Rannsókn á einkavæðingu bankanna ekki hafin þrátt fyrir ályktun Alþingis Höskuldur Kári Schram skrifar 8. nóvember 2014 19:04 Rannsókn á einkavæðingu bankanna er ekki hafin þrátt fyrir að tvö ár séu liðin frá því þingsályktun þessa efnis var samþykkt á Alþingi. Fyrsta skýrsla rannsóknarnefndar átti að vera tilbúin í september 2013. Þingsályktunin var samþykkt með 24 atkvæðum í nóvember 2012. Enginn greiddi atkvæði gegn tillögunni en 11 þingmenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks sátu hjá í atkvæðagreiðslunni, þar á meðal Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Samkvæmt þingsályktuninni átti þriggja manna nefnd að rannsaka einkavæðingu og sölu hlutabréfa í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, Landsbankanum, og Búnaðarbankanum. Einkvæðingin var mjög umdeild en fyrsta skýrsla rannsóknarnefndarinnar átti að liggja fyrir í byrjun septembermánaðar 2013. Ekkert bólar hins vegar á þessari rannsókn og hefur lítið sem ekkert verið hreyft við málinu frá því tillagan var samþykkt fyrir tveimur árum „Það er auðvitað sárgrætilegt að sjá örlög þessarar tillögu. Ef það er eitthvað rannsóknarverkefni mikilvægt fyrir þetta samfélag þá er það nákvæmlega á einkavæðingu bankanna. Hvernig staðið var að henni, hver var hlutur embættismanna, hver var hlutur ráðherra og hver var hlutur þingsins í þessu ferli, “ segir Skúli Helgason, þáverandi þingmaður Samfylkingarinnar, var fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir að það hafi verið niðurstaða forsætisnefndar Alþingis fyrir rúmu ári að bíða með frekari skipanir á rannsóknarnefndum. „Við ákváðum að meta reynsluna. Það er búið að vinna í þremur rannsóknarnefndum heilmikiðo starf með heilmiklum kostnaði. Mönnum fannst fullt tilefni til þess að fara yfir reynsluna og komast að einhverri niðurstöðu áður en við tækjum frekari ákvarðanir,“ segir Einar. Síðustu tvær rannsóknarnefndir hafa meðal annars verið gagnrýndar fyrir að fara langt framúr kostnaðaráætlun. Einar segir viðbúið að breyta þurfi lögum um rannsóknarnefndir til að koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur. „Mér sýnist allt benda til þess að þetta muni kalla á lagabreytingar sem varðar rannsóknarnefndirnar sem við þurfum þá að komast að niðurstöðu um,“ segir Einar. Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Rannsókn á einkavæðingu bankanna er ekki hafin þrátt fyrir að tvö ár séu liðin frá því þingsályktun þessa efnis var samþykkt á Alþingi. Fyrsta skýrsla rannsóknarnefndar átti að vera tilbúin í september 2013. Þingsályktunin var samþykkt með 24 atkvæðum í nóvember 2012. Enginn greiddi atkvæði gegn tillögunni en 11 þingmenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks sátu hjá í atkvæðagreiðslunni, þar á meðal Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Samkvæmt þingsályktuninni átti þriggja manna nefnd að rannsaka einkavæðingu og sölu hlutabréfa í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, Landsbankanum, og Búnaðarbankanum. Einkvæðingin var mjög umdeild en fyrsta skýrsla rannsóknarnefndarinnar átti að liggja fyrir í byrjun septembermánaðar 2013. Ekkert bólar hins vegar á þessari rannsókn og hefur lítið sem ekkert verið hreyft við málinu frá því tillagan var samþykkt fyrir tveimur árum „Það er auðvitað sárgrætilegt að sjá örlög þessarar tillögu. Ef það er eitthvað rannsóknarverkefni mikilvægt fyrir þetta samfélag þá er það nákvæmlega á einkavæðingu bankanna. Hvernig staðið var að henni, hver var hlutur embættismanna, hver var hlutur ráðherra og hver var hlutur þingsins í þessu ferli, “ segir Skúli Helgason, þáverandi þingmaður Samfylkingarinnar, var fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir að það hafi verið niðurstaða forsætisnefndar Alþingis fyrir rúmu ári að bíða með frekari skipanir á rannsóknarnefndum. „Við ákváðum að meta reynsluna. Það er búið að vinna í þremur rannsóknarnefndum heilmikiðo starf með heilmiklum kostnaði. Mönnum fannst fullt tilefni til þess að fara yfir reynsluna og komast að einhverri niðurstöðu áður en við tækjum frekari ákvarðanir,“ segir Einar. Síðustu tvær rannsóknarnefndir hafa meðal annars verið gagnrýndar fyrir að fara langt framúr kostnaðaráætlun. Einar segir viðbúið að breyta þurfi lögum um rannsóknarnefndir til að koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur. „Mér sýnist allt benda til þess að þetta muni kalla á lagabreytingar sem varðar rannsóknarnefndirnar sem við þurfum þá að komast að niðurstöðu um,“ segir Einar.
Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Sjá meira