„Þegar Ásgeir kom á svið var viðmiðið ansi hátt. Hann virtist feiminn og skömmustulegur þegar fullur salur af hífuðum aðdáendum brugðust við tónlistinni hans,“ skrifar Vern og bætir við að gestir hafi ekki vílað fyrir sér að kalla að goðinu fleygar setningar, til dæmis: „Farðu úr að ofan!“, „Ertu raunverulegur?“ og „Takk fyrir syngjandi, íslenski Guð.“
Bætir hann við að Ásgeir hafi náð salnum á sitt band.
„Þetta voru tónleikar þar sem gestir, fullir af áfengi og væntingum, komu til að hlusta og stjarna sýningarinnar, eins hógvær og feimin og hún virðist, gaf þeim það sem þeir vildu.“