Tónlist

Heyrið tólf ára Lorde syngja lag Kings of Leon

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/getty
Upptaka af söngkonunni Lorde syngja lag Kings of Leon, Use Somebody, á nýsjálenskri útvarpsstöð þegar hún var aðeins tólf ára er komin á netið.

Útgáfa Lorde er talsvert einfaldari en sú upprunalega en í lok upptökunnar heyrist útvarpsmaðurinn segja að það séu forréttindi að hlýða á rödd hennar.

Lorde þarf varla að kynna en hún sló rækilega í gegn með sinni fyrstu smáskífu, Royals, um mitt síðasta ár. Hún varð stjórstjarna nánast yfir nótt og varð Lorde yngsti sólólistamaðurinn til að ná smáskífu á topp vinsældarlista í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×