Fólkið á Airwaves: Sólgin í íslensku súkkulaðikökuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. nóvember 2014 11:15 Joyce, Theo og Maaike. Vísir/Andri Marinó „Við erum ástfangin af Íslandi,“ segja hjónin Joyce og Theo van Kaathoven frá Hollandi sem eru á meðal fimm þúsund erlendra gesta á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni sem fór formlega af stað í gærkvöldi. Hjónin voru mætt í Hörpu í gærkvöldi ásamt vinkonu sinni Maaike van Oorsouw og voru í frábærum gír þegar blaðamaður hitti á þau. „Við elskum íslenska náttúru, fólkið og Reykjavík. Eiginlega bara allt,“ segir Theo og Joyce bætir um leið við: „Og súkkulaðikökuna. Hún er ótrúlega góð.“ Blaðamaður verður aðeins undrandi. Þótt hann sé sjálfur mikill aðdáandi súkkulaðiköku gerði hann sér ekki grein fyrir að sú íslenska væri svo vinsæl meðal ferðamanna, eða Hollendinga. Aðspurð hvar þau fái þessa tilteknu súkkulaðiköku svara hjónakornin því til að þau geti fengið hana úti um allt í íslenskum bakaríum. „Svona súkkulaðikaka er ófáanleg í Hollandi,“ segja þau hlæjandi og bæta við að íslenska gulrótarkakan sé sömuleiðis einstök. Þremenningarnir hafa verið vinir í níu ár, voru saman í skóla. Van Kaathoven-hjónin eru á Íslandi í fjórða skipti en þetta er í annað sinn sem þau mæta á Iceland Airwaves. Maaike er hins vegar í sinni fyrstu heimsókn til landsins. Í tal berst að hún er einhleyp. „Við erum að leita að kærasta fyrir hana. Helst íslensks víkings,“ segir Joyce hlæjandi og Maaike brosir líka. „Þau vilja að ég næli mér í íslenskan kærasta svo þau geti komið oftar til Íslands.“ Aðspurð hvernig gangi að finna hinn eina sanna fyrir vinkonuna segir Joyce ekkert að frétta enn sem komið er. Hátíðin sé hins vegar aðeins nýhafin. „Hún er líka svo kröfuhörð!“ segir Theo og uppsker mótmæli frá Maaike. Skella þau svo öll upp úr saman. Vinirnir voru búnir að sjá Agent Fresco sem eru í miklu uppáhaldi hjá Theo. „Þeir voru góðir en hljómburðurinn í Gamla bíói var ekki alveg nógu góður,“ segir Theo sem ætlar að sjá sveitina öðru sinni á föstudagskvöldið. Airwaves Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
„Við erum ástfangin af Íslandi,“ segja hjónin Joyce og Theo van Kaathoven frá Hollandi sem eru á meðal fimm þúsund erlendra gesta á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni sem fór formlega af stað í gærkvöldi. Hjónin voru mætt í Hörpu í gærkvöldi ásamt vinkonu sinni Maaike van Oorsouw og voru í frábærum gír þegar blaðamaður hitti á þau. „Við elskum íslenska náttúru, fólkið og Reykjavík. Eiginlega bara allt,“ segir Theo og Joyce bætir um leið við: „Og súkkulaðikökuna. Hún er ótrúlega góð.“ Blaðamaður verður aðeins undrandi. Þótt hann sé sjálfur mikill aðdáandi súkkulaðiköku gerði hann sér ekki grein fyrir að sú íslenska væri svo vinsæl meðal ferðamanna, eða Hollendinga. Aðspurð hvar þau fái þessa tilteknu súkkulaðiköku svara hjónakornin því til að þau geti fengið hana úti um allt í íslenskum bakaríum. „Svona súkkulaðikaka er ófáanleg í Hollandi,“ segja þau hlæjandi og bæta við að íslenska gulrótarkakan sé sömuleiðis einstök. Þremenningarnir hafa verið vinir í níu ár, voru saman í skóla. Van Kaathoven-hjónin eru á Íslandi í fjórða skipti en þetta er í annað sinn sem þau mæta á Iceland Airwaves. Maaike er hins vegar í sinni fyrstu heimsókn til landsins. Í tal berst að hún er einhleyp. „Við erum að leita að kærasta fyrir hana. Helst íslensks víkings,“ segir Joyce hlæjandi og Maaike brosir líka. „Þau vilja að ég næli mér í íslenskan kærasta svo þau geti komið oftar til Íslands.“ Aðspurð hvernig gangi að finna hinn eina sanna fyrir vinkonuna segir Joyce ekkert að frétta enn sem komið er. Hátíðin sé hins vegar aðeins nýhafin. „Hún er líka svo kröfuhörð!“ segir Theo og uppsker mótmæli frá Maaike. Skella þau svo öll upp úr saman. Vinirnir voru búnir að sjá Agent Fresco sem eru í miklu uppáhaldi hjá Theo. „Þeir voru góðir en hljómburðurinn í Gamla bíói var ekki alveg nógu góður,“ segir Theo sem ætlar að sjá sveitina öðru sinni á föstudagskvöldið.
Airwaves Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira