Marcel Siem stal sigrinum í Shanghai 2. nóvember 2014 18:50 Siem og kylfusveinn hans fagna sigrinum í gær. AP Þjóðverjinn Marcel Siem sigraði á BMW meistaramótinu sem kláraðist í nótt en sigurinn er hans fjórði á Evrópumótaröðinni á ferlinum. Leikið var á Lake Malaren í Shanghai í Kína en BMW meistaramótið er fyrsta mótið í lokamótaröð Evrópumótaraðarinnar. Fyrir lokahringinn var Frakkinn Alexander Levy með góða fjögurra högga forystu en hann var heila 22 undir pari. Hann náði þó ekki að halda uppteknum hætti á lokahringnum sem spilaðist í mun erfiðari aðstæðum en fyrstu þrír hringirnir. Levy kom inn á 78 höggum eða sex yfir pari og kláraði hann því mótið á 16 höggum undir pari. Þetta nýttu Marcel Siem og Ross Fisher sér en þeir enduðu einnig mótið á 16 undir pari og því þurfti að grípa til bráðabana. Á fyrstu holu í bráðabananum vippaði Siem svo í fyrir fugli á meðan að Levy og Fisher fengu aðeins par og sigurinn var því hans. Ryder-stjörnurnar Justin Rose og Jamie Donaldson deildu fjórða sætinu á 15 höggum undir pari en Rose hefði komist í bráðabanann ef hann hefði ekki fengið skolla á lokaholunni. Fyrir sigurinn fékk Siem rúmlega 250 milljónir í sinn hlut en BMW masters er eitt veglegasta mótið sem haldið er á Evrópumótaröðinni á hverju ári. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þjóðverjinn Marcel Siem sigraði á BMW meistaramótinu sem kláraðist í nótt en sigurinn er hans fjórði á Evrópumótaröðinni á ferlinum. Leikið var á Lake Malaren í Shanghai í Kína en BMW meistaramótið er fyrsta mótið í lokamótaröð Evrópumótaraðarinnar. Fyrir lokahringinn var Frakkinn Alexander Levy með góða fjögurra högga forystu en hann var heila 22 undir pari. Hann náði þó ekki að halda uppteknum hætti á lokahringnum sem spilaðist í mun erfiðari aðstæðum en fyrstu þrír hringirnir. Levy kom inn á 78 höggum eða sex yfir pari og kláraði hann því mótið á 16 höggum undir pari. Þetta nýttu Marcel Siem og Ross Fisher sér en þeir enduðu einnig mótið á 16 undir pari og því þurfti að grípa til bráðabana. Á fyrstu holu í bráðabananum vippaði Siem svo í fyrir fugli á meðan að Levy og Fisher fengu aðeins par og sigurinn var því hans. Ryder-stjörnurnar Justin Rose og Jamie Donaldson deildu fjórða sætinu á 15 höggum undir pari en Rose hefði komist í bráðabanann ef hann hefði ekki fengið skolla á lokaholunni. Fyrir sigurinn fékk Siem rúmlega 250 milljónir í sinn hlut en BMW masters er eitt veglegasta mótið sem haldið er á Evrópumótaröðinni á hverju ári.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira