Vilja koma heim en annars nóg af tækifærum ytra Stefán Árni Pálsson skrifar 31. október 2014 11:20 Martin Ingi Sigurðsson er í sérnámi í svæfinga- og gjörgæslulækningum við læknadeild Harvard í Boston. Martin Ingi Sigurðsson, íslenskur sérnámslæknir í svæfinga- og gjörgæslulækningum, vonast til þess að geta snúið heim að loknu námi við læknadeild Harvard í Bandaríkjunum. Hann segist ekki óska eftir launum á borð við þau sem bandarískir sérfræðilæknar fái vestanhafs heldur vænti hann þess að laun fylgi kjörum lækna í Skandinavíu og dugi honum og fjölskyldu fyrir bærilegu lífi. Verkfallsaðgerðir íslenskra lækna standa yfir en læknar krefjast umtalsverðrar launahækkunar. Hefur verið rætt um allt að 36 prósenta launahækkun en talan hefur ekki verið staðfest af Þorbirni Jónssyni, formanni Læknafélags Íslands. Hann hefur þó viðurkennt að læknar krefjist umtalsverða kjarabót en jafnframt bent á að verkfallsaðgerðirnar snúist um framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Martin Ingi er á þriðja ári sínu í svæfingarlækningum við Brigham and Women's Hospital sem tilheyrir læknadeild Harvard í Boston. Í samantekt sem hann tók saman til stuðnings verkfallsaðgerðum íslenskra lækna kemur fram að kostnaður hans við að komast í sérnám til Bandaríkjananna hafi verið tæpar tvær milljónir króna. Sama gildir um eiginkonu hans sem nemur ytra. Hann segir hag íslensks heilbrigðiskerfis af því að íslenskir læknar sæki sér menntunar út fyrir landsteinana að lokinni grunnmenntun óumdeildan. „Við búum ekki við þann munað að geta vísað sjúklingum á „stærri staði“. Landspítalinn er það sjúkrahús þar sem öllum er sinnt. Með örfáum undantekningum má segja að allt nema líffæraflutningar (fyrir utan ígræðslur nýra úr lifandi gjafa) og barna-hjartaskurðaðagerðir séu gerðar á Landspítala,“ segir Martin. „Hins vegar veitir fæð landsmanna ekki næg þjálfunartækifæri í sjaldgæfari eða alvarlegri sjúkdómum og því er mikilvægt að íslenskir læknar læri á stórum háskólasjúkrahúsum erlendis til að afla sér sérfræðiþekkingar. Ávinningurinn sem hver einasta sérgrein hefur að þar starfi læknar sem hafa lært við helstu háskólasjúkrahús heims austan hafs og vestan er ótvíræður.“ Brigham and Women's Hospital í miðbæ Boston. Flókið ferli að komast á gott sjúkrahús Martin segir að árlega sæki 1400 manns um 26-30 lausar stöður í sinni sérgrein á Brigham sem er annað af tveimur stóru kennslusjúkrahúsum Harvard í Boston. Því sé nauðsynlegt að sækja um víða til að tryggja sér námsstöðu. Hann hafi sótt um 30 stöður og heimsótt átta háskólasjúkrahús í Bandaríkjunum í umsóknarferlinu. Heildarkostnaður við umsóknarferlið, þar sem ekki er tekið tillit til vinnutaps, og flutning utan nam rúmri 1,8 milljón króna. Taka þurfti þrjú próf utan landsteinanna, tvö í Bretlandi og eitt í Bandaríkjunum. Kostnaður við ferðalögin nam 390 þúsund krónum og próftökukostnaðurinn einn og sér var 480 þúsund krónur. Martin fór tvær ferðir til Bandaríkjanna þar sem einnig þurfti að ferðast á milli ríkja. Fór hann í viðtöl í átta skólum. „Ég gisti oftast í boði spítalanna en ef það bauðst ekki naut ég ásjár íslenskra lækna í sérnámi víða. Þrátt fyrir það var heildarkostnaður minn vegna ferðalaganna 400 þúsund krónur.“ Umsýslugjöld vegna vegabréfaáritunar og lækningaleyfis og vottun umsóknargagna og meðmælabréf kostuðu samtals 96 þúsund krónur. Að lokum fluttu Martin og kona hans, Anna Björnsdóttir sem er í sérnámi í taugalækningum við University of Massachusetts, fjögur bretti utan þegar þau fluttustu búferlum. Var kostnaður við flutningana 450 þúsund krónur. Bandaríska ríkið leyfði þó að 240 þúsund krónur af flutningskostnaðnum yrðu taldar fram fyrsta árið sem þau bjuggu úti. Martin segir að árlega sæki 1400 manns um 26-30 lausar stöður í sinni sérgrein á Brigham.Vísir/Getty Lýkur sérfræðinámi 2018 Martin minnir á að allur kostnaður af sérnámi hans í Bandaríkjunum er greiddur af bandaríska ríkinu og vinnuveitendum ytra. „Ég sinni vissulega bandarískum sjúklingum hér ytra, og ég tel mig vinna ágætlega fyrir launum mínum. En auk þess er sérnámsprógrammi mínu greidd upphæð af bandaríska ríkinu fyrir störf sérfræðilækna við að kenna mér og fylgjast mjög náið með daglegum störfum mínum. Að auki bera bandaríska ríkið og vinnuveitandi minn allan kostnað minn af ferðum á endurmenntunarráðstefnur, þátttöku í sérfræðiprófum, kennslubækur o.s.frv.“ Íslenskir læknanemar erlendis afla sér ekki lífeyrisréttinda hér heima þótt þeir geti auðvitað reynt að leggja fyrir af útgreiddum launum. Sérnámslaun eru tiltölulega lá að sögn Martins þó þau dugi fyrir framfærslu á meðan á námstíma stendur. „Reyndar duga launin jafnan ekki hafi fólk börn á framfærslu, slíkir sérnámslæknar halda jafnan áfram að safna skuldum meðan á sérnámi stendur. Þar sem laun sérfræðinga í Bandaríkjunum eru um 3-5 föld laun sérnámslækna, harka sérnámslæknar af sér því þeir vita að hagurinn mun vænkast verulega að lokum.“ Þá eru sjúkratryggingar ytra greiddar af vinnuveitenda en þegar Martin snúi aftur til Íslands, verði af því, greiði hann sjálfur sjúkratryggingu fyrsta hálfa árið. Að auki falli flutningskostnaður á nýjan leik á hann. „Þurfi ég hins vegar að flytja starfs míns vegna hér innan Bandaríkjanna mun nýr vinnuveitandi bera þann kosntað.“ Anna Björnsdóttir.Mynd/Heimasíða UMass Medical school Nóg af tækifærum ytra Martin er einn fjölmargra afburðanámsmanna sem stígið hafa skrefið og sótt sér nám til Bandaríkjanna. Hann dúxaði í Menntaskólanum í Reykjavík, lauk doktorsprófi við Háskóla Íslands samhliða almennu læknanámi sínu, hlaut nýsköpunarverðlaun forseta Íslands árið 2007 og vann til verðlauna á vísindaþingi í Noregi 2011. Hann verður 36 ára þegar hann lýkur sérfræðinámi sínu og vonast til að geta veittt Íslandi starfskrafta sína. Sem fyrr segir er eiginkona Martins, Anna Björnsdóttir, í sérnámi í taugalækningum á einu fremsta sjúkrahúsi Bandaríkjanna á sviði sjúkdóma á borð við MND. Martin minnir á að ferðalag hennar utan hafi kostað jafnmikið og hans. Vísar hann í orð konu sinnar sem hún lét falla í umræðu um kjaramál lækna á dögunum. Hann geti ekki orðað væntingar þeirra hjóna til framtíðarinnar betur. „Ég vil geta komið heim og fengið mannsæmandi laun, í takt við þann metnað og tíma sem ég hef lagt í að verða læknir sem er samkeppnishæfur á heimsmælikvarða. Ég vil geta unnið 8-16 til að geta loksins eytt tíma með fjölskyldunni sem ég fór frá til að mennta mig og vonandi börnunum sem mér lánast að eignast í framtíðinni. Ég þarf ekkert að verða rík, ég vil bara eiga nóg á mig og mína og geta safnað lífeyri til að eiga á efri árum. Ég vona svo sannarlega að Ísland muni uppfylla þessar óskir mínar með metnaði fyrir góðu og öflugu heilbrigðiskerfi (sem er aldeilis ekki ókeypis fyrir ríkið). Ef ekki, þá verður nóg af stöðum fyrir okkur hjónin hér í USA.“ Íslendingar erlendis Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Martin Ingi Sigurðsson, íslenskur sérnámslæknir í svæfinga- og gjörgæslulækningum, vonast til þess að geta snúið heim að loknu námi við læknadeild Harvard í Bandaríkjunum. Hann segist ekki óska eftir launum á borð við þau sem bandarískir sérfræðilæknar fái vestanhafs heldur vænti hann þess að laun fylgi kjörum lækna í Skandinavíu og dugi honum og fjölskyldu fyrir bærilegu lífi. Verkfallsaðgerðir íslenskra lækna standa yfir en læknar krefjast umtalsverðrar launahækkunar. Hefur verið rætt um allt að 36 prósenta launahækkun en talan hefur ekki verið staðfest af Þorbirni Jónssyni, formanni Læknafélags Íslands. Hann hefur þó viðurkennt að læknar krefjist umtalsverða kjarabót en jafnframt bent á að verkfallsaðgerðirnar snúist um framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Martin Ingi er á þriðja ári sínu í svæfingarlækningum við Brigham and Women's Hospital sem tilheyrir læknadeild Harvard í Boston. Í samantekt sem hann tók saman til stuðnings verkfallsaðgerðum íslenskra lækna kemur fram að kostnaður hans við að komast í sérnám til Bandaríkjananna hafi verið tæpar tvær milljónir króna. Sama gildir um eiginkonu hans sem nemur ytra. Hann segir hag íslensks heilbrigðiskerfis af því að íslenskir læknar sæki sér menntunar út fyrir landsteinana að lokinni grunnmenntun óumdeildan. „Við búum ekki við þann munað að geta vísað sjúklingum á „stærri staði“. Landspítalinn er það sjúkrahús þar sem öllum er sinnt. Með örfáum undantekningum má segja að allt nema líffæraflutningar (fyrir utan ígræðslur nýra úr lifandi gjafa) og barna-hjartaskurðaðagerðir séu gerðar á Landspítala,“ segir Martin. „Hins vegar veitir fæð landsmanna ekki næg þjálfunartækifæri í sjaldgæfari eða alvarlegri sjúkdómum og því er mikilvægt að íslenskir læknar læri á stórum háskólasjúkrahúsum erlendis til að afla sér sérfræðiþekkingar. Ávinningurinn sem hver einasta sérgrein hefur að þar starfi læknar sem hafa lært við helstu háskólasjúkrahús heims austan hafs og vestan er ótvíræður.“ Brigham and Women's Hospital í miðbæ Boston. Flókið ferli að komast á gott sjúkrahús Martin segir að árlega sæki 1400 manns um 26-30 lausar stöður í sinni sérgrein á Brigham sem er annað af tveimur stóru kennslusjúkrahúsum Harvard í Boston. Því sé nauðsynlegt að sækja um víða til að tryggja sér námsstöðu. Hann hafi sótt um 30 stöður og heimsótt átta háskólasjúkrahús í Bandaríkjunum í umsóknarferlinu. Heildarkostnaður við umsóknarferlið, þar sem ekki er tekið tillit til vinnutaps, og flutning utan nam rúmri 1,8 milljón króna. Taka þurfti þrjú próf utan landsteinanna, tvö í Bretlandi og eitt í Bandaríkjunum. Kostnaður við ferðalögin nam 390 þúsund krónum og próftökukostnaðurinn einn og sér var 480 þúsund krónur. Martin fór tvær ferðir til Bandaríkjanna þar sem einnig þurfti að ferðast á milli ríkja. Fór hann í viðtöl í átta skólum. „Ég gisti oftast í boði spítalanna en ef það bauðst ekki naut ég ásjár íslenskra lækna í sérnámi víða. Þrátt fyrir það var heildarkostnaður minn vegna ferðalaganna 400 þúsund krónur.“ Umsýslugjöld vegna vegabréfaáritunar og lækningaleyfis og vottun umsóknargagna og meðmælabréf kostuðu samtals 96 þúsund krónur. Að lokum fluttu Martin og kona hans, Anna Björnsdóttir sem er í sérnámi í taugalækningum við University of Massachusetts, fjögur bretti utan þegar þau fluttustu búferlum. Var kostnaður við flutningana 450 þúsund krónur. Bandaríska ríkið leyfði þó að 240 þúsund krónur af flutningskostnaðnum yrðu taldar fram fyrsta árið sem þau bjuggu úti. Martin segir að árlega sæki 1400 manns um 26-30 lausar stöður í sinni sérgrein á Brigham.Vísir/Getty Lýkur sérfræðinámi 2018 Martin minnir á að allur kostnaður af sérnámi hans í Bandaríkjunum er greiddur af bandaríska ríkinu og vinnuveitendum ytra. „Ég sinni vissulega bandarískum sjúklingum hér ytra, og ég tel mig vinna ágætlega fyrir launum mínum. En auk þess er sérnámsprógrammi mínu greidd upphæð af bandaríska ríkinu fyrir störf sérfræðilækna við að kenna mér og fylgjast mjög náið með daglegum störfum mínum. Að auki bera bandaríska ríkið og vinnuveitandi minn allan kostnað minn af ferðum á endurmenntunarráðstefnur, þátttöku í sérfræðiprófum, kennslubækur o.s.frv.“ Íslenskir læknanemar erlendis afla sér ekki lífeyrisréttinda hér heima þótt þeir geti auðvitað reynt að leggja fyrir af útgreiddum launum. Sérnámslaun eru tiltölulega lá að sögn Martins þó þau dugi fyrir framfærslu á meðan á námstíma stendur. „Reyndar duga launin jafnan ekki hafi fólk börn á framfærslu, slíkir sérnámslæknar halda jafnan áfram að safna skuldum meðan á sérnámi stendur. Þar sem laun sérfræðinga í Bandaríkjunum eru um 3-5 föld laun sérnámslækna, harka sérnámslæknar af sér því þeir vita að hagurinn mun vænkast verulega að lokum.“ Þá eru sjúkratryggingar ytra greiddar af vinnuveitenda en þegar Martin snúi aftur til Íslands, verði af því, greiði hann sjálfur sjúkratryggingu fyrsta hálfa árið. Að auki falli flutningskostnaður á nýjan leik á hann. „Þurfi ég hins vegar að flytja starfs míns vegna hér innan Bandaríkjanna mun nýr vinnuveitandi bera þann kosntað.“ Anna Björnsdóttir.Mynd/Heimasíða UMass Medical school Nóg af tækifærum ytra Martin er einn fjölmargra afburðanámsmanna sem stígið hafa skrefið og sótt sér nám til Bandaríkjanna. Hann dúxaði í Menntaskólanum í Reykjavík, lauk doktorsprófi við Háskóla Íslands samhliða almennu læknanámi sínu, hlaut nýsköpunarverðlaun forseta Íslands árið 2007 og vann til verðlauna á vísindaþingi í Noregi 2011. Hann verður 36 ára þegar hann lýkur sérfræðinámi sínu og vonast til að geta veittt Íslandi starfskrafta sína. Sem fyrr segir er eiginkona Martins, Anna Björnsdóttir, í sérnámi í taugalækningum á einu fremsta sjúkrahúsi Bandaríkjanna á sviði sjúkdóma á borð við MND. Martin minnir á að ferðalag hennar utan hafi kostað jafnmikið og hans. Vísar hann í orð konu sinnar sem hún lét falla í umræðu um kjaramál lækna á dögunum. Hann geti ekki orðað væntingar þeirra hjóna til framtíðarinnar betur. „Ég vil geta komið heim og fengið mannsæmandi laun, í takt við þann metnað og tíma sem ég hef lagt í að verða læknir sem er samkeppnishæfur á heimsmælikvarða. Ég vil geta unnið 8-16 til að geta loksins eytt tíma með fjölskyldunni sem ég fór frá til að mennta mig og vonandi börnunum sem mér lánast að eignast í framtíðinni. Ég þarf ekkert að verða rík, ég vil bara eiga nóg á mig og mína og geta safnað lífeyri til að eiga á efri árum. Ég vona svo sannarlega að Ísland muni uppfylla þessar óskir mínar með metnaði fyrir góðu og öflugu heilbrigðiskerfi (sem er aldeilis ekki ókeypis fyrir ríkið). Ef ekki, þá verður nóg af stöðum fyrir okkur hjónin hér í USA.“
Íslendingar erlendis Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira