En, þegar menn lesa texta Karls lengra má ljóst vera að sá sem skrifar er með íróníuna að vopni, og við frekari lestur ætti að renna upp fyrir lesandanum ljós -- hér er allt í tiltölulega góðu gengi og ríkisstjórnin er sannarlega að taka á málunum. Karl rekur þetta í skrifum sínum, í 11 liðum: Hér sé einn mesti hagvöxtur í vestrænu ríki, verðbólga vart mælanleg, vertryggða lánið muni ekki hækka um mánaðamótin, minnkandi atvinnuleysi, auknar framkvæmdir, skattalækkun, unnið sé að fjármögnun nýs Landspítala, ekki sé gengið að rúmlega 30% launakröfum lækna sem hefur keðjuverkun og leiðir til almennra hækkana, verðbólgu og hækkunar lána, ekki sé farin leið Samfylkingar og Vinstri grænna í síðustu stjórn og byrjað á að skerða kjör aldraðra og öryrkja, 10 milljarðar hafi verið settir aukalega í heilbrigðiskerfið, skuldasöfnun ríkisins hefur verið hætt.
„Þetta er óþolandi forgangsröðun og ég er sár og reiður út í Sigmund Davíð og Bjarna Ben - rétt eins og Svavar Knútur. Mætum öll og mótmælum!!“ skrifar Karl Garðarsson.