Mini jafnar tíma Pagani Zonda og Audi R8 á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 21. október 2014 15:20 Ofurkerrurnar Pagani Zonda og Audi R8 eiga tímann 7:44 mínútur á Nürburgring kappakstursbrautinn þýsku, en nýlega jafnaði Mini bíll þennan tíma. Það hljómar undarlega en þessi bíll er breyttur fyrir kappaakstursbrautir, er 286 hestöfl, vegur aðeins 1.005 kíló og með háþróað fjöðrunarkerfi. Til að setja tíma Mini bílsins í enn frekara samhengi þá hefur Mercedes Benz SLS AMG ekki í tíma hans. Renault Megane RS með 275 hestafla vél á besta skráða tíma framhjóladrifinna bíla á brautinni þýsku, 7:54 mínútur og er því 10 sekúndum seinni en Mini bíllinn, sem einnig er bara framhjóladrifinn. Renault bíllinn er þó fjöldaframleiddur og heldur því metinu enn. Hér að ofan má sjá Mini bílinn fara hringinn. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent
Ofurkerrurnar Pagani Zonda og Audi R8 eiga tímann 7:44 mínútur á Nürburgring kappakstursbrautinn þýsku, en nýlega jafnaði Mini bíll þennan tíma. Það hljómar undarlega en þessi bíll er breyttur fyrir kappaakstursbrautir, er 286 hestöfl, vegur aðeins 1.005 kíló og með háþróað fjöðrunarkerfi. Til að setja tíma Mini bílsins í enn frekara samhengi þá hefur Mercedes Benz SLS AMG ekki í tíma hans. Renault Megane RS með 275 hestafla vél á besta skráða tíma framhjóladrifinna bíla á brautinni þýsku, 7:54 mínútur og er því 10 sekúndum seinni en Mini bíllinn, sem einnig er bara framhjóladrifinn. Renault bíllinn er þó fjöldaframleiddur og heldur því metinu enn. Hér að ofan má sjá Mini bílinn fara hringinn.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent