
Terry stoltur af Solanke

„Frábær sigur í kvöld og ég er hæstnánægður með að hafa skorað mitt fyrsta mark á tímabilinu,“ skrifaði Terry á Instagram-síðuna sína eftir leikinn en þar birti hann gamla mynd af sér með Solanke.
„Ég er afar stoltur af Dom Solanke og tel að þetta verði aðeins fyrsti leikur hans af mörgum í búningi Chelsea. Mynd af ungum JT og afar ungum Dom Solanke fylgir.“
Solanke er enskur unglingalandsliðsmaður og hefur verið á mála hjá Chelsea frá sjö ára aldri. Jose Mourinho, stjóri félagsins, hefur áður lýst aðdáun sinni á piltnum og segir að hann geti bara sjálfum sér um kennt ef hann verður ekki landsliðsmaður innan fárra ára.
Tengdar fréttir

Drogba og Terry búnir að skora fyrir Chelsea - sjáið mörkin
Gömlu brýnin Didier Drogba og John Terry eru báðir búnir að skora fyrir Chelsea á móti slóvenska liðinu Mariborg en liðin mætast nú í 3. umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar og fer leikurinn fram á Stamford Bridge.

Markaveisla og met í Meistaradeildinni í kvöld - úrslitin
Bayern München og Shakhtar Donetsk voru lið kvöldsins í Meistaradeildinni en þau unnu bæði magnaða útisigra í sínum leikjum. Það var annars nóg af mörkum í Meistaradeildinni í kvöld.

Sjáið Bayern, Barcelona og Chelsea komast yfir í sínum leikjum
Þýska liðið Bayern München, spænska liðið Barcelona og enska liðið Chelsea komust öll yfir í upphafi leiks í leikjum sínum í Meistaradeildinni í kvöld og nú er hægt að sjá öll mörkin hér á Vísi.

Chelsea fór illa með Slóvenana á Stamford Bridge - sjáðu mörkin
Chelsea er í flottum málum í toppsæti síns riðils í Meistaradeildinni eftir 6-0 stórsigur á Maribor frá Slóveníu í 3. umferð riðlakeppninnar í kvöld en leikurinn fór fram á Stamford Bridge.