Rannsókn á einkavæðingu bankanna ekki hafin þrátt fyrir ályktun Alþingis Höskuldur Kári Schram skrifar 8. nóvember 2014 19:04 Rannsókn á einkavæðingu bankanna er ekki hafin þrátt fyrir að tvö ár séu liðin frá því þingsályktun þessa efnis var samþykkt á Alþingi. Fyrsta skýrsla rannsóknarnefndar átti að vera tilbúin í september 2013. Þingsályktunin var samþykkt með 24 atkvæðum í nóvember 2012. Enginn greiddi atkvæði gegn tillögunni en 11 þingmenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks sátu hjá í atkvæðagreiðslunni, þar á meðal Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Samkvæmt þingsályktuninni átti þriggja manna nefnd að rannsaka einkavæðingu og sölu hlutabréfa í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, Landsbankanum, og Búnaðarbankanum. Einkvæðingin var mjög umdeild en fyrsta skýrsla rannsóknarnefndarinnar átti að liggja fyrir í byrjun septembermánaðar 2013. Ekkert bólar hins vegar á þessari rannsókn og hefur lítið sem ekkert verið hreyft við málinu frá því tillagan var samþykkt fyrir tveimur árum „Það er auðvitað sárgrætilegt að sjá örlög þessarar tillögu. Ef það er eitthvað rannsóknarverkefni mikilvægt fyrir þetta samfélag þá er það nákvæmlega á einkavæðingu bankanna. Hvernig staðið var að henni, hver var hlutur embættismanna, hver var hlutur ráðherra og hver var hlutur þingsins í þessu ferli, “ segir Skúli Helgason, þáverandi þingmaður Samfylkingarinnar, var fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir að það hafi verið niðurstaða forsætisnefndar Alþingis fyrir rúmu ári að bíða með frekari skipanir á rannsóknarnefndum. „Við ákváðum að meta reynsluna. Það er búið að vinna í þremur rannsóknarnefndum heilmikiðo starf með heilmiklum kostnaði. Mönnum fannst fullt tilefni til þess að fara yfir reynsluna og komast að einhverri niðurstöðu áður en við tækjum frekari ákvarðanir,“ segir Einar. Síðustu tvær rannsóknarnefndir hafa meðal annars verið gagnrýndar fyrir að fara langt framúr kostnaðaráætlun. Einar segir viðbúið að breyta þurfi lögum um rannsóknarnefndir til að koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur. „Mér sýnist allt benda til þess að þetta muni kalla á lagabreytingar sem varðar rannsóknarnefndirnar sem við þurfum þá að komast að niðurstöðu um,“ segir Einar. Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Sauð á starfsmanni sem löðrungaði vistmann íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Sjá meira
Rannsókn á einkavæðingu bankanna er ekki hafin þrátt fyrir að tvö ár séu liðin frá því þingsályktun þessa efnis var samþykkt á Alþingi. Fyrsta skýrsla rannsóknarnefndar átti að vera tilbúin í september 2013. Þingsályktunin var samþykkt með 24 atkvæðum í nóvember 2012. Enginn greiddi atkvæði gegn tillögunni en 11 þingmenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks sátu hjá í atkvæðagreiðslunni, þar á meðal Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Samkvæmt þingsályktuninni átti þriggja manna nefnd að rannsaka einkavæðingu og sölu hlutabréfa í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, Landsbankanum, og Búnaðarbankanum. Einkvæðingin var mjög umdeild en fyrsta skýrsla rannsóknarnefndarinnar átti að liggja fyrir í byrjun septembermánaðar 2013. Ekkert bólar hins vegar á þessari rannsókn og hefur lítið sem ekkert verið hreyft við málinu frá því tillagan var samþykkt fyrir tveimur árum „Það er auðvitað sárgrætilegt að sjá örlög þessarar tillögu. Ef það er eitthvað rannsóknarverkefni mikilvægt fyrir þetta samfélag þá er það nákvæmlega á einkavæðingu bankanna. Hvernig staðið var að henni, hver var hlutur embættismanna, hver var hlutur ráðherra og hver var hlutur þingsins í þessu ferli, “ segir Skúli Helgason, þáverandi þingmaður Samfylkingarinnar, var fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir að það hafi verið niðurstaða forsætisnefndar Alþingis fyrir rúmu ári að bíða með frekari skipanir á rannsóknarnefndum. „Við ákváðum að meta reynsluna. Það er búið að vinna í þremur rannsóknarnefndum heilmikiðo starf með heilmiklum kostnaði. Mönnum fannst fullt tilefni til þess að fara yfir reynsluna og komast að einhverri niðurstöðu áður en við tækjum frekari ákvarðanir,“ segir Einar. Síðustu tvær rannsóknarnefndir hafa meðal annars verið gagnrýndar fyrir að fara langt framúr kostnaðaráætlun. Einar segir viðbúið að breyta þurfi lögum um rannsóknarnefndir til að koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur. „Mér sýnist allt benda til þess að þetta muni kalla á lagabreytingar sem varðar rannsóknarnefndirnar sem við þurfum þá að komast að niðurstöðu um,“ segir Einar.
Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Sauð á starfsmanni sem löðrungaði vistmann íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Sjá meira