„Stöndum miklu betur en flest ríki Evrópu“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. nóvember 2014 21:00 Skúli Mogensen, stofnandi, eigandi og forstjóri Wow Air. Skúli Mogensen eigandi og forstjóri Wow Air segir að Íslendingar eigi ekkert erindi í Evrópusambandið á næstunni og vel sé hægt að byggja áfram upp blómlegt atvinnulíf með krónuna sem gjaldmiðil.Þetta kemur fram í viðtali við Skúla í nýjasta Klinkinu. „Ég held tvímælalaust að krónan sé mjög góð til síns brúks allavega næstu tíu árin. Í stað þess að vandræðast með krónuna, fram og til baka, þá er mikilvægt að taka ákvörðun og vinna eftir henni. Ef við horfum til Evrópu þá er alveg ljóst að við stöndum miklu betur en flest ríki Evrópu eins og staðan er í dag,“ segir Skúli i þættinum. Flest ríki Evrópusambandsins? „Já. Miðað við tækifærin sem Ísland hefur, sem þegar hefur komið í ljós í ferðaþjónustu, í sjávarútvegi, í orkugeiranum og mörgum fleiri greinum þá höfum við öll tækifæri í hendi að efla hér atvinnulífið og það mun styrkja krónuna og gefa henni einhvern stöðugleika, hvort sem það eru höft eða ekki.”Þannig að við eigum ekkert erindi í Evrópusambandið að svo stöddu? „Alls ekki.“ Samanburður á hagtölum staðfesta orð Skúla. Samanburður sem birtist t.d. vikulega aftast í vikuritinu The Economist, sýnir svart á hvítu að tölur um atvinnuleysi og hagvöxt eru betri á Íslandi en í flestum ef ekki öllum ríkjum Evrópusambandsins um þessar mundir. Ef evrusvæðið er skoðað, þ.e. þau 18 ríki sem nota evruna, þá var meðalhagvöxtur 0,8 prósent á evrusvæðinu á öðrum ársfjórðungi þessa árs og atvinnuleysi var 11,5 prósent. Á Íslandi var 2,4 prósenta hagvöxtur og atvinnuleysið 3 prósent. Mistök gerð eftir eftir lögfestingu hafta Skúli segir að gerð hafi verið mistök eftir að höftin voru lögfest með breytingu á lögum um gjaldeyrismál hinn 28. nóvember 2008. „Ég held að stærstu mistökin hafi falist í því að tala óskýrt um það hvað það tæki langan tíma að afnema höftin. Við hefðum frekar átt að segja að það tæki tíu ár. Það sem er óþægilegt fyrir viðskiptalífið er þegar leikreglurnar breytast skyndilega. Ef þú lendir í því að bíða alltaf, ef höftin fara muni krónan veikjast og þú bíður með fjárfestingar og dregur lappirnar með ákveðnar aðgerðir, það er mjög slæmt. Ef við vitum að leikreglurnar eru skýrar næstu tíu árin þá er hægt að búa við höftin, en að sjálfsögðu vil ég losna við þau.“Viðtalið við Skúla Mogensen í Klinkinu. Klinkið Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Kristín og Birta ráðnar til Origo Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Sjá meira
Skúli Mogensen eigandi og forstjóri Wow Air segir að Íslendingar eigi ekkert erindi í Evrópusambandið á næstunni og vel sé hægt að byggja áfram upp blómlegt atvinnulíf með krónuna sem gjaldmiðil.Þetta kemur fram í viðtali við Skúla í nýjasta Klinkinu. „Ég held tvímælalaust að krónan sé mjög góð til síns brúks allavega næstu tíu árin. Í stað þess að vandræðast með krónuna, fram og til baka, þá er mikilvægt að taka ákvörðun og vinna eftir henni. Ef við horfum til Evrópu þá er alveg ljóst að við stöndum miklu betur en flest ríki Evrópu eins og staðan er í dag,“ segir Skúli i þættinum. Flest ríki Evrópusambandsins? „Já. Miðað við tækifærin sem Ísland hefur, sem þegar hefur komið í ljós í ferðaþjónustu, í sjávarútvegi, í orkugeiranum og mörgum fleiri greinum þá höfum við öll tækifæri í hendi að efla hér atvinnulífið og það mun styrkja krónuna og gefa henni einhvern stöðugleika, hvort sem það eru höft eða ekki.”Þannig að við eigum ekkert erindi í Evrópusambandið að svo stöddu? „Alls ekki.“ Samanburður á hagtölum staðfesta orð Skúla. Samanburður sem birtist t.d. vikulega aftast í vikuritinu The Economist, sýnir svart á hvítu að tölur um atvinnuleysi og hagvöxt eru betri á Íslandi en í flestum ef ekki öllum ríkjum Evrópusambandsins um þessar mundir. Ef evrusvæðið er skoðað, þ.e. þau 18 ríki sem nota evruna, þá var meðalhagvöxtur 0,8 prósent á evrusvæðinu á öðrum ársfjórðungi þessa árs og atvinnuleysi var 11,5 prósent. Á Íslandi var 2,4 prósenta hagvöxtur og atvinnuleysið 3 prósent. Mistök gerð eftir eftir lögfestingu hafta Skúli segir að gerð hafi verið mistök eftir að höftin voru lögfest með breytingu á lögum um gjaldeyrismál hinn 28. nóvember 2008. „Ég held að stærstu mistökin hafi falist í því að tala óskýrt um það hvað það tæki langan tíma að afnema höftin. Við hefðum frekar átt að segja að það tæki tíu ár. Það sem er óþægilegt fyrir viðskiptalífið er þegar leikreglurnar breytast skyndilega. Ef þú lendir í því að bíða alltaf, ef höftin fara muni krónan veikjast og þú bíður með fjárfestingar og dregur lappirnar með ákveðnar aðgerðir, það er mjög slæmt. Ef við vitum að leikreglurnar eru skýrar næstu tíu árin þá er hægt að búa við höftin, en að sjálfsögðu vil ég losna við þau.“Viðtalið við Skúla Mogensen í Klinkinu.
Klinkið Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Kristín og Birta ráðnar til Origo Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Sjá meira