sem að mega ekki versla þessar kröfur, plús einhverjar milljónir í Norður-Kóreu og Kúbu. En það er eitthvað um sjö milljarðar manna sem að geta bara keypt og selt þessar eignir eins og þeim sýnist.“ Hann nefndi einnig kostnaðinn við að halda kerfi gjaldeyrishafta við. „Hvað eru margir að vinna við þetta í Seðlabankanum? Hvað eru margir að vinna við gjaldeyrishöftin og framkvæmd þeirra í bönkunum. Hvað eru margir að vinna við framkvæmd þessara hafta út um allt í atvinnulífinu og í stofnunum og öðru?“ Vilhjálmur sagði þessi störf vera algerlega óþörf og að þau sköpuðu engin verðmæti. „Ef þú leggur þetta saman yfir tíu til fimmtán ára tímabil þá er kostnaðurinn við gjaldeyrishöftin orðinn sá sami og kostnaðurinn við hrunið. Ef það yrði sagt á morgun að höftin væru farin, ég er viss um að það myndi mjög lítið gerast.“
Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Sjá meira