Lagið hefur vakið talsverða lukku á útvarpsstöðvum landsins og tók Heiða lagið í þættinum Loga á Stöð 2 á dögunum.
Myndbandið er gert af Create Everything en í því leikur Heiða á móti syni sínum.
„Fyrir lokaatriði myndbandsins fórum við út á Reykjanestanga. Þar var minn fyrrverandi svo elskulegur að leika lík í líkpoka sem er dömpað út í sjó í fallegu landslagi. Mig langaði að hafa kontrast í myndbandinu við það hvað lagið er saklaust og fallegt. Það heppnaðist vel að mínu mati. Þetta var æðislega skemmtilegt en það var mjög kalt, sérstaklega í lokin,“ segir Heiða um myndbandið sem horfa má á hér fyrir ofan.
