Krefst þess að Assange komi í héraðsdóm og beri vitni Aðalsteinn Kjartansson skrifar 7. nóvember 2014 15:13 Sigurður er meðal annars sakaður um að hafa svikið út fé með því að þykjast vera Julian Assange. Vísir / Getty Images Lögmaður Sigurðar Inga Þórðarsonar, eða Sigga hakkara, hefur gert þá kröfu að Julian Assange, ritstjóri Wikileaks, komi fyrir Héraðsdóm Reykjaness til að bera vitni og fái ekki að gefa skýrsluna í gegnum síma. Assange er á vitnalista ákæruvaldsins í málinu sem snýst um meint fjársvik Sigurðar. Svik Sigurðar eru metin á um þrjátíu milljónir króna en hann er meðal annars sakaður um að hafa svikið út fjármuni með því að þykjast vera Assange. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Sigurðar, segir að Assange sé lykilvitni í málinu. „Það er grunnregla samkvæmt íslensku sakamálaréttarfara, mannréttindasáttmála Evrópu og stjórnarskrá,“ segir Vilhjálmur um kröfuna. „Það er heldur ekki sama hvert vitnið er. Það er stundum hægt að fallast á það að símaskýrsla sé í lagi ef framburður vitnisins er tiltölulega léttvægur en í þessu tilviki þá er Julian Assange eitt af lykilvitnum varnarinnar.“ Vilhjálmur segir að Sigurður Ingi muni byggja málsvörn sína meðal annars á því að hann hafi haft heimild til að haga hlutum með þeim hætti sem hann gerði. „Það eru alveg skýr dómafordæmi um það að lykilvitni þurfi að koma fyrir dóm. Vitni sem geta ráðið úrslitum um sekt eða sýknu manna. Það er ekki talið að þau geti komist upp með að gefa bara símaskýrslu,“ segir hann. Héraðsdómur á eftir að úrskurða hvort símaskýrsla verði heimil eða ekki en ákæruvaldið mótmælti kröfu Vilhjálms. „Það kemur úrskurður frá héraðsdómi eftir helgi,“ segir hann. Assange hefur undanfarið dvalið í sendiráði Ekvador í London til að forðast handtöku og framsal til Bandaríkjanna. Mál Sigga hakkara Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Lögmaður Sigurðar Inga Þórðarsonar, eða Sigga hakkara, hefur gert þá kröfu að Julian Assange, ritstjóri Wikileaks, komi fyrir Héraðsdóm Reykjaness til að bera vitni og fái ekki að gefa skýrsluna í gegnum síma. Assange er á vitnalista ákæruvaldsins í málinu sem snýst um meint fjársvik Sigurðar. Svik Sigurðar eru metin á um þrjátíu milljónir króna en hann er meðal annars sakaður um að hafa svikið út fjármuni með því að þykjast vera Assange. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Sigurðar, segir að Assange sé lykilvitni í málinu. „Það er grunnregla samkvæmt íslensku sakamálaréttarfara, mannréttindasáttmála Evrópu og stjórnarskrá,“ segir Vilhjálmur um kröfuna. „Það er heldur ekki sama hvert vitnið er. Það er stundum hægt að fallast á það að símaskýrsla sé í lagi ef framburður vitnisins er tiltölulega léttvægur en í þessu tilviki þá er Julian Assange eitt af lykilvitnum varnarinnar.“ Vilhjálmur segir að Sigurður Ingi muni byggja málsvörn sína meðal annars á því að hann hafi haft heimild til að haga hlutum með þeim hætti sem hann gerði. „Það eru alveg skýr dómafordæmi um það að lykilvitni þurfi að koma fyrir dóm. Vitni sem geta ráðið úrslitum um sekt eða sýknu manna. Það er ekki talið að þau geti komist upp með að gefa bara símaskýrslu,“ segir hann. Héraðsdómur á eftir að úrskurða hvort símaskýrsla verði heimil eða ekki en ákæruvaldið mótmælti kröfu Vilhjálms. „Það kemur úrskurður frá héraðsdómi eftir helgi,“ segir hann. Assange hefur undanfarið dvalið í sendiráði Ekvador í London til að forðast handtöku og framsal til Bandaríkjanna.
Mál Sigga hakkara Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira