Segir Eggert hafa dylgjað um sig Kjartan Atli Kjartansson skrifar 4. nóvember 2014 22:43 Jóhann Páll segir Eggert hafa dylgjað um sig. Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður á DV, hefur sent bréf til stjórnenda blaðsins þar sem fram kemur að honum hafi verið tjáð að nafn hans hafi iðulega borið á góma þegar Eggert Skúlason ræddi við aðra starfsmenn fyrirtækisins vegna greiningar sem hann vann á starfsemi blaðsins. Jóhann birti bréfið einnig á Facebook-síðu sinni. „Ólíkt öðrum starfsmönnum DV varð ég ekki þess heiðurs aðnjótandi að fá að ræða við Eggert Skúlason almannatengil, né fékk ég að svara netkönnun hans," ritar Jóhann til yfirmanna sinna og heldur áfram: „Hins vegar er mér sagt að hann hafi nafngreint mig sérstaklega í viðtölum við starfsfólk, þráspurt leiðandi spurninga um mig og mína persónu og dylgjað um að annarlegar hvatir lægju að baki skrifum mínum á DV. Gagnrýndi hann sérstaklega skrif okkar Jóns Bjarka um lekamálið og málefni Hönnu Birnu, fréttaflutning sem við höfum hlotið blaðamannaverðlaun fyrir. Jóhann segir enn fremur að honum þætti það móðgandi ef skýrslan sem hann skilaði frá sér vegna greiningarinnar verði notuð sem grundvöllur frekari stefnumótunar fyrir DV. „Ég hef nú þegar rætt við fagfólk sem staðfestir að vinnubrögð sem þessi samræmist ekki þeim gæðakröfum sem venjulega eru gerðar til SWOT-greiningar; Eggert hljóti að hafa farið út fyrir hlutverk sitt." Í bréfinu segir Jóhann einnig frá viðbrögðum við fréttaskrifum hans. „Ég er óflokksbundinn en frjálslyndur og vinstrisinnaður, með sterkar skoðanir á mannréttindamálum. Ég hef aldrei farið í grafgötur með það en skrifað með krítískum hætti bæði um hægrimenn og vinstrimenn. Fyrir það hef ég þurft að þola aðkast á götum úti frá áhrifafólki innan Sjálfstæðisflokksins. Að sama skapi hefur ráðherra flokksins hringt í ritstjóra og beðið hann um að reka mig og samstarfsmann minn auk þess sem pólitískur aðstoðarmaður ráðherra fer nú fram á að við verðum dæmdir í fangelsi." Jóhann segist hafa fært fórnir fyrir blaðið. „Mér finnst ég ekki eiga svona framkomu skilið. Ég hef unnið á DV í þrjú ár og er stoltur af störfum mínum. Mér þykir vænt um blaðið og hef fært fórnir fyrir það," útskýrir hann og bætir við: „Þetta er hundleiðinlegt, en öllu verra er þegar árásirnar koma bakdyramegin frá. Eggerti Skúlasyni var falið að vinna SWOT-greiningu á fyrirtækinu. Eins og rökstutt hefur verið annars staðar er plaggið hans hrákasmíð. Eftir að hafa heyrt af dylgjum hans í minn garð og misheppnuðum tilraunum til að etja samstarfsfólki gegn mér – án þess að ég fengi að verja mig – hef ég verulegar efasemdir um að Eggerti hafi gengið gott eitt til þegar hann útbjó skýrslu sína." Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður á DV, hefur sent bréf til stjórnenda blaðsins þar sem fram kemur að honum hafi verið tjáð að nafn hans hafi iðulega borið á góma þegar Eggert Skúlason ræddi við aðra starfsmenn fyrirtækisins vegna greiningar sem hann vann á starfsemi blaðsins. Jóhann birti bréfið einnig á Facebook-síðu sinni. „Ólíkt öðrum starfsmönnum DV varð ég ekki þess heiðurs aðnjótandi að fá að ræða við Eggert Skúlason almannatengil, né fékk ég að svara netkönnun hans," ritar Jóhann til yfirmanna sinna og heldur áfram: „Hins vegar er mér sagt að hann hafi nafngreint mig sérstaklega í viðtölum við starfsfólk, þráspurt leiðandi spurninga um mig og mína persónu og dylgjað um að annarlegar hvatir lægju að baki skrifum mínum á DV. Gagnrýndi hann sérstaklega skrif okkar Jóns Bjarka um lekamálið og málefni Hönnu Birnu, fréttaflutning sem við höfum hlotið blaðamannaverðlaun fyrir. Jóhann segir enn fremur að honum þætti það móðgandi ef skýrslan sem hann skilaði frá sér vegna greiningarinnar verði notuð sem grundvöllur frekari stefnumótunar fyrir DV. „Ég hef nú þegar rætt við fagfólk sem staðfestir að vinnubrögð sem þessi samræmist ekki þeim gæðakröfum sem venjulega eru gerðar til SWOT-greiningar; Eggert hljóti að hafa farið út fyrir hlutverk sitt." Í bréfinu segir Jóhann einnig frá viðbrögðum við fréttaskrifum hans. „Ég er óflokksbundinn en frjálslyndur og vinstrisinnaður, með sterkar skoðanir á mannréttindamálum. Ég hef aldrei farið í grafgötur með það en skrifað með krítískum hætti bæði um hægrimenn og vinstrimenn. Fyrir það hef ég þurft að þola aðkast á götum úti frá áhrifafólki innan Sjálfstæðisflokksins. Að sama skapi hefur ráðherra flokksins hringt í ritstjóra og beðið hann um að reka mig og samstarfsmann minn auk þess sem pólitískur aðstoðarmaður ráðherra fer nú fram á að við verðum dæmdir í fangelsi." Jóhann segist hafa fært fórnir fyrir blaðið. „Mér finnst ég ekki eiga svona framkomu skilið. Ég hef unnið á DV í þrjú ár og er stoltur af störfum mínum. Mér þykir vænt um blaðið og hef fært fórnir fyrir það," útskýrir hann og bætir við: „Þetta er hundleiðinlegt, en öllu verra er þegar árásirnar koma bakdyramegin frá. Eggerti Skúlasyni var falið að vinna SWOT-greiningu á fyrirtækinu. Eins og rökstutt hefur verið annars staðar er plaggið hans hrákasmíð. Eftir að hafa heyrt af dylgjum hans í minn garð og misheppnuðum tilraunum til að etja samstarfsfólki gegn mér – án þess að ég fengi að verja mig – hef ég verulegar efasemdir um að Eggerti hafi gengið gott eitt til þegar hann útbjó skýrslu sína."
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira