Handbolti

Stefán Rafn framlengdi til ársins 2017

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stefán Rafn í leik gegn Kiel.
Stefán Rafn í leik gegn Kiel. Vísir/Getty
Íslenski landsliðsmaðurinn Stefán Rafn Sigurmannsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára  samning við þýska stórliðið Rhein-Neckar Löwen. Nýji samningurinn gildir til ársins 2017. Þetta kom fram á heimasíðu Löwen í dag.

Stefán Rafn, sem leikur í stöðu vinstri hornamanns, kom til þýska liðsins frá uppeldisfélagi sínu Haukum fyrir tveimur árum. Hann vann EHF-keppnina með Löwen vorið 2013, en Ljónin enduðu í öðru sæti í þýsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og misstu af meistaratitlinum á dramatískan hátt.

Stefán hefur skorað 11 mörk fyrir Löwen á þessari leiktíð, en liðið er jafnt Kiel á toppi þýsku deildarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×