Hætta á færibandavinnu í málum hælisleitenda Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. nóvember 2014 13:04 Lögmaður Útlendingastofnunar segir málsmeðferð Omos hafa verið vandaða - hann hefði fengið tíma og tækifæri til að koma öllum sínum sjónarmiðum á framfæri. vísir/pjetur Lögmaður Tony Omos telur að minnisblaði um Omos hafi gagngert verið lekið úr innanríkisráðuneytinu til þess eins að gera hann tortryggilegan svo hægt væri að vísa honum úr landi. Lekinn hafi verið réttlæting ákvörðunar ráðuneytisins og fer fram á að úrskurður innanríkisráðuneytisins verði ógildur. Þetta kom fram í munnlegum málflutningi lögmannsins en aðalmeðferð í máli Tony Omos gegn Útlendingastofnun fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Omos biðlaði til stjórnvalda að veita sér hæli hér á landi, það sé honum nauðsynlegt svo hann fái tækifæri til að ala upp son sinn og vera með unnustu sinni. Sagði hann það ósk sína að koma aftur til landsins til að sjá barni sínu farborða.Álag engin afsökun Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður Omos, sagði óviðunandi að mál hælisleitenda dragist á langinn og sagði að álag á starfsfólk sem fjalla eigi um málin sé ekki afsökun. Þess þó heldur skapist hætta á að niðurstöður allra mála verði eins og í færibandavinnu innan embætta. Hann sagði málsmeðferðina óvandaða og óviðundandi og vísaði í tvo dóma sem féllu í málum hælisleitenda á þessu ári. Sagði hann þá allt eins geta átt við um Omos því orðalagið væri alls staðar eins. Það væri til marks um að yfirvöld sinntu ekki rannsóknarskyldu sinni.Tony Omos, flóttamaður frá Nígeríu.Fékk að koma sínum sjónarmiðum á framfæri Fanney Rós Þorsteinsdóttir, lögmaður Útlendingastofnunar, sagði málsmeðferðina vandaða. Omos hefði fengið þann tíma sem hann þurfti til að afla mikilvægra gagna og að hann hefði haft sinn andmælarétt. Ómögulegt hefði verið fyrir embættið að leggjast í rannsóknarvinnu á gögnum sem ekki hefðu komið fram. Hann hefði notið aðstoðar túlks, öll hans réttindi hefðu verið tryggð og hann fengið að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Stefán gagnrýndi harðlega langan málsmeðferðartíma – tvö ár hefðu liðið frá því að Tony kom hingað þar til úrskurðað var í máli hans. Nú væri ár liðið frá því að kæra var lögð fram en þrátt fyrir það væri málið ekki lengra komið. Omos hefði verið hafður að ginningarfífli og orðinn hornreka í íslensku samfélagi í ljósi lekans. Þá sagði hann að innanríkisráðuneytið hefði ekki gætt hlutlægnisskyldu sinni við málsmeðferð Omos. Vísaði hann til minnisblaðsins máli sínu til stuðnings. Fanney Rós andmælti þessu og sagði þá málsástæðu hafa komið of seint fram og ekki studda neinum gögnum. Hún sagði mikla vinnu hafa farið fram við að meta aðstæður í ríkjum sem hælisleitendur væru sendir aftur til og að aðstæður í Sviss væru góðar. Aðalmeðferð málsins lauk með munnlegum málflutningi lögmannanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Lekamálið Tengdar fréttir Lekamálið tekið til efnislegrar meðferðar Frávísunarkröfu Gísla Freys Valdórssonar var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 10. október 2014 12:49 Gísli Freyr neitar sök Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. september 2014 10:04 Krefja Gísla Frey um sjö milljónir króna Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, er krafinn um sjö milljónir króna í miskabætur vegna meints leka úr innanríkisráðuneytinu. 16. september 2014 11:22 Mál Tony Omos: „Allslaus og upp á aðra kominn“ Fyrirtaka í máli flóttamannsins Tony Omos fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 25. september 2014 10:15 Tony Omos: "Ég verð að fá að sjá son minn“ Aðalmeðferð í máli Tony Omos gegn Útlendingastofnun fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2014 12:04 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Lögmaður Tony Omos telur að minnisblaði um Omos hafi gagngert verið lekið úr innanríkisráðuneytinu til þess eins að gera hann tortryggilegan svo hægt væri að vísa honum úr landi. Lekinn hafi verið réttlæting ákvörðunar ráðuneytisins og fer fram á að úrskurður innanríkisráðuneytisins verði ógildur. Þetta kom fram í munnlegum málflutningi lögmannsins en aðalmeðferð í máli Tony Omos gegn Útlendingastofnun fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Omos biðlaði til stjórnvalda að veita sér hæli hér á landi, það sé honum nauðsynlegt svo hann fái tækifæri til að ala upp son sinn og vera með unnustu sinni. Sagði hann það ósk sína að koma aftur til landsins til að sjá barni sínu farborða.Álag engin afsökun Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður Omos, sagði óviðunandi að mál hælisleitenda dragist á langinn og sagði að álag á starfsfólk sem fjalla eigi um málin sé ekki afsökun. Þess þó heldur skapist hætta á að niðurstöður allra mála verði eins og í færibandavinnu innan embætta. Hann sagði málsmeðferðina óvandaða og óviðundandi og vísaði í tvo dóma sem féllu í málum hælisleitenda á þessu ári. Sagði hann þá allt eins geta átt við um Omos því orðalagið væri alls staðar eins. Það væri til marks um að yfirvöld sinntu ekki rannsóknarskyldu sinni.Tony Omos, flóttamaður frá Nígeríu.Fékk að koma sínum sjónarmiðum á framfæri Fanney Rós Þorsteinsdóttir, lögmaður Útlendingastofnunar, sagði málsmeðferðina vandaða. Omos hefði fengið þann tíma sem hann þurfti til að afla mikilvægra gagna og að hann hefði haft sinn andmælarétt. Ómögulegt hefði verið fyrir embættið að leggjast í rannsóknarvinnu á gögnum sem ekki hefðu komið fram. Hann hefði notið aðstoðar túlks, öll hans réttindi hefðu verið tryggð og hann fengið að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Stefán gagnrýndi harðlega langan málsmeðferðartíma – tvö ár hefðu liðið frá því að Tony kom hingað þar til úrskurðað var í máli hans. Nú væri ár liðið frá því að kæra var lögð fram en þrátt fyrir það væri málið ekki lengra komið. Omos hefði verið hafður að ginningarfífli og orðinn hornreka í íslensku samfélagi í ljósi lekans. Þá sagði hann að innanríkisráðuneytið hefði ekki gætt hlutlægnisskyldu sinni við málsmeðferð Omos. Vísaði hann til minnisblaðsins máli sínu til stuðnings. Fanney Rós andmælti þessu og sagði þá málsástæðu hafa komið of seint fram og ekki studda neinum gögnum. Hún sagði mikla vinnu hafa farið fram við að meta aðstæður í ríkjum sem hælisleitendur væru sendir aftur til og að aðstæður í Sviss væru góðar. Aðalmeðferð málsins lauk með munnlegum málflutningi lögmannanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Lekamálið Tengdar fréttir Lekamálið tekið til efnislegrar meðferðar Frávísunarkröfu Gísla Freys Valdórssonar var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 10. október 2014 12:49 Gísli Freyr neitar sök Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. september 2014 10:04 Krefja Gísla Frey um sjö milljónir króna Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, er krafinn um sjö milljónir króna í miskabætur vegna meints leka úr innanríkisráðuneytinu. 16. september 2014 11:22 Mál Tony Omos: „Allslaus og upp á aðra kominn“ Fyrirtaka í máli flóttamannsins Tony Omos fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 25. september 2014 10:15 Tony Omos: "Ég verð að fá að sjá son minn“ Aðalmeðferð í máli Tony Omos gegn Útlendingastofnun fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2014 12:04 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Lekamálið tekið til efnislegrar meðferðar Frávísunarkröfu Gísla Freys Valdórssonar var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 10. október 2014 12:49
Gísli Freyr neitar sök Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. september 2014 10:04
Krefja Gísla Frey um sjö milljónir króna Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, er krafinn um sjö milljónir króna í miskabætur vegna meints leka úr innanríkisráðuneytinu. 16. september 2014 11:22
Mál Tony Omos: „Allslaus og upp á aðra kominn“ Fyrirtaka í máli flóttamannsins Tony Omos fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 25. september 2014 10:15
Tony Omos: "Ég verð að fá að sjá son minn“ Aðalmeðferð í máli Tony Omos gegn Útlendingastofnun fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2014 12:04