Mikilvægast af öllu er að gagnrýna sjálfan sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2014 10:00 Bríet Bragadóttir. Mynd/Heimasíða KSÍ Bríet Bragadóttir var á dögunum valin besti dómari ársins í Pepsi-deild kvenna í fótbolta en hún var bæði valin af leikmönnum deildarinnar sem og af valnefnd Ölgerðarinnar og KSÍ. Bríet er í viðtali á heimasíðu KSÍ. „Það er mikill heiður að vera kosin af leikmönnum deildarinnar. Það er mikil viðurkenning fyrir mig að þær séu ánægðar með störf mín," sagði Bríet en hún tók upp dómgæslu eftir að hafa meiðst. „Eftir meiðslin gekk illa að spila fótbolta á keppnisstigi og þá hafði Magnús dómarastjóri hjá KSÍ samband og bað mig um að koma og dæma. Ég sló því til og hef dæmt síðan þá en þetta var árið 2011," segir Bríet en hvað eiginleika þarftu að hafa til að verða góður dómari? „Til að vera góður dómari þarftu að vera í góðu formi, kunna reglurnar og að hafa góðan skilning á leiknum. Mikilvægast af öllu er að gagnrýna sjálfan sig og finna alltaf leiðir til að standa sig betur í næsta leik," segir Bríet. Bríet stefnir á það að verða alþjóðlegur dómari og sækist eftir því að fá FIFA réttindi. „Fyrst ætla ég samt að dæma sem flesta stórleiki í boltanum á Íslandi og set síðan stefnuna á HM 2023," segir Bríet en hún segir að kvendómarar geti fljótlega unnið sig upp og fengið verkefni erlendis. „Það eru mjög fáir kvendómarar á Íslandi og því er auðvelt að vinna sig hratt upp. Kvendómarar fá stór tækifæri og ef þú stendur undir þeim þá nærðu hratt árangri. Ég fór til dæmis til Noregs að dæma á æfingamóti U16 ára landsliða einungis ári eftir að ég byrjaði að dæma. Það frábært að ferðast til annarra landa og hitta aðrar stelpur sem eru líka að dæma. Það er ólýsanleg tilfinning að standa á miðjum vellinum og hlýða á þjóðsöng keppnisþjóðanna í leik sem þú flautar á eftir örfáar mínútur," segir Bríet en það má finna allt viðtalið við hana með því að smella hér. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Bríet Bragadóttir var á dögunum valin besti dómari ársins í Pepsi-deild kvenna í fótbolta en hún var bæði valin af leikmönnum deildarinnar sem og af valnefnd Ölgerðarinnar og KSÍ. Bríet er í viðtali á heimasíðu KSÍ. „Það er mikill heiður að vera kosin af leikmönnum deildarinnar. Það er mikil viðurkenning fyrir mig að þær séu ánægðar með störf mín," sagði Bríet en hún tók upp dómgæslu eftir að hafa meiðst. „Eftir meiðslin gekk illa að spila fótbolta á keppnisstigi og þá hafði Magnús dómarastjóri hjá KSÍ samband og bað mig um að koma og dæma. Ég sló því til og hef dæmt síðan þá en þetta var árið 2011," segir Bríet en hvað eiginleika þarftu að hafa til að verða góður dómari? „Til að vera góður dómari þarftu að vera í góðu formi, kunna reglurnar og að hafa góðan skilning á leiknum. Mikilvægast af öllu er að gagnrýna sjálfan sig og finna alltaf leiðir til að standa sig betur í næsta leik," segir Bríet. Bríet stefnir á það að verða alþjóðlegur dómari og sækist eftir því að fá FIFA réttindi. „Fyrst ætla ég samt að dæma sem flesta stórleiki í boltanum á Íslandi og set síðan stefnuna á HM 2023," segir Bríet en hún segir að kvendómarar geti fljótlega unnið sig upp og fengið verkefni erlendis. „Það eru mjög fáir kvendómarar á Íslandi og því er auðvelt að vinna sig hratt upp. Kvendómarar fá stór tækifæri og ef þú stendur undir þeim þá nærðu hratt árangri. Ég fór til dæmis til Noregs að dæma á æfingamóti U16 ára landsliða einungis ári eftir að ég byrjaði að dæma. Það frábært að ferðast til annarra landa og hitta aðrar stelpur sem eru líka að dæma. Það er ólýsanleg tilfinning að standa á miðjum vellinum og hlýða á þjóðsöng keppnisþjóðanna í leik sem þú flautar á eftir örfáar mínútur," segir Bríet en það má finna allt viðtalið við hana með því að smella hér.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira