Fernandinho og Yaya Toure fengu báðir að líta rauða spjaldið í leiknum líkt og sjá má hjá neðst í fréttinni. Báðir báðust afsökunar á Twitter-síðum sínum í gær.
Toure skoraði glæsilegt mark úr aukspyrnu fyrir City í gær eftir að Seydou Doumbia hafði komið gestunum yfir snemma leiksins. En það dugði ekki til þar sem Doumbia skoraði öðru sinni skömmu síðar.
Fernandinho fékk rautt fyrir tvær áminningar og Toure beint rautt fyrir að ýta við Roman Eremenko.
Leikmenn City voru þar að auki afar ósáttir við störf gríska dómarans Tasos Sidoropolous sem sleppti því að dæma vítaspyrnu á rússana undir lok leiksins, auk þess sem að hann gaf röngum manni gult spjald þegar Pontus Wernbloom hefði átt að fá sína aðra áminningu í leiknum.
City fans - I am sorry for my red card. I feel it is important to apologise for this.
— Yaya Touré (@YayaToure) November 5, 2014
Felling very sad for the result and for my sent off tonight.
I want to apologise with my team mates and fans for the red card.
Sorry.
— Fernandinho (@fernaoficial) November 5, 2014
Átti Sergio Agüero að fá víti?
Tvö rauð spjöld á leikmenn City:
Vitlaus maður fær gult spjald: